Föstudagurinn góði

Hér í Kanada (og hinum Enskumælandi heimi) er ekki haldið upp á föstudaginn langa, heldur föstudaginn góða (Good Friday).  Dagurinn hefur enda verið ákaflega góður og þægilegur, þó að ekki sé hægt að segja að fasta hafi tengst honum, alla vegna ekki hér að Bjórá.

Eins og alla aðra daga var farið snemma á fætur, síðan komu gestir í síðbúinn hádegismat, snæddar fylltar grísalundir, og heimagerður ís, Foringinn og dóttir gestanna, Eneli leituðu síðan að páskaeggjum í garðinum.  Þar höfðu Kinderhænur verpt einum 6 eggjum þannig að þau voru nokkuð sátt við eftirtekjuna.

Þessi heiðni siður, að leita að eggjum, eða snæða súkkulaðiegg truflaði hina sannkristnu íbúa Torontoborgar ekki neitt, alla vegna komu engar kvartanir.

Reyndar eru Torontobúar flestir ákaflega umburðarlyndir, enda hér að finna einstaklinga af öllum hugsanlegum (og líklega óhugsanlegum) trúarbrögðum og trúleysingar eru hér víst fjölmennir líka.  Þannig hyggur hver að sínu og allir eru þokkalega sáttir. 

Sá fjöldi sem fer í kirkju unir hag sínum vel, en lætur sér í réttu rúmi liggja þó að aðir sitji á pöbbnum, eða skemmti sér í heimahúsum.  Þannig á það að vera.

Nú sit ég svo fyrir framan tölvuna og bíð eftir því að tímatökurnar fari að hefjast, aðrir fjölskyldumeðlimir eru komnir í rúmið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband