Rétt eða rangt? En góðu fréttirnar eru ...

Ég ætla ekki að dæma um hvort er rétt, að mistök hafi átt sér stað í tölvukerfi verslananna, eða að þær hafi vísvitandi hækkað verð, til að gefa afslátt síðar, eða notfæra sér "kaupæðismóment".

En góðu fréttirnar eru að verslanir læra að það er fylgst með þeim og þó að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að haga sinni verðlagningu eins og þeim best hentar, þá taka neytendur eftir því hvað er að gerast og bregðast við.

"Fiskisagan" flýgur um netið og orðspor fyrirtækja getur verið fljótt að bíða hnekki ef væntanlegir viðskiptavinum finnst þeir finna lykt af "ketti í sekknum".

En það er aldrei meira áríðandi, en á stundum eins og núna, þegar breytingar verða á skattkerfinu að neytendur séu vel á verði.

Niðurfelling vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskattsins eru stórir og mikilvægir atburðir.

Ef rétt er á málum haldið geta þeir leitt til þess að verslun færist í auknum mæli heim til Íslands, sem yrði bæði kaupmönnum og neytendum til góða.

Það er því mikilvægt að neytendum standi vaktina og kaupmenn noti tækifærið og sýni að þeir ætli skili lækkun álaga til neytenda.

 

 

 

 

 


mbl.is „Erum ekki að reyna að plata neinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband