Af undirskriftalistum og tvískinnungi

Ég fékk sendan hlekk á þessa athyglisverðu frétt á Eyjunni, um tölfræði undirskriftasafnana á Íslandi.

Í athugasemdum kemur fram að sá sem tók saman viðkomandi samanburð, viðurkennir smávegileg mistök, og undirskriftasöfnun Þjóðareignar því ekki kominn inn á top 10, í það minnsta kosti ekki enn. En það skiptir þó ekki í ruan mestu máli, alla vegna ekki í mínum huga.

Í stað þeirrar undirskriftasöfnunar, væri söfnunin gegn virkjun Eyjabakka í 6. sæti á top 10. En látum það liggja á milli hluta. Ef það er eitthvað sem vantaði í þessa upptalningu, væri það í minum huga prósentuhlutfall einstaklinga á kjörskrá á hverjum tíma, en það er önnur saga.

Þessi samanburður finnst mér ákaflega gott framtak.

En þessi listi fékk mig til þess að velta fyrir mér hvernig stendur á því að í fjölmiðlum finnst mér mikið pláss gefið undir vangaveltur og kröfur um að fullt tillit sé tekið til krafna og undirskrifta um áframhald "Sambandsviðræðna" og svo aftur "makríluúthlutunar", en mun minna skrifað um kröfu um að Reykjavíkurflugvölldur verði á sínum stað.

Þó trónir undirskriftasöfunuin um Reykjavíkurflugvöll á toppi listans.

Undir enga kröfuna eða söfnunina hafa fleiri skrifað.

Sem fékk mig aftur til að velta því fyrir mér, hvernig stendur á því að uppi eru kröftugar (og skiljanlegar að mínu mati) kröfur um að ákveðið hlutfall kjósenda geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hef ég aldrei heyrt kröfu um að ákveðið hlutfall íbúa (eða kjósenda) í sveitarfélögum geti krafist þess að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um misgáfulegar ákvarðarnir borga, bæja og sveitastjórna?

Hvernig skyldi standa á því?

P.S. Ég er fylgjandi því að kjósendur geti kallað eftir almennum kosningum, þó að almennt þyki mér hlutfallið sem nefnt er til sögunnar of lágt.

Ennfremur þykir mér ástæða til að binda löggildi við ákveðið þátttökuhlutfall af síðustu þing/sveitarstjórnarkosningum.

Ég held að almennar kosningar séu góð viðbót, en ekki ástæða til að láta þær leysa fulltrúalýðræðið af, nema að afar takmörkuðu leyti. Séu skilyrðin of rúm, er hætta á misbeitingu og þreytu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé tiltekinn ráðamaður sammála efni undirskriftarsöfnunarinnar er sjálfsagt, eðlilegt og æskilegt að taka mark á henni.  Sé hann ósammála er hún bara pólitík, hagsmunapot, misskilningur, múgæsingur eða eitthvað slíkt.

Reyndar á þetta svosem meira og minna við um alla t.d. fréttamenn.

ls (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 10:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Ég held að ég geti tekið undir það sem þú segir. Það er einmitt hluti vandamálsins.

"Bara ef það hentar mér", sungu Stuðmenn í den, og líklega á það við undirtektir stjórnmálamanna við undirskriftalistum, eins og margt annað.

G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2015 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband