Kann að hljóma sem þverstæða

Upphafsetning þessara fréttar er:  Dregið hefur úr útlendingahatri í Evrópu á sama tíma og stuðningur við öfgaflokka sem berjast gegn innflytjendum eykst.

Þetta kann auðvitað að hljóma sem þverstæða, en ef betur er að gáð passar þetta saman.

Það sem ef til vill er þó mest villandi er sá hluti sem segir ... sem berjast gegn innflytjendum.  Hann í raun dregur upp alranga mynd af af mörgum þeirra flokka sem ég tel líklegt að sé verið að fjalla um, þó að ég ætli ekki að fjölyrða um þá alla.

Það að vilja draga úr fjölda nýrra innflytjenda til ákveðins lands, eða setja á einhvern hátt strangari takmörk við komu þeirra, er ekki að berjast gegn innflytjendum.  Ekki alla vegna eins og minn málskilningur er.

Það er ekki verið að berjast gegn þeim innflytjendum sem þegar eru komnir, eða að til standi að skrúfa fyrir komu innflytjenda.

Á þessu er mikill munur.

Hitt er svo einnig nokkuð sem ég hef ekki skilið, hvernig það að vilja draga úr fjölda innflytjenda teljast "öfgar".

Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem engin takmörk eru fyrir innflytjendur, en vissulega getur það verið einhvers staðar.  Upplýsingar þar um eru vel þegnar.

Öll lönd, jafnvel lönd sem þykja hafa góða innflytjendastefnu og taka við hundruðm þúsunda innflytjenda á ári hverju, s.s. Kanada, hafa takmarkanir og reglur sem þarf að fylgja.

Allir flokkar í Kanada sem ég þekki til, eru sammála því að hafa takmarkanir, þó að stundum sé einhver munur á hvernig þeir vilja hafa þær eða hvað mikinn fjölda þeir telja rétt að leyfa að koma á ári.

En að  þeir vilji takmarkanir, og það gerir þá ekki að "öfgaflokkum", né þýðir að þeir "berjist á móti innflytjendum".  Það þarf ekki að fara saman.

Í þessu sambandi má t.d. nefna að Evrópusambandið eyðir háum fjármunum í að reyna að hefta komu innflytjenda inn á sitt landssvæði, og "berst" þannig á móti innflytjendum, án þess að hafa á sér "öfga" stimpil.

Er annars einhver Íslenskur stjórnmálaflokkur sem er fylgjandi óheftum aðgangi innflytjenda til Íslands?

Eða "berjast þeir allir á móti innflytjendum"?

P.S.  Mín persónulega skoðun er að við eigum að fara varlega í notkum á orðum eins og "öfga", "rasisti", "rasískur", o.s.frv.    Ég held að séum vel á veg með að "gjaldfella" þau verulega.

 

 


mbl.is Útlendingahatur minnkar í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Blessaður vertu, það er fyrir löngu búið að nauðga orðinu "rasisti" tiol dauða. Í þessum töluðum orðum er örugglega einhver enn að nauðga líkinu af því.

Það sem drap það endanlega fyrir mér, var hér fyrir meira en 10 árum, þegar feiti gaurinn í flokk sem var þá og her frjálslyndi flokkurinn var úthrópaður sem rasisti fyrir einmitt að vilja athuga aðeins hverjir flyttu inn í landið.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2014 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband