Allir í fríi og fara "heim" á skriðdrekunum

Það hefur verið í senn fróðlegt og skelfilegt að fylgjast með þróun mála í Ukraínu. Í raun hafa Rússar ráðist inn í landið, þegar innlimað Krím hérað og stefna ótrauðir á að taka yfir austur héruðin.

Rússneskir hermenn sjást innan um "aðskilnaðarsinna" og Rússnesk hergögn streyma yfir landamærin.

Ef trúa á fullyrðingum Rússa (sem hreint ótrúlega margir virðast gera), eru þetta hermenn í fríi.  Næsti hluti skýringanna hlýtur að vera að þeir fái að fara heim á "vinnutækjunum" því það sé langt að labba, og það útskýri hertrukkana og skriðdrekana.

Sem betur fer virðat augu Evrópskra stjórnmálamanna vera að opnast gagnvart framferði Rússa og hvert þeir virðast stefna.

En Rússar hafa styrkt stöðu sína verulega í Ukraínu og notað "vopnahléið" vel. Senn fer í hönd kaldasti tíminn, sem líklegt er að vinni með Rússum.  Orkan er jú á meðal þeirra helstu vopna.

Næsta skref hjá Rússum er að stór auka áróður sinn á vesturlöndum, með "Sputnik".  Þar kunna þeir sitt fag og því miður er ekkert sem bendir til þess að þeim verði ekki vel ágengt.

 

 

 

 


mbl.is Rússar „streyma inn í Úkraínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Tómas,,,Þetta snýst fyrst og síðast um framferði Úkraínskra stjórnvalda gagnvart íbúum í Donétsk og Lúgansk og dráp á eigin þegnum landsins. Það getur vel verið Rússar hafi afhent Aðskilnaðarsinnum vopn, þá er það bara í lagi vegna þess að annars valtar Úkraínski herinn yfir svæðið og fólkið í leiðinni. Ég þekki sjálfur nokkra einstaklinga sem hafa flúið frá Lúgansksýslu og svo ég gerist smá persónulegur þá hafa tengdaforeldrar mínir og mágur margsinnis þurft að halda til í kjallaranum undir húsinu vegna sprengjuárásana Úkraínuhers yfir svæðið.

Ármann Birgisson, 20.11.2014 kl. 23:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rússar hafa kynnt undir óróa og ófriði í Ukraínu frá því að landið varð sjálfstætt. Mikil spilling hefur svo ekki hjálpað til.

Samsetning íbúanna (sem hefur breyst mikið vegna áratuga og árhundruða af yfirgangi Rússa), eykur einnig vandann.

Spurningin er ekki síst sú, hvort að það framferði að svelta, myrða og flytja á brott stóran hluta íbúa, og koma með "sitt eigið fólk" í staðinn veiti erlendum ríkjum rétt til eilífrar íhlutunar, til að "vernda sitt fólk"?

Það er ekki óeðlilegt að Ukraínski herinn haldi uppi lögum og reglu á landsvæði Ukraínu.  Það sama hefur Rússneski herinn marg oft gert á landsvæði Rússa (og vissulega "frelsað" önnur).

En Rússum stafar engin hætta af Ukraínska hernum.  Þeir eru hræddari við að lýðræði með aukinni velmegun skjóti rótum í Ukraínu.  Slíkt á það til að bera hugmyndir yfir landamæri.

Hvað varðar svo innrás og innlimum Rússa á Krím, þá var það skrípaleikur sem endaði með að Rússar hertóku erlent landsvæði.  Það þarf ekki að tala um það neinni tæputungu.

Síðan á auðvitað að keyra upp Rússneskan áróður, því RT dugar ekki til og næst verður það "Sputnik".

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2014 kl. 09:03

3 Smámynd: Ármann Birgisson

OK Tómas ,,Rússar eru greinilega bara vont fólk þá það.cool

Ármann Birgisson, 21.11.2014 kl. 20:04

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Rússar" eru í sjálfu sér auðvitað ekki "vont fólk", þó að ég hafi skrifað um þá sem slíka.

Rússar eru auðvitað bæði góðir og slæmir eins og aðrir.

En fáar ef nokkrar þjóðir hafa verið óheppnari með valdhafa heldur en Rússar og sér ekki fyrir endan á því.

Því hafa nágrannaþjóðir þeirra kynnst með áþreifanlegum hætti í gegnum tíðina og súpa enn seyðið af því.

Það eru enda líklega ekki til nein þjóð sem er jafn illa þokkuð og oft hreint hötuð af nágrannaþjóðum sínum.  Framganga Rússa hefur enda oft verið með þeim hætti að erfitt er að segja að þeir eigi það ekki skilið.

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2014 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband