Hvers vegna eyði ég fóstrum?

Ég hef birt þessa ræðu einu sinni áður á þessu bloggi.  En með tilliti til umræðunnar á Íslandi undanfarnar vikur, ákvað ég að birta hana aftur.

Ræðan var skrifuð og flutt af Kanadíska lækninum Garson Romalis og er í raun ræða sem hann flutti  í Toronto háskóla.  Yfirskrift ræðunnar er (lauslega þýtt):  Hvers vegna eyði ég fóstrum.

Þetta innlegg í umræðuna frá lækni sem sem  framkvæmdi fóstureyðingar í áratugi og var tvisvar sinnum verið sýnt banatilræði vegna þeirra, er tæpitungulaus og góð og holl lesning.

En ég hvet alla til að lesa ræðuna, sem ég "peistaði" hér fyrir neðan, en hana má einnig finna hér og þar á netinu.

Rétt er að taka fram að Dr. Romalis lést í janúar á þessu ári.

 

Why I am an Abortion Doctor

"I am honoured to be speaking today, and honored to call Henry Morgentaler my friend.

I have been an abortion provider since 1972. Why do I do abortions, and why do I continue to do abortions, despite two murder attempts?

The first time I started to think about abortion was in 1960, when I was in secondyear medical school. I was assigned the case of a young woman who had died of a septic abortion. She had aborted herself using slippery elm bark.

I had never heard of slippery elm. A buddy and I went down to skid row, and without too much difficulty, purchased some slippery elm bark to use as a visual aid in our presentation. Slippery elm is not sterile, and frequently contains spores of the bacteria that cause gas gangrene. It is called slippery elm because, when it gets wet, it feels slippery. This makes it easier to slide slender pieces through the cervix where they absorb water, expand, dilate the cervix, produce infection and induce abortion. The young woman in our case developed an overwhelming infection. At autopsy she had multiple abscesses throughout her body, in her brain, lungs, liver and abdomen.

I have never forgotten that case.

After I graduated from University of British Columbia medical school in 1962, I went to Chicago, where I served my internship and Ob/Gyn residency at Cook County Hospital. At that time, Cook County had about 3,000 beds, and served a mainly indigent population. If you were really sick, or really poor, or both, Cook County was where you went.

The first month of my internship was spent on Ward 41, the septic obstetrics ward. Yes, it's hard to believe now, but in those days, they had one ward dedicated exclusively to septic complications of pregnancy.

About 90% of the patients were there with complications of septic abortion. The ward had about 40 beds, in addition to extra beds which lined the halls. Each day we admitted between 10-30 septic abortion patients. We had about one death a month, usually from septic shock associated with hemorrhage.

I will never forget the 17-year-old girl lying on a stretcher with 6 feet of small bowel protruding from her vagina. She survived.

I will never forget the jaundiced woman in liver and kidney failure, in septic shock, with very severe anemia, whose life we were unable to save.

Today, in Canada and the U.S., septic shock from illegal abortion is virtually never seen. Like smallpox, it is a "disappeared disease."

I had originally been drawn to obstetrics and gynecology because I loved delivering babies. Abortion was illegal when I trained, so I did not learn how to do abortions in my residency, although I had more than my share of experience looking after illegal abortion complications.

In 1972, a couple of years after the law on abortion was liberalized, I began the practise of obstetrics and gynecology, and joined a three-man group in Vancouver. My practice partners and I believed strongly that a woman should be able to decide for herself if and when to have a baby. We were frequently asked to look after women who needed termination of pregnancy. Although I had done virtually no terminations in my training, I soon learned how. I also learned just how much demand there was for abortion services.

Providing abortion services can be quite stressful. Usually, an unplanned, unwanted pregnancy is the worst trouble the patient has ever been in in her entire life.

I remember one 18-year-old patient who desperately wanted an abortion, but felt she could not confide in her mother, who was a nurse in another Vancouver area hospital. She impressed on me how important it was that her termination remain a secret from her family. In those years, parental consent was required if the patient was less than 19 years old. I obtained the required second opinion from a colleague, and performed an abortion on her.

About two weeks, later I received a phone call from her mother. She asked me directly "Did you do an abortion on my daughter?" Visions of legal suit passed through my mind as I tried to think of how to answer her question. I decided to answer directly and truthfully. I answered with trepidation, "Yes, I did" and started to make mental preparations to call my lawyer. The mother replied: "Thank you, Doctor. Thank God there are people like you around."

Like many of my colleagues, I had been the subject of antiabortion picketing, particularly in the 1980s. I did not like having my office and home picketed, or nails thrown into my driveway, but viewed these picketers as a nuisance, exercising their right of free speech. Being in Canada, I felt I did not have to worry about my physical security.

I had been a medical doctor for 32 years when I was shot at 7:10 a.m., Nov. 8, 1994. For over half my life, I had been providing obstetrical and gynecological care, including abortions. It is still hard for me to understand how someone could think I should be killed for helping women get safe abortions.

I had a very severe gun shot wound to my left thigh. My thigh bone was fractured, large blood vessels severed, and a large amount of my thigh muscles destroyed. I almost died several times from blood loss and multiple other complications. After about two years of physical and emotional rehabilitation, with a great deal of support from my family and the medical community, I was able to resume work on a part-time basis. I was no longer able to deliver babies or perform major gynecological surgery. I had to take security measures, but I continued to work as a gynecologist, including providing abortion services. My life had changed, but my views on choice remained unchanged, and I was continuing to enjoy practicing medicine. I told people that I was shot in the thigh, not in my sense of humour.

Six years after the shooting, on July 11, 2000, shortly after entering the clinic where I had my private office, a young man approached me. There was nothing unusual about his appearance until he suddenly got a vicious look on his face, stabbed me in the left flank area and then ran away.

This could have been a lethal injury, but fortunately no vital organs were seriously involved, and after six days of hospital observation I was able to return home. The physical implications were minor, but the security implications were major. After two murder attempts, all my security advisors concurred that I was at increased risk for another attack.

My family and I had to have some serious discussions about my future. The National Abortion Federation provided me with a very experienced personal security consultant. He moved into our home and lived with us for three days, talked with us, assessed my personality, visited the places that I worked in and gave me security advice. In those three days, he got to know me well. After he finished his evaluation, when I was dropping him off at the airport, his departing words to me were "Gary, you have to go back to work."

About two months after the stabbing, I returned to the practise of medicine, but with added security measures. Since the year 2000, I have restricted my practise exclusively to abortion provision.

These acts of terrorist violence have affected virtually every aspect of my and my family's life. Our lives have changed forever. I must live with security measures that I never dreamed about when I was learning how to deliver babies.

Let me tell you about an abortion patient I looked after recently. She was 18 years old, and 18-19 weeks pregnant. She came from a very strict, religious family. She was an only daughter, and had several brothers. She was East Indian Hindu and her boyfriend was East Indian Muslim, which did not please her parents. She told me if her parents found out she was pregnant she would be disowned and kicked out of the family home. She also told me that her brothers would murder her boyfriend, and I believed her. About an hour after her operation I and my nurse saw her and her boyfriend walking out of the clinic hand in hand, and I said to my nurse, "Look at that. We saved two lives today."

I love my work. I get enormous personal and professional satisfaction out of helping people, and that includes providing safe, comfortable, abortions. The people that I work with are extraordinary, and we all feel that we are doing important work, making a real difference in peoples' lives.

I can take an anxious woman, who is in the biggest trouble she has ever experiences in her life, and by performing a five-minute operation, in comfort and dignity, I can give her back her life.

After an abortion operation, patients frequently say "Thank You Doctor." But abortion is the only operation I know of where they also sometimes say "Thank you for what you do."

I want to tell you one last story that I think epitomizes the satisfaction I get from my privileged work. Some years ago I spoke to a class of University of British Columbia medical students. As I left the classroom, a student followed me out. She said: "Dr. Romalis, you won't remember me, but you did an abortion on me in 1992. I am a secondyear medical student now, and if it weren't for you I wouldn't be here now.""

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi læknir horfir hér harla mikið á eigið líf, eðlilega eftir tvær drápsárásir á hann.

Hann horfir líka mikið á margvíslegar aðstæður kvenna sem leita til hans. Spurning samt, hvort þær aðstæður skipti þann mann miklu eða öllu máli, sem hefur þá afstöðu "that a woman should be able to decide for herself if and when to have a baby." Þau orð fela þetta í sér sem meintan "rétt" absolút og alls staðar, hverjar sem ástæður hennar kunna að vera.

Með þessu tekur hann ennfremur þá áhættu, að hann sé að gera sumar þeirra ófrjóar. Þeim mun fleiri frumbyrjur, sem eru þeirra á meðal, þeim mun hærra hlutfall þessara skjólstæðinga hefur honum tekizt að svipta möguleikanum á því að eignast börn seinna á ævinni. En hann minnist ekkert á það í þessari sjálfshóls-frásögn sinni.

Áherzla hans á 1) sjálfan sig og 2) konurnar, sem til hans leituðu, er mjög áberandi, en hér sést nákvæmlega ekkert minnzt á 3) þau ófæddu börn, sem óneitanlega komu þarna við sögu -- þau sem hann "eyddi".

Er þetta því ekki harla einhæf frásögn, Tómas, til að birta hér á bloggi þínu? Áttu ekki eitthvað annað sem balancerar þessar áherzlur þínar og læknisins?

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 17:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessu bloggi er ætlað að enduróma skoðanir mínar.  Þetta er ekki fjölmiðill sem ber skyldu til (hvaða fjölmiðlar eru það annars) að birta öll sjónarmið.  Það má vel vera að þú, Jón Valur hafir ákveðið að birta alltaf öll mismunandi sjónarmið á bloggi þínu, en það hef ég ekki.

Ég hygg að konurnar hafi leitað til hans.  Rétt eins og með allar aðrar læknisaðgerðir geta fylgt þeim aukaverkanir, oftast er það ekki en vissulega getur það gerst.

Ég trúi því að bæði menn og konur eigi fullan rétt á því að ákveða þetta fyrir sig.  Eðli málsins samkvæmt geta þó menn ekki farið í fóstureyðingu.

Persónulega lít ég ég á nokkura daga, eða fárra vikna fóstur sem sjálfstæða lífveru, heldur hluta af móðurinni, en ég geri mér vissulega grein fyrir því að um það eru skiptar skoðanir.

Þessi frásögn á fullt erindi í umræðuna.  Eins og ég sagði áður, hef ég aldrei ætlað mér að reka hér "hlutlausa" frásögn, trúi reyndar ekki á að slíkt sé til.

Það eru nógir aðrir til þess að standa fyrir því sem ég lít á sem "afturhaldið".

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2014 kl. 17:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi læknir er sáttur við sitt ævistarf,  og sér lífið sem "grátt" en hvorki svart né hvítt.   Mér sýnist hann skila því ágætlega frá sér.

Fóstureyðing er ekki lífshættulegri en svokölluð útskröpun sem er algeng aðgerð fyrir konur sem missa of mikið blóð við tíðablæðingar vegna þess að "hið ófrjóvgaða leg" hreinsar sig ekki út sem skyldi.

Hugsanlega er ósanngjarnt að ljóstra upp þessu litla leyndarmáli okkar kvenna - en svona er þetta bara...  :) 

Kolbrún Hilmars, 7.10.2014 kl. 17:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að Dr. Romalis hafi verið sáttur við ævistarf sitt, og að mínu áliti gat hann leyft sér að vera það.

Ég ætla ekki að blanda mér í umræðu um samanburð á áhættu við mismunandi aðgerðir, til þess hef ég ekki þekkingu.

En aðalatriðið er hver er réttborin(n) til ákvarðana?

Það hefur aldrei verið skortur af fólki sem telur sig umkomið til að segja öðrum hvernig haga beri lífinu og hvaða ákvarðanir skuli taka.

Oft hefur slík stjórnsemi verið vafin undarlegum klæðum trúarbragða og má sjá skýr dæmi þess enn í dag.

En með aukinni menntun og almennri skynsemi, mega slík öfl sín æ minna í stórum hluta heims.

En þar sem skortur á menntun og fáfræðin er ennþá útbreidd, spilar slíkt stærri rullu.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2014 kl. 18:17

5 Smámynd: Lífsréttur

"Fáfræði" talar þú um, Tómas, en hversu margar konur heldurðu að séu fái upplýsingar um þetta, við komuna á kvennadeild Lsp. til leita sér fóstureyðingar:

"Nógu sárt fyrir þær sem í því lenda" (yfirlæknir fæðingadeildar Lsp.) - að verða ófrjóar vegna fóstureyðingar, og þær eru ófáar! eins og segir í nýbirtum pistli á vef Lífsréttar, með tilvitnunum í orð yfirlæknisins um líkurnar á ófrjósemi í kjölfar fóstureyðingar.

Allt er þetta mál í raun hrikalegt fyrir konur, og heldurðu í alvöru, Tómas, að þær láti endalaust mata sig og þagga niður sína óánægju með klisjum um "stjórnsemi" sem sé "vafin undarlegum klæðum trúarbragða"?

Er ekki kominn tími til að skoða málið allt upp á nýtt?

Lífsréttur, 7.10.2014 kl. 19:10

6 Smámynd: Lífsréttur

... en hversu margar konur heldurðu að fái upplýsingar um þetta ...

átti að standa hér.

Lífsréttur, 7.10.2014 kl. 19:12

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki ætla ég að fullyrða um hvernig staðið er að þessum málum á landspítalanum.  En það er vissulega merkilegt er yfirlæknirinn segir þetta án þess að hafa gert nokkuð í fræðslumálunum.

En ákvörðunin er þeirra.

Vissulega má alltaf deila um hvernig staðið að er fræðslu, en það þýðir ekki að það þurfi að skoða "málið allt upp á nýtt".  

Ef þar er pottur brotin, þarf aðeins að endurskoða fræðsluna.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2014 kl. 19:35

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sé svo þegar ég skoðaði hlekkinn að þú er ert að vitna til hér um bil 30 ára gamals viðtals og líklega heldur eldri tölulegra upplýsinga.

Auðvitað hafa læknavísindi tekið framförum síðan þá, þú ættir að líklega að hafa nýrri tölulegar staðreyndir, fyrst þú fylgist það vel með í þessum efnum.

Staðreyndin er líklega sú að þó að vísindum fleygi fram, þá sitja trúarkennignarnar eftir.

Fátt nýtt í því.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2014 kl. 19:39

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaðan kemur þessi umræða þín hér um "trúarkenningnarnar", Tómas?

Voru þær til umræðu hjá mér eða í tilvísuðum pistli? NEI.

Er þetta þá þín smjörklípuaðferð til að forðast að ræða málin í raun? Þú viðurkennir reyndar í aths. þinni kl. 18:17: "Ég ætla ekki að blanda mér í umræðu um samanburð á áhættu við mismunandi aðgerðir, til þess hef ég ekki þekkingu," svo að ég feitletri það nú líka. Þarftu þá ekki að fara þér svolítið hægar gagnvart því að fullyrða hér um hlutina nánast dogmatískt í anda pro-choice-stefnunnar?

Og ertu í alvöru svo skyni skroppinn að átta þig ekki á því, að þessi grein Garsons Romalis er í raun einhliða áróður? Öll dæmin, sem hann tekur (og okkur er ætlað að trúa um málsatvik öll), eru sérvalin til að sannfæra fólk, en samt er það þegar komið fram hjá honum, að princíp hans í öllum sínum atvinnurekstri á þessu sviði er þetta: "that a woman should be able to decide for herself if and when to have a baby" -- sem sé að sérhver kona, án tillits til aðstæða (jafnvel vellrík, alheilbrigð kona sem gengur með alheilbrigt barn og á sinn mann og góðar heimilisaðstæður), skuli hafa það sem fortakslausan og absolút rétt sinn (og ekki deildan með öðrum, t.d. ekki með manni sínum) að "fá" að láta deyða sitt ófædda barn.

Og hvert heldurðu að sé hlutfall heilbrigðra fóstra og mæðra þeirra annars vegar í samanburði við hinn hópinn: þar sem annaðhvort eða bæði fóstur og móðir eru veik eða veikluð? Yfirgnæfandi er hluti hinna heilbrigðu!

Og til hvers varstu að slá þessu inn í tölvuna í 1. aths. þinni: "Persónulega lít ég ég á nokkura daga, eða fárra vikna fóstur [ekki] sem sjálfstæða lífveru, heldur hluta af móðurinni," en mátt þó vita, að hefðbundnar fósturvígsaðgerðir fara einmitt EKKI fram á þessu tímabili, heldur nánast allar eftir lok 5. viku meðgöngu (til dæmis 98,9% þeirra á tímabilinu 1975-1987) og 71,5% þeirra eftir lok 7. viku meðgöngu kvennanna á tímabilinu 1975-1987.

Það er þægilegt fyrir ykkur fósturvígssinna að leggja áherzlu á erfiðu tilfellin, eins og Romalis gerir, og að láta sem þær fóstureyðingar, sem verið er að ræða, séu á þeim tíma sem fóstrið teljist varla manneskja. Þetta er hvort tveggja flótti á bak við Pótemkíntjöld blekkinga.

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 20:18

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nánar um aldursskiptingu hinna ófæddu, sem "eytt" er: Lífsvon, fréttabréf Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), bls. 10, sbr. einnig bls. 12.

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 20:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fætur fósturs – 8 vikum eftir getnað. Árin 1975-1987 fóru 28,9% fósturdeyðinga fram á 8 vikna fóstrum og 42,7% á níu vikna fóstrum og eldri. En 1990 hafði hlutfall eldri fóstra hækkað nokkuð: þá fóru 45,1% fóstureyðinga fram á 9 vikna fóstrum og eldri.

 

Fætur fósturs – 11 vikum eftir getnað

Hönd fósturs – 12 vikum eftir getnað

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 20:32

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur,

já læknirinn hugsar um eigið líf. Og líf sjúklinga sinna. Hann segir okkur nokkrar sögur af konum sem hann hefur aðstoðað.

Þú vilt að hann eigi að tala meira um "ófæddu börnin". Og hvað á hann að segja um þau? Þessi "ófæddu börn" hafa ekki lifað sjálfstæðu lífi. Þau hafa ekki frá neinu að segja. Enda eru þetta EKKI börn. Þetta eru fóstur.

Það er kannski hægt að finnast fallegt hvað þér er umhugað um að konur eignist börn, líka konur sem vilja ekki eignast börn. Þú ættir kannski að hvetja fólk almennt til að búa til börn? Held samt að það þætti afbrigðileg og óeðlileg afskiptasemi.

Eða af hverju eyðir þú bara ekki meiri tíma og orku í að hjálpa FÆDDUM BÖRNUM, því það eru sannarlega mörg fædd börn á Íslandi og víða úti í heimi sem gæti þarfnast orku og aðstoðar fólks sem er aflögu fært.

Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 20:50

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Abby Johnson starfaði við að "eyða" fóstrum.  Ég hvet lesendur að fara á youtube vefslóðina hér fyrir neðan og hlusta á það sem hún hefur að segja.   Það er mjög fræðandi.

http://www.youtube.com/watch?v=oKlEAwRf5g8

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.10.2014 kl. 21:38

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Must say, after Abby Johnson cheerfully explains what a sleeze she admits she was when she worked at Planned Parenthood, and how she did all sorts of unethical things and told people lies because she was their 'fan', it's a little hard to believe that she isn't doing exactly the same thing now for her new ProLife 'crush', especially considering the huge speaking fees people are willing to pay to hear her claims of what a 'sinner' she used to be.

http://rhrealitycheck.org/article/2012/10/19/draft-abby-johnson-defends-statement-that-abortions-are-performed-on-women-who-ar/

Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 22:19

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þessi "ófæddu börn" hafa ekki lifað sjálfstæðu lífi. Þau hafa ekki frá neinu að segja," segir gerviskeggurinn með myndina af Johannesi Brahms. Mikill spekingur sá gerviskeggur. Vill hann þá taka lífsréttinn af ófæddum frá 1. degi þungunar og fram til fæðingar? Svo virðist greinilega! Furðulegt að svona menn skuli vera til meðal okkar, en hinn kannski skiljanlegt, að hann hefur ástæðu til að fela sig á bak við dulnefni (það er enginn Skeggi Skaftason í þjóðskránni).

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 23:50

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og vill þessi angurgapi, "Skeggi" gervikarl (og sennilega snoðaður), halda því fram, að hreyfingar fóstursins séu ekki sjálfstæðar hreyfingar ÞESS, heldur MÓÐURINNAR? Af hverju koma þær henni þá svona skemmtilega á óvart, þegar barnið (16 vikna fóstrið) er farið að sparka svo í líknarbelginn og kvið konunnar, að hún finnur greinilega þær hreyfingar?

Og ef hopp fóstursins í móðurkviði* gerist á svefntíma móðurinnar, hvernig skýrir þessi arfaskeggur það atriði?

* Professor Ian Donald of Glasgow, who introduced the technique of sonar scanning into obstetrics years ago, has produced a film in which the baby is clearly seen within the uterus [í leginu] to be jumping around in the amniotic fluid [líknarbelgsvökvanum, 'legvatninu'], sucking its thumb, and waving its arms around and turning its head. This particular baby was 5½ cms. long and ten weeks of gestation [10 vikna þungun] ..."

R.B. Zachary, prófessor í barnalækningum: The Humanity of the Fetus, bls. 4 (5), sbr. HÉR!

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 23:56

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

... en <>hitt kannski skiljanlegt ...

átti að standa hér í innlegginu kl. 23:50.

Jón Valur Jensson, 7.10.2014 kl. 23:59

18 Smámynd: Reputo

Á tíunda áratug síðusta aldar byrjaði glæpatíðni í New York að lækka með hverju árinu. Lækkunin var slík að eftir var tekið víða. Fyrstu viðbrögð voru jú að borgarstjóri og stjórn hældu sjálfum sér fyrir tiltekt í þessum málum og lögreglan fylgi á eftir á svipuðum nótum. En menn voru ekki sannfærðir og því voru málin skoðuð ofan í kjölin af óháðum aðilum. Niðurstaðan var sú að í kjölfar þess að fóstureyðingar voru lögleiddar í fylkinu á áttunda áratugnum fækkaði barnseignum gríðarlega hjá þeim sem ekkert höfðu með það að gera að ala upp börn. Tæpum tveim áratugum síðar varð þess vart með fækkun glæpa þar sem nýliðun hafði hríðfallið í þessum samfélagshópi. Þetta var staðfest enn frekar með því að rýna í gögn frá öðrum fylkjum sem höfðu lögleytt fóstureyðingar. Þar varð sama hrun í glæpatíðni 15-20 árum síðar.

Þetta er hægt að heimfæra á Ísland. Það er engum greiði gerður með því að færa óvelkomin börn í heiminn, og þá sýst börnunum sjálfum. Yfirleitt eru það félagslegar aðstæður sem ýta fólki út í fóstureyðingar og ég treysti þessu fólki fullkomlega til að taka ákvörðun um það hvort það telji sig getað komið barni á legg, heilu á líkama og sál, enda gerir þetta enginn að gamni sínu. En í þessu sem öðru telur JVJ sig vita betur en meginþorri þjóðarinnar og vill því hafa vit fyrir henni.

Reputo, 8.10.2014 kl. 01:21

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerviskeggur og Tómas virðast láta sig engu varða fóstur eins og þau, sem myndirnar eru f hér ofar (skoðið þær vel).

Án tilfærslu til heimilda endurtekur "Reputo" (Sighvatur Jónsson) fullyrðingar sínar hér, með gróflega alhæfandi og glannalegum ályktunum.

"Það er engum greiði gerður með því að færa óvelkomin börn í heiminn," en eins og Móðir Teresa og fleiri hafa bent á, eru engin börn í raun óvelkomin, á biðlistum eftir ættleiðingu og að fóstra börn eru tugir milljóna.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 01:52

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gæsalappasetningin í lokaklausunni er Sighvats, og að sjálfsögðu tek ég ekki undir hana.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 01:53

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur. Þú talar um konur sem verði ófrjóar og vitnar í einhverjar 40 ára gamlar niðurstöður.

Hefurðu tölur yfir þær konur sem hafa orðið ófrjóar og jafnvel dáið, vegna fóstureyðinga sem framkvæmdar hafa verið í "bakhúsum"?

Líklega ekki.

Fóstureyðingar hafa fylgt mankyninu um líklega árþúsundir. Það er engin ástæða til þess að ætla að þær séu að hverfa, hvort sem þær verða löglegar eður ei.

Persónulega er ég fyllilega sáttur við að láta þessa ákvörðun í hendur konunum, og þeim sé tryggð sú besta læknishjálp sem völ er á.

Það sem Reputo bendir á, verður aldrei sannað. En það eru sterkar tölfræðilegar vísbendingar í þessa átt og má finna þær víða, bæði á netinu og í bókum. Ég man t.d. eftir Freakonomics.

Ég notaði trúartenginguna, því að andstöðuna við fóstureyðingar er fyrst og fremst að finna innan trúarhreyfinga, þó að ég ætli ekki að halda því fram að hún sé einskorðuð þar við.

G. Tómas Gunnarsson, 8.10.2014 kl. 04:25

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ Jón Valur, þegiðu. Þú veist ekkert um mína persónulegu reynslu eða persónulegu reynslu kvenna sem hafa verið þungaðar, talar um gleði óléttra mæðra, já ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA ÞIG MEIRA VARÐA GLEÐI OG TILFINNINGAR ÞUNGAÐRA KVENNA. Þú veist ekki rassgat um hvað þeim finnst. Þú hefur aldrei verið óléttur.

Skeggi Skaftason, 8.10.2014 kl. 08:37

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þetta segir gerviskeggur við mann, sem eignazt hefur fimm börn og í sambúð með mæðrunum báðum!

Hann getur kannski talað út frá eigin reynsluleysi, ef hann hefur aldrei átt barn sjálfur.

Svara svo Tómasi á eftir.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 14:05

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur skegglausi, þú getur agnúast út í gamla ljósmynd, það er ekki mín sök þó þér vaxi ekki grön. En hvernig væri nú að hætta að tala um prófílmyndina mína eða kennitölu eða kennitöluleysi og bara tala um MÁLEFNIÐ. Ég er nokkðu viss um ða ég hafi séð fleiri f´sotur í sónar en þú, á ýmsum stigum meðgöngu.

Hér á landi fara sem sé fram eitthvað um 1000 aðgerðir til að enda þungun, á ári hverju. Langsamlega flestar fara fram snemma á meðgöngu, 9., 10. viku eða fyrr. (Samkvæmt upplýsingum frá þér.)

Ef ég skil þig rétt þá vilt þú að þessum 1000 konum verði BANNAÐ að taka þessa ákvörðun og að þær skuli gjöra svo vel og klára sína meðgöngu og fæða börn. Og hvað svo? Þá siturðu uppi með 1000 börn á ári hverju, börn mæðra sem vildu ekki eignast börn!

Erum við bættari sem samfélag? Með konur sem fá ekki að ráða yfir eigin líkama og börn sem fæðast gegn vilja móður? Kynfrelsishugmyndir frá 19. öld?!

Allt af því þér finnst allt líf "heilagt" og talar um fóstur sem hreyfa sig. Er það allt í einu einhver siðferðislegur mælikvarði, Jón Valur? Eða leggur þú til að við hættum alfarað að deyða líf sem HREYFIR SIG. Ert þú kannski grænmetisæta, Jón skegglausi??

Skeggi Skaftason, 8.10.2014 kl. 14:57

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, hvorki er ég grænmetisæta né skegglaus, hr. Gervi-Brahms.

Svara svo öðru frá þér seinna, því að hér kemur annað:

 

.

 

Tómas fer með tómt mas hér og trúir varla

eigin hjali um órétt karla.

 

Æðst ráð þykist æstur gefa eiginkonu

um fjölda dætra og sína sonu.

 

Gengi&#39; hún svo í söfnuð þar sem siðir bjóða

fimmtán börn, hann færi&#39; að hljóða!

  

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 15:34

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

2. vísan er reyndar skýrari svona:

Öll ráð þykist æstur fela eiginkonu

um fjölda dætra og sína sonu.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 19:39

27 identicon

Þið gefið tröllinu að borða - ætlar fólki aldrei að lærast sú lexía að Jón Valur er snarbilaður og ekki hægt að rökræða við hann.

Lesið ykkur til um hvernig siðblindir menn og konur haga sér innan kirkjunnar.

http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html

&#132;Siðblindir eru menn sem hafa lífsskoðun, mannskilning og viðhorf sem leiðir til þess að þeir eru sífellt á höttunum eftir valdi. Þeir hafa óendanlega þörf til að stýra hjörtum og hugsunum annarra. Kristnir söfnuður er vettvangur þar sem þeim veitist létt að hrinda þessu valdi í framkvæmd. Siðblindir eru venjulega klárir og heillandi og þeir beita öllum sínum áhrifum og orku í valdabaráttuna"

Ræðið þessi mál endilega á lokuðum vetvangi þar sem JVJ kemst ekki með fingurna í málið og kæfir alla umræðu með eigin kjaftavaðli.

HK (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 22:18

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir að birta þessa grein læknisins, Tómas.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2014 kl. 22:45

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Mæli líka með myndinni Vera Drake, - fyrir þau sem sjá ekki hvaða hættur felast í því að banna fóstureyðingar, og taka þannig eftirlit með þeim úr höndum fagaðila og heilbrigðisþjónustu. -

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2014 kl. 22:49

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja tröllafræðingurinn, heldur að hann/hún sé orðin(n) sálfræðingur!

Væri ég að sækjast eftir valdi, af hverju gekk ég þá úr voldugasta flokknum?

Og hvar sér valds míns stað í söfnuði mínum, þar sem ég hef aldrei setið í stjórn leikmannafélagsins eða annarra félaga þar?

HulduKarlinn eða HKerlingin má svo halda áfram að fabúlera hér út í það óendanlega, þetta er greinilega góð aðferð viðkomandi til að fá útrás fyrir niðurbælda gremju í stað þess að takast á við erfiðara verkefni: að glíma við röksemdir.

Honum eða henni nægir ekki að skrifa hér í skjóli nafnleysis, heldur vill halda áfram að ræða um mig við annað laumupokafólk í lokuðu reykherbergi !

Ég læt aðra um að sálgreina svona fólk.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 23:11

31 identicon

Jón Kvöl mætt í valdabaráttuna - það vita allir hvar þú hefur pólinn - viltu ekki stíga út fyrir og gera öðru fólki á þessum umræðuþræði þann greiða að halda kjafti og leifa því að takast á með sínar röksemdir án þinnar aðkomu. Getur þú ekki rifist á einhverjum harðlínuvef trúarnöttara í USA þar sem einstefnufólk eins og þú færð að blómstra?

HK (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 23:18

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málstaður "minn" á þessari vefsíðu er ekki málstaður minn, heldur hinna valdalaustustu allra: ófæddra barna. Mikið væri feginn, ef fleiri en ég og hann Tómas Ibsen og fáeinir aðrir gerðust hér málsvarar ófæddra. "Ljúk upp munni þínum fyrir hinn mállausa, segir Ritningin (Orðskv.31.8) -- gerumst samverkamenn Guðs, að "hinir föðurlausu og kúguðu [megi] ná rétti sínum" (Sálm.10.18).

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 23:21

33 identicon

Svona aumingja andlit stoðar ekki hjá Jón Kvöl. Þú ræður ekki gerðum annarra og þaðan af síður mannréttindum fólks eins og kaþólska kirkjan gerir hvað ákafast í suður ameríku. Þú kæfir ekki hina hliðina með harðlínugalinu sem gerir alla fráhverfa þér og vilja ekkert af þér vita.

HK (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 23:25

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur,

segðu okkur, viltu í alvörunni banna aðgerðir til að enda þungun, líka á 6. til 9. viku??

Skeggi Skaftason, 8.10.2014 kl. 23:51

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

 

HK á bágt með að haga sér vel,

hæversku&#39; og siðprýði&#39; er fús til að gleyma,

stenzt ekki mátið ... (sturlun, ég tel).

Stökktu&#39; upp á nef þér, þú átt þar heima!

   

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 00:03

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skeggi, já, að sjálfsögðu á 6. til 9. viku.

Reyndu að venja þig við tilhugsunina.

Líttu á myndina hér af fótum 8 vikna fósturs 7. okt. kl. 20:32, eða ætlarðu að segja okkur, að þér þyki eðlilegt að drepa fóstrin öll sem þar eru sýnd, líka þetta 12 vikna (sjá höndina, sem er eins og hún sé að reyna að segja við þig: "Hingað og ekki lengra, skeggur!") og jafnvel miklu seinna á meðgöngunni?

Og hvernig í ósköpunum þykistu standa með konum, þegar þú tekur afstöðu með drápum á yfir 20 milljónum meyfóstra og meybarna á ári hverju í heiminum?

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 00:12

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tómas, þú hyggur trúlega að allar þessar hartnær 1000 konur myndu fara í ólöglega fósturdeyðingaraðgerð, ef "lögleg" stæði þeim ekki til boða.

En það er rangt hjá þér, eins og rannsóknir sýna.

Aðeins mjög lítill hluti þeirra myndi gera það.

Megin-áhrif lagabreytingarinnar yrði hins vegar sú, að fólk færi varlegar í kynlífi og notaði mun meira getnaðarvarnir og jafnvel ekki bara eina tegund, heldur tvær eða þrjár eða fjórar! Og þetta er lítið mál, minna mál en að skreppa út í kjörbúð að kaupa í matinn.

"Það sem Reputo bendir á, verður aldrei sannað," segirðu -- og mælir þó satt orð þar! Í reynd er málflutningur hans svipaður og nazista á sínum tíma, í þeirra "mannkynbóta"-áróðri, og þú manst líklega eftir þeim dæmum. Lítill veigur í slíkum "rökum".

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 00:21

38 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er fætur heilagir?

Á mannsfóstrum bara, eða öllum spendýrsfóstrum?

Skeggi Skaftason, 9.10.2014 kl. 08:21

39 identicon

Siðblindir reyna ávallt að tvista umræðunni eins og JVJ gerir þegar hann þykist vera húmoristi og niðra andmælanda sinn eins og oft hefur gerst þegar hann á í hlut. Ég sé bara þreyttan einangraðan leiðindapésa sem enginn nennir að hlusta á. Reyndar er hann Móri hundur nágrannans betri hagyrðingur en JVJ þegar hann situr og spangólar í tunglið eins og hann gerði í gærkvöldi. Ég sé enga siðprýðiútgeislun frá JVJ kannski er það eitthvað sem hann dreymir um að hafa

HK (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 08:45

40 Smámynd: Lífsréttur

Já, gerviskeggur, það má alveg spyrja: Eru þessar hendur heilagar? :


Fætur fósturs &#150; 12 vikum eftir getnað


Fætur fósturs &#150; 12 vikum eftir getnað

Meira hér: lifsvernd.is/about/myndir/

Ímyndaðu þér ekki, fósturdeyðingapredikai, að almenningur sé á þínu máli. En fær það fólk siðferði þess og sómakennd einhverju að ráða? --Nei, ENGU !

Lífsréttur, 9.10.2014 kl. 09:08

41 Smámynd: Lífsréttur

Eru þessir fætur heilagir?

átti vitaskuld að standa hér.

Lífsréttur, 9.10.2014 kl. 09:09

42 identicon

Meira ruglið í honum JVJ alla tíð. Maður getur rétt ímyndað sér hryllingin ef hann og hans líka ráða ríkjum. Reyndar þarf maður ekkert að ímynda sér það, hver og einn getur skoðað þau lönd sem hafa látið leiðast út í ruglið sem JVJ boðar

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 09:34

43 Smámynd: Lífsréttur

Og hvaða lönd eru það?! Fá lönd hafa haldið í ströng fósturverndarlög, því miður, og vart nema eitt sem hefur þrengt sína löggjöf mikið, og ekki er fósturverndin fyrir hendi í Bandaríkjunum.

Gervidoktorinn, sem er hvorki læknir né með doktorsgráðu, mætti hafa það hugfast, að jafnvel "löglegar" fósturdeyðingar geta leitt til dauðsfalla mæðra, fyrir utan margs konar aðrar, alvarlegar complicationir (eftirköst, sbr. t.d. HÉR), og hafa mætti hann þetta til samanburðar við þau fáu, en þungbæru tilfelli, sem mjög er haldið á lofti til réttlætingar fósturvígum, en eru í raun ekkert fleiri en þau, sem hér var getið um.

Lífsréttur, 9.10.2014 kl. 10:17

44 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfsagt myndu ekki allar af þeim 1000 konum sem þú nefnir Jón, fara í fóstureyðingu.

En ætli það yrðu mikið færri sem yrðu hugsanlega ófrjóar?  Ætli þær sem létu lífið gætu orðið fleiri?  Hvað láta margar konur lífið af völdum fóstureyðinga á sjúkrahúsum?

Það má hins vegar til sanns vegar færa að það má stórlega auka kynningu á getnaðarvörnum og gera kaup á þeim auðveldari, sérstaklega fyrir þá sem enn eru ef til vill feimnir við slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 10:20

45 identicon

Hvað er JVJ að væla um doktorsgráðu.. ekki er hann með slíka gráðu en talar alltaf eins og hann viti allt betur en allir aðrir..

Googlaðu nú þessi lönd sem hafa bannað fóstureyðingar, ástandið er miklu verra en ef þær væru leyfðar; veit ég vel að þín skoðun er að allar konur eigi að vera þvingaðar  til að ganga meö börn, þó þær séu börn sjálfar, já og jafnvel verið nauðgað..
Skoðaðu mál frá fillipseyjum, írlandi, el salvador ofl ofl ofl.. .það er hryllingurinn sem þú boðar

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 10:49

46 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jón Valur Jensson leggst alfarið gegn fóstureyðingum, og neitar að tengja það við kvenfrelsi, enda er slíkt algjör firra. Það vita það allir sem vilja, að það *eina* sem konur vilja, er að eignast börn, og bara helling af þeim. Jón Valur Jensson verður óneitanlega að teljast sérfræðingur í þessum málum, enda fæddist hann með bæði leg og leggöng, líkt og ég og kynsystur mínar.

Hann hefur því bersýnilega fengið að finna það á eigin skinni hversu ljúft það er að geta hagað sínu lífi og líkama eftir reglum og væntingum annarra, sem ekki hafa þau forréttindi að hafa þessi forboðnu og annars vandfundnu líffæri er kallast "leg" og "píka".

Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að ég og kynsystur mínar viljum ólmar að þessi ágæti transmaður verði talsmaður okkar hinna í þessum málum, enda erum við bara vitlausar konur sem vitum ekki hvað er okkur sjálfum fyrir bestu. Það vantar fleiri menn, eins og þennan Jón Val Jensson; leiðtogahæfileikar hans eru svo áberandi, og sjarmi hans er svo bjartur, að konur eins og ég hreinlega kikna í hnjánum. Bara hreinlega ræð ekki við mig. Fjölgun verður að eiga sér stað, núna.

Það er algjör sóun á góðri píku, og fullkomnlega heilbrigðu legi, að hvortveggja sé ekki nýtt í taumlausa mannsfjölgun.

Jón Valur Jensson veit það best, og ykkur væri nær að hlusta, að ef að fóstureyðingar yrðu bannfærðar, myndu konur alfarið hætta að fara í fóstureyðingar. Það segir sig sjálft, að í þjóðfélagi sem afneitar öfgafeminískum- og falsk-kvenfrelsis gildum vita konur upp á hár hver þeirra staður og tilgangur er, og taka hvorutveggja fagnandi.

Það er auðvitað bara í besta falli reginn misskilningur, og í versta falli glæpsamleg heimska, að halda að konur fari frekar í ólöglegar fóstureyðingar. Það er ekki eins og þær séu hættulegar. Þessir læknar sem framkvæma þessar fóstureyðingar í dag eru auðvitað bara stórhættulegir skottulæknar sem stunda það að taka þessar helvítis druslur, sem sváfu hjá utan hjónabands og urðu óléttar, úr sambandi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.10.2014 kl. 12:34

47 identicon

Enn bendi ég á þessa vefslóð http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html til ykkar sem ættuð að hætta að sóa orku ykkar í að rífast við trúarnöttara. Eins og Ingibjörg kom hér inn á að ofan - þá er valdafíkn siðblindra trúarnöttara ómæld. Eins og dæmin sanna í rómönsku ameríku þá eru trúarnöttaranir í aðstöðu sem gerir þá hættulega almenningi.

HK (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 12:55

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í viðtalinu í Vísi 11.2. 1978 við dr. Gunnlaug Snædal, prófessor og yfirlækni fæðingardeildar Landspítalans, er hann spurður:

"Hvaða hættur eru helst fylgifiskar þessarar aðgerðar?"

Svar hans er hér (feitletrun mín, JVJ):

"Það geta komið ýmis eftirköst eftir svona aðgerð, en bólguhættan er aðalatriðið, því hún getur valdið ófrjósemi.

Ungar stúlkur hugsa ekki alltaf fyrir framtíðinni og stundum sjá þær mjög eftir því. Hættan á bólgum er meiri hjá ungum stúlkum, sem ekki hafa átt börn og þær eru okkar vandamál. Þessi hætta er þvi minni sem aðgerðin er framkvæmd fyrr á meðgöngutimanum og þvi höfum við haldið okkur við 12 vikurnar.

Einstaka konur fá miklar blæðingar og það hefur komið fyrir, að þurft hefur að taka leg úr ungri stúlku, þar sem ekki var hægt að stöðva blæðingarnar á annan hátt.

Nú svo koma alltaf fyrir dauðsföll. Erlendis er reiknað með einu slíku tilfelli af hverjum þúsund fóstureyðingum. Þetta hefur þó ekki hent hér á landi siðan fyrir daga penisillínsins."

Undir millifyrirsögn: Nógu sárt fyrir þær sem í því lenda, bættir dr. Gunnlaugur við í beinu famhaldi:

"Deildin er að vinna núna að samantekt á tölum um eftirköst, en þær liggja ekki fyrir ennþá. Það er því erfitt að nefna, hversu algengt er að ófrjósemi leiði af fóstureyðingum, en ég býst við að um 5-10% þeirra sem ekki hafa fætt áður verði ófrjóar og 2-5% hinna.

Ég vil ekki hræða neinn með þessu, en þetta er naktar staðreyndir og þótt þessi eftirköst teljist ef til vill ekki mjög algeng, þá er það nógu sárt fyrir þær sem í þessu lenda.

Svo eru ýmis minni háttar eftirköst einnig til. Þar á meðal má nefna sálræn eftirköst, sem geta oft orðið töluverð.

Sumar konur sjá eftir að hafa látið framkvæma fóstureyðinguna og fyrir kemur að áföll seinna í lífinu eru túlkuð sem hefnd frá forsjóninni.

Annars er mín "lífsfílósófía" sú, að ég lít á vandamál konu, sem sækir um fóstureyðingu sem hvert annað vandamál, sem þarf að leysa. Oft finnst mér rökin vera fyrir hendi, en stundum er ég sannfærður um það gagnstæða. Vilji konunnar vegur þó þyngst á metunum.

Eftirköstin eru slæm, þegar þau verða, en með góðum lyfjum og aðstæðum er hægt að halda þeim niðri."

Þarna fá menn þessar upplýsingar og sjá ennfremur praxísinn og þá viðhorf þá hjá sjálfum yfirlækninum.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 16:39

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ennfremur praxísinn og ríkjandi viðhorf þá ...

Þannig átti þetta innlegg mitt að enda.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 16:41

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég feitletraði hér þau orð, sem svara fyrirspurn Tómsar hér í morgun kl. 10:20.

Rúmlega 30.000 fósturvígsaðgerðir hafa nú verið framkvæmdar hér á landi frá setningu ólaganna nr. 25/1975. Samkvæmt líkindatölunum erlendu, sem Gunnlaugur vísar til, ættu þá jafnvel 30 konur að hafa látið lífið í þessum "löglegu" aðgerðum hingað til.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 16:45

51 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er því sem næst 40 ára gamalt viðtal Jón Valur.  Hefur ekkert gerst síðan?

Hver eru raunverulegar tölur um dauðsföll á framkvæmdar fóstureyðingar á Íslandi?  Þó sem virðist lifa og hrærast í þessu, ættir að hafa þær, eða hvað?

Ég viðurkenni það fúslega að ég hef þær ekki?  En ég tek ekki mark á rökum eins "ættu að hafa látist".

En hvað heldurðu að margar konur í gegnum tíðina hafi látist eftir "bakhúsa" fóstureyðingar?

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 16:58

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viðtalið er rúmlega 36 ára. Þú virðist reiða þig á það, að eitthvað mikið hafi gerzt í þessum efnum síðan 1978, hvað varðar eftirköst fósturvígsaðgerða eins og ófrjósemi og dauðsföll mæðranna, en á þessum tíma voru þær aðgerðir komnar á fastan fót hér og vitaskuld allt gert til að þær væru ekki síður "öruggar" en í nágrannalöndunum, enda hef ég ekki heyrt annað. Um verulegar breytingar á "gæðum" þeirra aðgerða er þér í raun jafn-ókunnugt og mér.

"Bakhúsa"-fóstureyðingar í þróuðum löndum hafa yfirleitt farið fram af hálfu lækna, sem vanda sig ekki síður við þær en hinar "löglegu", enda þungar refsingar við þeim ólöglegu víða, ef upp kemst.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 17:11

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að mér þykir mikill frjálshyggjumanns-keimur af skrifum þínum um þetta mál og um ríkisstyrk til félaga, Tómas, þá vil ég benda þér á að lesa það, sem dr. Hannes H. Gissurarson hefur ritað um fóstureyðingar.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 17:13

54 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hafa orðið gríðarlegar framfarir á að segja má öllum sviðum læknavísinda á síðustu 36 árum.  Því getur engin neitað.

Það er fjöldinn allur af ófaglærðu fólki sem hefur lagt stund á fóstureyðingar í gegnum tíðina og gerir enn.

Hannes ágætis maður, egnir upp stjórnlyndiskommana (sem þú að hluta til fellur undir að mínu mati), sem er auðvitað þarf verk,  en er svo sem ekki neinn sem ég tek meira mark á en hverjum öðrum.

Margir þeir sem telja sig frjálshyggjmenn og þeir sem Íslendingar tala um sem frjálshyggjumenn, eru auðvitað ekkert annað en kristilegir íhaldsmenn, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 17:22

55 identicon

HHGISS er ekki mælisteinn hægrimanna né að hann sé heilagur andi þótt hann hafi haft skoðun á fóstureyðingum. Í einu suðurameríku ríkjanna þorði bakhúsalæknir ekki að aðstoða konu með utanlegsfóstur og þaðan af síður framhúslæknir. Á endanum var kvöl konunnar orðin svo mikil að skottulæknir tók hana að sér og drap hana með aðgerðum sínum. Siðblindan er alger hjá trúarnötturunum sem njóta þess að fara með vald sem þeir hafa ekki skilning á hvað þá að þeir valdi þeirri ábyrgð. Trúarnöttararnir í Nikaragua hafa alltof mikið vald. Þeir sjá til þess að konur deyi sem þolendur trúarbragða, stjórnmála og valda. Ugglaust getur hinn vitri HHGISS ásamt þér JVJ skriað margra metra lesmál sem réttlætir slíka meðferð á konunni og borðið lof á trúarnöttarana og stjórnmálamenn þar í landi fyrir vasklega framgöngu á einu stigi tvískinnungsháttarins.

HK (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 17:33

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Tómas, það er alveg rétt hjá þér, að ekki þarftu að taka meira mark á dr. Hannesi en hverjum öðrum, en viltu ekki byrja á því að kynna þér rök hans? (þar sem frjálshyggjan kemur m.a. við sögu).

Og ekki tjóar það fyrir HulduKarl eða HKerlu að benda á einstakt dæmi (sem mætti nú vera betur tilfært hér með tilvísun í heimild), því að það deyja líka konur (margar) í öðrum löndum Ameríku vegna "löglegra" fósturdeyðinga.

Þar að auki þarf HulduKarl eða HKerla ekki að óttast, að tekin vrði hér upp lög sem banna fóstureyðingu í því tilfelli, að líf konu lægi við, enda komu ólögin frá 1975 ekki með ákvæði um slíkt sem nýbreytni, því að þess háttar ákvæði hafði þá verið í lögum hér í 40 ár.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 18:42

57 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef margt þarfara með tíma minn að gera heldur en að elta uppi rök HHG um fóstureyðingar.

Ég hef í raun myndað mér mína eigin skoðun á þeim, og hvorki þín rök eða HHG munu breyta þar miklu um.

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 18:46

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú, allt í einu ertu orðinn svona rökheldur!!

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 18:58

59 identicon

"Løvås telur að sá siðblindi búi sér oft til einfalt guðfræðikerfi með aragrúa af ósveigjanlegum reglum. &#132;Því neyðir hann svo upp á fólk og krefst óskoraðrar hlýðni undir því yfirskini að hann haldi trúna við bókstafinn, rétta guðfræði og rétt lögmál. Af því að valdinu stafar af honum veldur hann ótta og hann brýtur andstöðu á bak aftur. Þeim sem hann nær á vald sitt finnst að mótmæli jafngildi því að þeir séu á móti sjálfum Guði almáttugum"

Frekjutaktar og yfirgangur JVJ speglast þarna ef fólk hefur fylgst nægilega lengi með skrifum hans og atferli gagnvart því fólki og málefnum sem honum hugnast ekki. Að lesa sig til um siðblindu er afar holl lesning fyrir alla og sérstaklega þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á slíkum einstaklingum

Heimild; http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html

HK (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 19:12

60 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í þessu máli (og reyndar mörgum öðrum) er það nokkuð svo, enda man ég ekki eftir því að hafa heyrt mikið af nýjum rökum í þessu.  

En það er vissulega nóg um að hjakkast sé á þeim gömlu.

En ég fell ekki svo glatt fyrir stjórnlyndisrökunum, ekki í þessu máli frekar en öðrum.

Vissulega kann ég að hafa mildast með árunum, jafnvel farið að örla á íhaldssemi, en kristilegur verð ég aldrei.

G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2014 kl. 19:18

61 identicon

Tölfræðin samkvæmt læknablöðunum Lancet og Annals of Internal Medicine segja það að dánartíðni fóstureyðinga í dag er um 0,6 dauðsföll á hverjar 100.000 aðgerðir. Til samanburðar þá er dánartíðni vegna fæðinga í vesturlöndum um 8,8 á hverjar 100.000 fæðingar.

.

Það er búið að þróa þetta svið læknisfræðinar ógurlega. Meirihluti fóstureyðinga er gerð í gegnum lyf en ekki aðgerðir. Þær aðgerðir sem eru gerðar eru í dag mun öruggari þar sem aðferðinn sem var notuð, skröpun innan í legi, er ekki lengur við líði nema á þeim stöðum í heiminum þar sem búnaðurinn er ófáanlegur vegna fátæktar.

Líkunar á því að verða ófrjó í nútíma aðgerð eru í litlar. Ófrjósemi verður annarsvegar vegna sýkingar eða skaða á legi eða legopi. Sýkingar eru að staðaldri hindraðar í dag með sýklalyfjum fyrir aðgerðir og konur eiga víst sömu líkunar á að lenda í skaða á legi og legopi í staðlaðri skoðun hjá kvennsjúkdómalækni, skaðan er einnig hægt að gera við eftir á í flestum tilfellum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 22:37

62 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þessar tölulegu upplýsingar Elfar. 

Þær eru nauðsynlegar í umræðuna og einmitt það sem gerir netumræðu skemmtilega og gagnlega þegar upplýsingar koma úr mörgum áttum.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 04:14

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tómas gerir ekki rétt í að treysta þessu innleggi Elfars hráu eins og það leggur sig. Ekki eru heimildir tilgreindar nákvæmlega (ár, bindi, bls.tal) né hvort svarað hafi verið (eins og algengt er í The Lancet) fullyrðingum í þessa átt af öðrum fagmönnum. En ég mun bera þetta undir erlenda sérfræðinga.

Okkur virðist líka ætlað það hér að taka Elfar bókstaflega um það, hvernig niðurstöðurnar hafi hljóðað, og um aðra hluti í innlegginu. Þá mætti ennfremur ætla á orðalaginu, að Elfar sé sjálfur sérfróður á viðkomandi sviði. Það þarf þó ekki að vera. Sé nafn hans gúglað koma ýmsar niðurstöður, og virðast einhverjar þeirra hafa tengsl við Landspítalann, og ekki er ólíklegt, að hann sé læknanemi, en kannski allt eins starfandi við tölvumál á spítalanum. Aldur hans sést af því, að veturinn 1985 var hann nemandi í 10. bekk Tjarnarskóla,* sem sé fæddur 1984. Hann mundi gera rétt í því að upplýsa um, hvort hann hafi &#39;credentials&#39; á þessu sviði eða hverjir þeir séu.

Menn gæti þess, að ábyrgðarmönnum kvennadeildar Landspítalans er trúlega lítt um það gefið, að óþægilegar upplýsingar um ófrjósemi og dauðsföll kvenna vegna fósturvígsaðgerða komist í hámæli, og spurning er um það beinlínis, hvort slíkum upplýsingum hafi verið haldið leyndum. Í viðtalinu við dr. Gunnlaug Snædal (sjá innlegg mitt hér í gær kl. 16:39**) segir hann m.a.: "Deildin er að vinna núna að samantekt á tölum um eftirköst, en þær liggja ekki fyrir ennþá." &#150;&#150;En ekki veit ég til, að slíkar niðurstöður hafi nokkurn tímann verið birtar í Heilbrigðistíðindum, Læknablaðinu eða annars staðar (t.d. í útgefnum skýrslum landlæknis um fóstureyðingar, í bókarformi), og þegar gúglað er: "Heilbrigðisskýrslur "eftirköst fóstureyðinga"" eða "Læknablaðið "eftirköst fóstureyðinga"" koma engar beinar niðurstöður. Hvað veldur þessari (ætluðu) þögn um eftirköstin?

* http://www.mbl.is/greinasafn/grein/182608/

** Heimildin, þ.e.a.s. viðtalið sjálft við dr. Gunnlaug og fleiri, m.a. Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur, er hér á Timarit.is: timarit.is/view_page_init.jsp?issId=248163&pageId=3371719&lang=is&q=Sn%E6dal

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 13:22

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá er þessa klausu ennfremur að finna í tilvísaðri samantekt dagblaðsins Vísis 11. febrúar 1978, bls. 6, þ.e. í viðtalinu við Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur:

"Mikil áhætta

"Svo verðum við líka að taka tillit til þeirrar áhættu sem felst í fóstureyðingu. Kanadískur yfirlæknir, dr. Edward Harkins, skrifaði fyrir nokkru grein í tímaritið Toronto General Monitor þar sem hann undirstrikar að fóstureyðingar geti verið mjög hættulegar og telur hann ástæðu til að vara almenning við þeirri hættu.

Auk þess að alltaf geti orðið dauðsföll af völdum fóstureyðinga, getur hann þess að um 1/3 allra þeirra táninga, sem gangist undir þessa aðgerð, verði ófrjóir. I þessu sambandi ber þess að geta, að sennilega er þessi tala tiltölulega há í Kanada, þar sem fóstureyðingar eru leyfðar allt að 16. viku meðgöngu. Hér er aftur á móti miðað við að aðgerðin fari fram áður en 12 vikur eru liðnar af meðgöngutímanum og vitað er að áhættan eykst mjög eftir því sem lengra líður á meðgönguna."

-- Við þetta vil ég bæta: Vafalaust hafa orðið einhverjar framfarir á þessu sviði síðan þá, en vera má einmitt, að þau eftirköst, sem fæðingadeild, síðar kvennadeild, Landspítalans hafi haft um ófrjósemis-eftirköst fósturvígsaðgerða (án þess að upplýsa um þær opinberlega) hafi leitt þar til strangari öryggiskrafna.

En þegar nú heyrist (kannski óstaðfest), að meðgöngutími skjólstæðinganna (þ.e. við aðgerðina) hafi á síðari árum tilhneigingu til að færast upp á við, að 14 vikum, þá mættum við hafa orð Huldu hér ofar hugföst: "áhættan eykst mjög eftir því sem lengra líður á meðgönguna."

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 13:41

65 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mér sýndist það sem Elfar sagði hljóma ágætlega trúlega miðað við annað sem ég hef heyrt í gegnum tíðina, án þess að ég hafi heimildir fyrir því.

Skelfilega finnst mér þú gera þig ómerkilegan Jón Valur, með því að "hjóla svona í manninn" eins og þú gerir hér.

Skiptir mestu máli hver maðurinn er?

Þú virkar svona eins og karakter sem hefði kunnað vel við sig vinnandi hjá Stasi.

En ég hef ekki mikinn tíma til þess að grúska í þessu, en "gúgglaði" þó örlítið. Fann þessar upplýsingar frá Bandaríkjunum, sem í fljótu bragði virðast styðja það sem Elfar sagði.

Hér eru svo tölulegar upplýsingar frá WHO sem ég rakst á við sömu leit, um "bakhúsa" fóstureyðingar.  Athyglisvert kort þar með.

Sést að "bakhúsa" fóstureyðingar eru auðvitað algengastar þar sem fáfræðin, eymdin, trúarofstæki og annað slíkt er algengast.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 13:43

66 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég spyr spurninga, geng eftir svörum, er það ekki ósköp eðlilegt? Gæti ekki verið, að svör hans myndu fremur styrkja hans trúverðugleik fremur en hitt? Og ég kippi mér ekki upp við þitt STASI-hjal.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 13:56

67 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Stasi mennirnir gerðu það ekki heldur.  Þar til múrinn þeirra hrundi.

Persónulega finnst mér það einfaldlega bera vott um brenglað hugarfar, þegar farið er að blanda í því inn í umræðuna að hann hafi verið í 10nda bekk hér eða þar.

En það lifir hver sínu lífi.

Snýst allt þitt mál um greinar frá 8nda áratug síðustu aldar?

Það er kominn tími til að fara úr útsniðnu buxunum, og tala um það sem er að gerast í dag.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 14:07

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, vitaskuld snýst ekki allt mitt mál um greinar frá 8. áratug síðustu aldar.

Gættu þess hins vegar, að núverandi heilbrigðiskröfur og aðgerða-öryggi er ekki endilega það sama og var hér á árabilinu 1975-2000. Það á enn eftir að upplýsast, hve marar konur í raun hafa orðið ófrjóar vegna "löglegra" fósturdeyðinga hér á Íslandi. You can&#39;t undo those complications afterwards með því einu að segja, að ástandið sé líklega mun skárra nú.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 14:18

69 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ísland stendur almennt séð mjög vel á heilbrigðisviðinu, þó að vissulega sé Landspítalinn í vandræðum.

Ísland er t.d. með mjög athyglisverðan árangur í ungbarnadauða.  Þar standa Íslendingar mjög framarlega og eru til fyrirmyndar.

Er einhver ástæða til annars en að ætla að Íslendingar séu í það minnst á pari við aðrar vestrænar þjóðir í hvað varða öryggi við fóstureyðingar?

Hvað skyldu margar konur hafa orðið ófrójar við "bakhúsa" fóstureyðingar, skoðaðu kortið frá WHO Jón Valur, viltu færa Ísland, eða önnur lönd yfir á svæðin þar sem "bakhúsa" fóstureyðingarnar fara fram?

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 14:28

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerir þú þér grein fyrir því, hvílík fækkun "óvelkominna" þungana yrði, ef fósturdeyðinga-aðgerðir af félagslegum ástæðum yrðu bannaðar?

Og hefurðu nokkra hugmynd um, hve margar eða fáar konur með "óvelkomna" þungun myndu fara til skottulæknis eða lærðs læknis, ef þær fengju ekki sína ókeypis afgreiðslu hér í kerfinu?

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 14:41

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margar þessara kvenna eru EKKI ábyrgar í sínu kynlífi.

Þær yrðu það miklu fremur, ef hér giltu ströng lög í þessu efni, þá yrðu þær sér skjótt meðvitaðar um þau ströngu lög og myndu fremur nota getnaðarvarnir og varast kynlíf (vilji þær ekki eignast börn) á hinu mjög svo stutta tímabili tíðahringsins sem þær eru frjóar.

"Gúgga" nokkur ritar í Velvakanda Mbl. í gær:

"Mig langar til að leggja orð í belg varðandi fóstureyðingar. Það kom fram í umræðu um þessi mál að konur láta gjarnan eyða fóstrum oftar en einu sinni. Ég vil beina þeirri spurningu til kvenna og þá aðallega til femínista að fyrst konur hafa eða vilja hafa svona mikið vald yfir líkama sínum geta þær þá ekki líka stjórnað því hvenær eða hvort þær verða ófrískar? Eru þær farnar að nota fóstureyðingar eins og pilluna? Hvað segja of önnum kafnir læknar okkar? Alltaf tilbúnir í slaginn? Ætla þeir að framkvæma fóstureyðingar og kannski láta þær ganga fyrir þegar og ef þeir fara í verkfall? Við femínista vil ég segja: Það er dálítið lengra í að þið takið við hlutverki Guðs almáttugs og stjórnið heiminum."

Undir þetta má taka.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 14:49

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvaða réttlæti er í því, að lífsverndarsinnar borgi fyrir "fría" fósturdeyðingu annarra, jafnvel vellríkra? Þó að þessu yrði breytt í þá átt, að fólk borgaði sjálft, þó ekki væri nema helminginn í kostnaðinum við aðgerðina og allt í kringum hana, þá er ég sannfærður um, að það myndi draga verulega úr "óvelkomnum" þungunum og stórlega úr fósturdeyðingum.

Hvað segir meintur frjálshyggjumaður við því? Eða vill hann, að þessar aðgerðir verði áfram ókeypis, á sama tíma og Íslendingar eru farnir að borga verulega hludeild í ýmsum öðrum aðgerðum?

Þetta reynir kannski á siðferðis- eða hagsmunastöðu þína og meinta frjálshyggju?

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 14:57

73 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að lifa "ábyrgu" lífi þvælist fyrir mörgum. En ég er viss um að margir myndu vilja styðja þig í því að kynna getnaðarvarnir og ef til vill dreifa þeim til margra sem lifa "óábyrgu kynlífi", svo sem unglinga.

Ég man ekki betur en að ég læsi um að unglingar væru að tala um að það þyrfti t.d. smokkasjálfsala á salerni fyrir eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla.  

Það er eitthvað sem þú gætir tekið upp á þína arma.

Auðvitað má alltaf deila um hvað ríkið á að greiða mikinn hluta af læknis og sjúkrahússkostnaði.

Ég persónulega held að það megi almennt séð auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga víða.  Reyna jafnframt að koma á ýmsan hátt til móts við þá sem efnaminni eru.

En ég sé enga ástæðu til þess að taka fóstureyðingar þar sérstaklega út úr.

Ég sé heldur ekki ástæðu til þess að taka þá sem reykja sérstaklega út úr, eða þá sem detta af hestbaki, eða slasa sig í íþróttum, þó að vissulega megi færa fyrir því rök, að það sé nokkurs konar "sjálfsskaparvíti".

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 15:20

74 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Perónulega hefði ég líklega glaður lagt það fé sem ég var neyddur til að borga í "sóknargjald", verandi ekki í neinni sókn, í "fóstureyðingarsjóð", ef mér  hefði verið boðinn þá kostur á meðan ég bjó á Íslandi.

Fóstureyðingar gera að minni hyggju mun meira gagn en þær kirkjur sem starfa á Íslandi.

En taktu eftir því að það er mín persónulega skoðun.  

Því kirkjur og trúarbrögð mega missa mín, hvað mig snertir, ég vil frekar gefa konum möguleika á fóstureyðingum.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 15:25

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er fróðlegt að sjá afstöðu þína hér, Tómas!

Ekki er nú líklegt að þú sannfærir þjóðkirkjufólk með þessum hætti !

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 15:41

76 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og þú veizt væntanlega er Þjóðkirkjan andvíg fósturdeyðingum.

Alvarlegt hliðarspor Agnesar biskups í því efni (eða öllu heldur stökk hennar afturábak) er einfaldlega agavandamál hennar og á engan hátt bindandi fyrir kirkjuna, eins og hins vegar samþykktir Kirkjuþings og Prestastefnu voru og eru í þessu máli.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 15:46

77 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur segir:

Margar þessara kvenna eru EKKI ábyrgar í sínu kynlífi. Þær yrðu það miklu fremur, ef hér giltu ströng lög í þessu efni, þá yrðu þær sér skjótt meðvitaðar um þau ströngu lög ...

Ég bara ... vá! Jón lýsir hér berum orðum hvernig hann vill stýra hegðun og samskiptum fólks með einhvers konar siðalögreglu og valdboði! Ja það er ekki skrýtið að maðurinn er kaþólskur!

Gerir þú þér grein fyrir því, hvílík fækkun "óvelkominna" þungana yrði, ef fósturdeyðinga-aðgerðir af félagslegum ástæðum yrðu bannaðar?

eehhh... af því óvelkomnar þunganir þekkjast ekki í löndum þar sem fóstureyðingar eru ekki leyfðar, eins og t.d. í Írlandi? Jón vill kannski fara sömu leið og Írar fóru á 20. öld með óvelkomnar þunganir og óvelkomnar fæðingar??

Skeggi Skaftason, 10.10.2014 kl. 15:48

78 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hegðun og samskiptum fólks er vissulega stýrt, jafnvel af "frjálslyndum flokkum", hvað þá vinstri flokkum, með ýmiss konar löggjöf og reglum og ekkert óeðlilegt við það, að óæskilegum hlutum sé fækkað sem mest -- eða er Gervi-Brahms ekki á því, að fósturdeyðing sé í sjálfri sér (all-)óæskileg? Og er hann kannski almennt andvígur "valdboði"? Hver eru rökin fyrir slíkri afstöðu? Telur hann sig kannski hafa hnefarétt til að meiða samborgara sína? Ef valdboð er yfirhöfuð siðferðislega eðlilegt, þá er það ekki hvað sízt til að vernda líf og limi manneskja. Og fóstrið er mannlegt líf, jafnvel hinn stæriláti gerviskeggur var eitt sinn á því lífsskeiði. Hafði mamma hans einokunarvald til að láta hann lifa eða deyja?

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 15:56

79 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekki að reyna að sannfæra "Þjóðkirkjufólk", eða neina aðra um eitt eða neitt.

Það sem ég vil helst af öllu er það "Þjóðkirkjufólk", láti mig sem aðra í friði og heimti ekki að aðrir greiði fyrir áhugamál þess.

Ég tjái mínar skoðanir, mér er algerlega að meinalausu hvort að aðrir einstaklingar eru sammála mér eður ei.

Ég, ólíkt þér, hef engan áhuga á því að stjórna öðrum einstaklingum eða hegðun þeirra með valdboði.  Slíkt stjórnlyndi er mér ekki að skapi.

Slíkur sósial/kommúnismi er ekki eitthvað sem mér hugnast.

Eins og ég sagði við þig áðan Jón Valur, skoðaðu kortið frá WHO, líttu á hvað er að gerast.  Hvaða lit viltu að Ísland (eða önnur ríki) hafi á kortinu?

Leyfum konum að velja, það er öllum frjálst að reyna að hafa áhrif þar á. 

En beitum ekki lagalegum þvingunum.  Reynum ekki að stjórna lífi annara.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 16:01

80 identicon

Þetta er allt honum Gudda að kenna, hann hleður  "byssurnar" vitiandi það að fóstrum verður eytt.
Rétt eins og þegar hann lét Adam og Evu ein eftir í aldingarðinum vitandi það að snákurinn/satan, sem Guddi skapaði einnig, myndi plata þau og orsaka ómældar hörmungar...
JVJ tilbiður þennan .. hvað skal segja, vitleysing

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 16:01

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

NEI, ég vil ekki fara sömu leið og Írar fóru á 20. öld í mörgum tilfellum með óvelkomnar fæðingar, þ.e.a.s. eins illa og fór með mörg tilfelli munaðarleysingjahæla írskra nunnureglna, þar sem vanhæfi umsjónarkvennanna virðist hafa verið mjög verulegt og aðbúðin slæm -- og jafnvel greftrun barna, sem dóu þar, ekki fólki sæmandi.

En Gerviskeggur sannar ekki með þessu móti, að unnt væri að draga gífurlega úr fósturdeyðingum hér á landi með strangri löggjöf. Bein afleiðing yrði FÆKKUN "óvelkominna" ÞUNGANA og nokkur fjölgun fæðinga (og ekki veitir af; ríkið á meiri hagsmuni af fæðingum barna hér heldur en deyðingu þeirra og mætti því veita fyrrnefnda verkefninu sitt lið í stað þess að eyða hundruðum milljóna króna í að útrýma ófæddum).

Og þá er á það bendandi, að hér eru afar langir biðlistar fólks, sem vill ættleiða börn og veita þeim hina beztu umhyggju. Af hverju vill Gerviskeggur taka þann valkost frá því fólki, að það fái börn, sem nýorðnar sængurkonur (bágstaddar eða ekki bágstaddar) vilja síður ala upp sjálfar?

Einnig á kostur fóstrunar að standa fólki til boða, án þess að svipta kynmæðurnar (og jafnvel feðurna) rétti til að umgangast þau svolítið á lífsferlinum, þar til þau ráða sér sjálf.

En vissulega myndu sumir læknar missa spón úr aski sínum, ef tekjur þeirra vegna fósturvígs-aðgerða* drægjust verulega saman.

* Ég nota oft orðið &#39;fósturvíg&#39;, eins og gert var í Heilbrigðisskýrslum í marga áratugi, þ.e. í ensku þýðingunum þar: talað um &#39;foeticide&#39; og &#39;according to the Foeticide act&#39;, en foeticide (lat. foeticidum) er fósturvíg, fósturdráp (sbr. parricide: föðurdráp, fratricide: bróðurmorð, genocide: þjóðarmorð og suicide: sjálfsvíg). &#39;Víg&#39; er í sjálfu sér ekkert upphrópunarorð miðað við önnur, sem hægt væri að nota.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 16:15

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa:

"En Gerviskeggur afsannar ekki með þessu móti, að unnt væri að draga gífurlega úr fósturdeyðingum ... o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 16:18

83 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er þitt vandamál, Tómas, að telja RANGT að beita lagalegum þvingunum og stjórna í sumum atriðum lífi annarra. Meirihluti mannkyns er ekki sammála þér. Það þurfa að vera lög ggn manndrápum og stórglæpum, það er nauðsyn til að hvert ríki sé með fangelsi og refsi a.m.k. fyrir stórglæpi, en noti líka lög til að beina hegðun fólks á mjúklegri hátt á réttar brautir, m.a. með umferðarlögum og lögum gegn mannorðsníði (gervidoktorinn getur tekið það til sín).

Til þess eru stjórnmálamenn kjörnir : til að stjórna, ekki til að stjórna ekki. En þar sem þeir mögulega geta komið því við að stjórna mjúklega fremur en með harðri hendi, þar tel ég vel farið. En það á ekki að kosta okkar minnstu bræður lífið vegna eftirlátssemi stjórnmálamanna við fámenna, ljúgandi þrýstihópa og hagsmunaaðila, eins og gerðist fyrir lagasetninguna 1975.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 16:26

84 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það þurfa auðvitað að vera til grunnlög, um það eru svo gott sem allir sammála.

En lög um fóstureyðingar falla þar ekki undir, um það eru líka flestir þokkalega frjálslyndir og skynsamir menn sammála.  Það er mitt álit.

Þú ert enn í útsniðnu buxunum og á áttunda áratugnum, við því er líklega ekkert hægt að segja.

Ertu að hugsa um að taka upp áskorunina sem ég beindi til þín hér að ofan, um að stórauka framboð á getnaðarvörnum í efstu bekkum grunnskóla og framhaldsskólum?  Það væri vissulega þarft verk.

Það hafa margir í gegnum tíðina verið þeirrar skoðunar að þeir þurfi að hafa vit fyrir almenningi, ekki síst í siðferðislegum álitamálum.

Slíkt hefur að öllu jöfnu ekki endað vel.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2014 kl. 16:46

85 identicon

Látið ekki JVJ flæka ykkur í hringi - ég skil ekki þessa sjálfseyðingarhvöt í ykkur og öðru fólki að nenna að þrasa við trúarnöttarann sem hlustar einungis á eigin rödd og engra annarra.

HK (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 17:12

86 Smámynd: Skeggi Skaftason

Munurinn á mér og STASI-Jóni er að Jón veit ekki um hvað hann talar. Ég hef séð oftar en einu sinni, með eigin augum, lifandi fóstur í sónar. Ég veit hvað ég tala um. Jón er bara kjaftaskur sem finnur myndir á internetinu.

STASI-Jón, ég veit að þú ert búinn að búa þér til þá skoðun að ÖLL fóstur (líka á 1-9. viku) sé "mannverur" og heilagt líf, og alveg sérstaklega ef fóstrin hafa útlimi sem hreyfast.

Fóstur - sérstaklega á þessum tíma meðgöngu, fyrsta fjórðungi - eru FYRST OG FREMST HLUTI ANNARRAR MANNESKJU!. Um það er meirilhuti fólks í ALLRI VESTUR-EVRÓPU sammála um. Þú vilt frekar miða við almenningsálit í íhaldsríkjum eins og íhaldssömum kimum Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu, en þeirra skoðun er ekkert réttari.

Og enn og aftur spyr ég þig, STASI-Jón, hefur þú ekki oft lagt þér til kjöt af lífverum, sem höfðu útlimi sem hreyfðust? Hvernig samræmist það þínu útlima-heilagleikatali?

Skeggi Skaftason, 10.10.2014 kl. 17:48

87 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef líka séð lifandi fóstur í sónar, Gervi-Brahms, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar

Óvísindalegu tali hans um fóstrið sem "hluta annarrar manneskju" svara ég kannski á eftir, rétt eins og Tómasi.

Svo er fráleitt af þeim skeggjaða að leggja mannát að jöfnu við kjötát almennt, en þetta sýnir kannski, hve örvæntingarfull málsvörn hans er orðin.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 18:37

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar "Skeggi" vísar hér ábúðarmikill og brahmslega útlítandi til reynslu sinnar af því að hafa séð fóstur í sónar (þar sem það sést reyndar ekkert óskaplega vel) og lítur bersýnilega á það og upplifun sína sem einhvers konar &#39;röksemd&#39; í þessu máli, hvers vegna ættum við þá að taka það sem góða og gilda röksemd, þegar við vitum ekki einu sinni, hver maðurinn er og hvort hann hafi yfirleitt stigið fæti inn á kvennadeild Lsp.? Þetta gætu allt eins verið uppspunnin orð einhvers gervibloggara!

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 18:42

89 Smámynd: Skeggi Skaftason

STASI-Jón,

Svo þú viðurkennir að leggur þér til munns spendýr sem hafa geta hreyft útlimi sína í lifanda lífi? Og eru svo drepin til að fullnægja græðgi þinni. En samt notarðu það sem mikilvæga röksemd gegn fóstureyðingum, að fóstur komin áleiðis í fósturþroska hafi útlimi, og póstar hér einhverjum helling af myndum af útlimum. Viltu ekki sýna okkur myndir af útlimum af fóstrum þeirra dýra sem þú lætur drepa til að éta þér til ánægju.

Það er þannig að fóstur myndast í móðurkviði. Þú sem miðaldra guðfræðilærður kall áttar þig kannski ekki á því. Þess vegna tala ég um fóstur, ekki síst á fyrsta fjórðung þungunar, sem hluta af líkama konunnar, sem þér kemur ekki rassgat við.

Eins og glögglega hefur komið fram eru kannski góðar og gildar ástæður fyrir því að sumir hér á Moggabloggi vilji ekki að njósnarar eins og þú, STASI-Jón, séu að blanda PERSÓNU manns í umræðurnar, og draga fram hvar hver hafi verið hvar og hvenær í 10. bekk o.sfr.

Við ættum þá miklu frekar að ræða þína persónu, þegar þú hékkst á börum bæjarins hér fyrir 30 árum, sjarmatröllið, daðrandi við ungar stúlkur. Þú vildir kannski fræða þær um fóstureyðingar?

Eða eigum við að ræða málefnið? Ég spyr þig. Að gefnu tilefni.

Skeggi Skaftason, 10.10.2014 kl. 19:16

90 identicon

Það er fúlt að geta ekki stjórnað umræðuni með útilokunum og útþurrkun athugasemda eins og JVJ stundar á sinni síðu. Siðblindutaktarnir spila þar fjórhent i hans ranni. Minnir mig ekki rétt að JVJ telur dauðarefsingar í lagi? Þar bítur hræsnin sig í skottið og snýst í hring eftir hring.

HK (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 20:04

91 identicon

Jón V, jú ég vinn á tölvudeild Landspítalans, mintist bara ekki á það vegna þess að ég tel það ekki rétt að draga nafn atvinnuveitanda míns inn í mín persónulegu samskipti.

þú veldur mér smá áhyggjum með google þar sem þú leitaðir af mér á netinu og ferð síðan rangt með bæði útskriftarár mitt úr Tjarnarskóla og fæðingarár. Ég mundi vera talin dálítið gamall unglæknir allavegana.

Hér eru heimildirnar sem ég kynnti mér í gær, ég nenni ekki að tengja hvert atriði við á réttan stað. Margt af þessu er á bakvið vegg útgefanda en ef þú heimsækir bókasafn LSH þá geturu komist í efnið á tölvu þar eða látið prenta það út fyrir þig. Heimildir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 910

Ertu annars í alvöruni að halda því fram Jón V. að kvennadeild LSH er full af fólki sem heldur raunverulegum tölum um dauðsföll og varanlegan skaða frá almenningi vegna þess að þau eru að verja tekjur sýnar?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 21:31

92 identicon

@Elfar.. Ættfræðingurinn JVJ leitar nú ákaft hvort hann finni eitthvað misjafnt um þig til að nota til skrautfjaðra gegn þér. Hvort þú sért af glæpamannakyni.

HK (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 22:17

93 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú átt innangengt á kvennadeildina, Elfar, mættirðu spyrjast fyrir um, hvað orðið hafi af því löngu fyrirhugaða verki að vinna að samantekt á tölum um eftirköst fóstudeyðinga. Þakka þér svo fyrir tenglana, er byrjaður (eftir fjarvist) að líta á þá.

Jón Valur Jensson, 10.10.2014 kl. 22:35

94 identicon

Svona í ljósi nýjasta útspils JVJ á nýjustu blogggrein hans um niðustsöður Eisneska þingsins varðandi réttindi samkynhneigðra sem hann er mjög á móti. Hvar finnum við tölulegar upplýsingar um eftirköst hatursofsókna kirkjunnar manna/kvenna og mannfjandsamlegrar andstöðu þeirra í garð samkynhneigðra?

HK (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 23:01

95 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úr Trúfræðsluriti Kaþólsku kirkjunnar, 3. hluta, 2. þætti (bráðabirgðaþýðing Reynis K. Guðmundssonar, sem nýlega er látinn):

"Hreinlífi og samkynhneigð

2357. Samkynhneigð vísar til sambands milli karla og milli kvenna sem með algjörum eða ráðandi hætti laðast kynferðislega að persónum af sama kyni. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir í aldanna rás og á hinum mismunandi menningarsvæðum. Sálræn tilurð þess hefur að mestu leyti verið óútskýrð. Með því að styðjast við heilaga Ritningu, er lýsir samkynhneigðum athöfnum sem alvarlegri siðspillingu, [141] hefur erfikenningin ávallt lýst því yfir að "samkynhneigð athöfn feli í sér eðlislæga röskun." [142] Hún stríðir gegn náttúrulögmálinu. Hún útilokar að kynlífið kveiki nýtt líf. Hún sprettur ekki af sannri gagnkvæmri fyllingu, tilfinningalegri og kynferðislegri. Hana má ekki undir nokkrum kringumstæðum viðurkenna.

2358. Þeir karlar og konur sem hafa djúpstæða samkynhneigð eru ekki lítill hópur. Þessi tilhneiging, sem á hlutlægan hátt er röskun, er fyrir flest þeirra erfið raun. Þau ber að umgangast af virðingu, samúð og nærgætni. Sérhverja tilhneigingu til óréttmætrar mismununar gagnvart þeim ber að forðast. Þau eru kölluð til að uppfylla vilja Guðs í lífi sínu og, ef þau eru kristin, að sameina þá erfiðleika, sem skapast vegna ástands þeirra, fórn Drottins á krossinum.

2359. Samkynhneigðar persónur eru kallaðar til hreinlífis. Með dyggð sjálfsögunar, sem kennir þeim innra frelsi, og stundum með stuðningi ósérplæginnar vináttu, með bænum og sakramentislegri náð, geta þær og eiga þær að ná smám saman og af öllum hug tökum á kristinni fullkomnun."

[141] Sbr. 1M 19:1-29; Rm 1:24-27; 1Kor 6:9; 1Tm 1:10.

[142] CDF [Sacra Congregatio Doctrinæ Fidei, stjórnardeild trúarkenningarinnar], Persona Humana 8.

Lítur einhver á þennan opinbera texta kaþólsku kirkjunnar sem mótaðan af hatri eða ofsóknum gegn samkynhneigðum? Taka menn ekki eftir neinni virðingu og samúð í textanum og velvilja gagnvart andlegri köllun samkynhneigðra og möguleika þeirra á fullkomnun? Glámskyggnir mega þeir menn þá heita, en aðrir geta væntanlega skoðað þennan texta eins og hann raunverulega liggur hér fyrir.

Jón Valur Jensson, 11.10.2014 kl. 02:29

96 Smámynd: Skeggi Skaftason

Samkynhneigðar persónur eru kallaðar til hreinlífis.

Jú afskiptasemin ríður ekki við einteyming. Nei, þetta er ekki velvilji að vilja bæla niður eðlishvatir fólks og heimta ævilangt skírlífi! Ég þekki fullt af samkynhneiðgu fólki og það er hamingjusamt og þau eru KYNVERUR rétt eins og ég og þú, Jón.

Skeggi Skaftason, 11.10.2014 kl. 08:05

97 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heyrst hefur að þeir sem ólmist gegn samkynhneigð með sama hætti og ákafa og JVJ, séu menn sem telji krossferð gegn eigin kenndum einu leiðina til að fela þær.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2014 kl. 08:41

98 identicon

JVJ - Mikið er ég fegin að hvorki réttrúnaðar né kaþólska kirkjan hafa ekki náð verulegri fótfestu á Íslandi. Að bera virðingu, sýna samúð og nærgætni - samkynhneigðar persónur eru kallaðar til hreinlífis - en meina svo fólki að lifa þótt það stríði gegn lögmáli trúarinnar. Þetta er engin virðing sem þarna á þó að vera boðuð. Virðingin er í raun sú að aðrir eigi að bera virðingu fyrir réttrúnaðinum og ekki að rugga bátnum. Þá komi úr orðabókinni sindarar og guðlastarar. Eina sem kemur er út úr þessu er meðan samkynhneigðir gera ekkert getur verið að kirkjan samþykki þá kannski. Þarna er trúin ekker annað en stjórntæki og bæling alls nema þess þrönga sjónarhorns sem hennar mönnum þóknast að viðurkenna. Er nema von að fjallað sé um siðblindu innan raða kirkjunnar manna og tvöfalt líferni fólks sem fellur ekki alveg í hinn heilaga ramma.

HK (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 09:18

99 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Heyrst hefur"!! --vísindalegt orðalag þitt og hugsun, Axel eða hitt þó heldur!

Þar fyrir utan er fráleitt af þér að segja mig "ólmast gegn samkynhneigð" þeirra sem hana hafa, enda geri ég mér alveg grein fyrir því, að ég get engu ráðið um hneigðir annarra, sem geta verið djúpstæðar, eins og segir í textanum hér ofar.

Hinu hef ég barizt gegn: að kristnir menn gefi færi á sér að hvika frá biblíulegum boðum gegn samkynja mökum (Róm.1, I.Kor.6, I.Tím.1), fari jafnvel að falsa Biblíuna í þýðingu hennar og umbylta helgisiðum sínum í þágu annarlegrar hyggju, andstæðrar kristinni trú. Þá hef ég ennfremur þurft að leiðrétta alvarlegar staðreyndavillur í áróðri baráttumanna samkynhneigðra, sem notaðar hafa verið í því skyni að efla sókn þeirra gegn kirkju og trú.

Hjal hér um meint "hatur" mitt á samkynhneigðum er ennfremur ábyrgðarlaust blaður sem á sér enga stoð í veruleikanum, enda eiga kristnir menn að elska alla menn og jafnvel óvini sína (ef ég skyldi eiga óvini t.d. í þeim hópi). En það er skrýtið að skoða þessar öfgar í málflutningi ykkar, andmælenda minna, að mér er ýmist borið á brýn að hata þennan þjóðfélagshóp (!) eða tilheyra honum sjálfur!!!

Varðandi sjálfan mig fyrir þrjátíu árum, þá var ég nýkominn aftur til Reykjavíkur eftir námsdvöl í Englandi og árs-störf á Ísafirði, búinn að kaupa góða fasteign hér, með minni góðu konu og ungum börnum og ekki aðeins starfandi og fjarri öllum börum veraldar, heldur enn meira á kafi í lífsverndarbaráttunni en nú, með blaðaskrifum miklum og undirbúningi að stofnun Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, sem nokkrum árum síðar voru orðin að 1000 manna félagi.

Jón Valur Jensson, 11.10.2014 kl. 14:42

100 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sem læknir og fjölskyldufaðir er ég sammála texta kaþólsku kirkjunnar. Ég set textann inn aftur úr trúfræðsluritinu sem Jón Valur Jenson guðfræðingur kynnti fyrir okkur hér að ofan. Mér finnst þetta skynsamlegt því það er mannlegt, umburðarlynt og að mínu áliti sannleikanum samkvæmt.

Hér er textinn og það er ástæða til að lesa hann af nákvæmni, takið þó eftir að skilningurinn er tjáður undir ljósi trúarinnar.

2357. Samkynhneigð vísar til sambands milli karla og milli kvenna sem með algjörum eða ráðandi hætti laðast kynferðislega að persónum af sama kyni. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir í aldanna rás og á hinum mismunandi menningarsvæðum. Sálræn tilurð þess hefur að mestu leyti verið óútskýrð. Með því að styðjast við heilaga Ritningu, er lýsir samkynhneigðum athöfnum sem alvarlegri siðspillingu, [141] hefur erfikenningin ávallt lýst því yfir að "samkynhneigð athöfn feli í sér eðlislæga röskun." [142] Hún stríðir gegn náttúrulögmálinu. Hún útilokar að kynlífið kveiki nýtt líf. Hún sprettur ekki af sannri gagnkvæmri fyllingu, tilfinningalegri og kynferðislegri. Hana má ekki undir nokkrum kringumstæðum viðurkenna.

2358. Þeir karlar og konur sem hafa djúpstæða samkynhneigð eru ekki lítill hópur. Þessi tilhneiging, sem á hlutlægan hátt er röskun, er fyrir flest þeirra erfið raun. Þau ber að umgangast af virðingu, samúð og nærgætni. Sérhverja tilhneigingu til óréttmætrar mismununar gagnvart þeim ber að forðast. Þau eru kölluð til að uppfylla vilja Guðs í lífi sínu og, ef þau eru kristin, að sameina þá erfiðleika, sem skapast vegna ástands þeirra, fórn Drottins á krossinum.

2359. Samkynhneigðar persónur eru kallaðar til hreinlífis. Með dyggð sjálfsögunar, sem kennir þeim innra frelsi, og stundum með stuðningi ósérplæginnar vináttu, með bænum og sakramentislegri náð, geta þær og eiga þær að ná smám saman og af öllum hug tökum á kristinni fullkomnun."

Guðmundur Pálsson, 11.10.2014 kl. 16:00

101 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Alltaf fróðlegt að heyra álti "læknis og fjölskylduföðurs".  Ekki það að ég skilji það, en fróðlegt er að eigi að síður.

Að hvaða leiti skyldi "læknir og fjölskyldufaðir" til dæmis telja kynlíf samkynhneigðrar skaðlegt?  Og fyrir hverja?

Að hvað leiti er skírlífi þeirra til bót og fyrir hverja?

Ég er ekki læknir, en vissulega fjölskyldufaðir og ég sé ekki að kynlíf samhneigðra skaði mig, eða mína fjölskyldu á nokkurn hátt.  En ég er vissulega ekki læknir (né hef tekið þátt í nokkrum leikjum í þá átt).

Sem leikmaður sem hef fylgst með athæfi kaþólsku kirkjunnar, hef ég hins vegar tekið eftir tilhneygingu hennar til að haga sér eins og skipulögð glæpasamök, þ.e.a.s. að hylma yfir glæpi meðlima hennar, og reyna að gera eins lítið úr glæpum trúnaðarmanna hennar og mögulegt er.  Í raun skjóta skjólshúsi yfir raðbarnanauðgara.

Slík samtök, ættu að mínu áliti ekki að voga sér að predika um siðgæði yfir einum eiða neinum.

Það er mín persónulega skoðun.

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2014 kl. 16:57

102 identicon

Kann læknirinn og trúarnöttarinn þá formúlu að breyta eðli dýrategundar? Vilja þeir í sameiningu byrja á tilraunum þess efnis og fá ketti sem tilraunadýr. Markmið tilraunarinnar væri að fjarlægja algerlega veiðieðli kattarins þannig að eftirleiðis væri húskötturinn felis catus vera manninum algerlega háður um matargjöf. Ég myndi mæla með ykkur sem orðuhafa hinnar íslensku fálkaorðu og án efa fengjuð þið nóbelsverðlaunin í líffræði og atferlisfræði tækist ykkur að þurrka eðli út úr dýrategund eða leiðrétta óeðli sem ykkur þætti vera. Þið vektuð heimsathygli. Aðferðirnar væru eingöngu á trúarlegum toga og biblían helsta vísindaritið sem farið væri eftir.

Nei, einhvernvegin tel ég að þetta sé ógerlegt og barátta trúarnöttarana við vindmyllurnar heldur áfram. En ósvífnin í Reyni að bjóða skynsömu fólki upp á þvílíkt bull er alveg með ólíkindum. Þetta minnir mig æ meira á islamstrú mínus morðóða trúarnöttara sem drepa fólk sem leyfir sér að hafa skoðun.

HK (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 18:57

103 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ósköp dapurlegt að læknir vísi til Biblíunnar til að réttlæta þá skoðun sína að samkynhneigð sé röskun. Ég hélt að RÖSKUN væri læknisfræðilegt hugtak. Byggir læknirinn fleiri faglegar skoðanir sínar á Biblíutextum?

Skeggi Skaftason, 11.10.2014 kl. 21:10

104 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Varðandi grein fóstureyðingalæknisins vil ég segja að rök hans eru veik. Það réttlætir ekki gerðir hans að nokkrir sjúklingar þakki honum né að hann hafi orðið fyrir árásum. Það breytir engu um fóstureyðingar til eða frá.

Þessi maður notaði hæfileika sína og menntun til að taka mannlíf og braut því veigamestu reglu lækna. En það sem manni skilst af greininni er fyrring læknisins því það sem hann gerir er augljóslega ekki virðingarvert "honorable" og hann veit af því.

Þó skilur hann það ekki nægilega til að hann snúi við af braut sinni, heldur slær hann sér á brjóst, því miður. Hann hefði átt að iðrast og skíra öðrum frá hvers vegna, þá hefði hann bjargað sálu sinni.

Nú er það of seint, því hann er látinn. Öll munum við þurfa að standa skil og borga hvern eyri eins og stendur skrifað. Aðeins iðrun kallar fram fyrirgefningu þess sem öllu ræður en það skildi hann því miður ekki.

Guðmundur Pálsson, 11.10.2014 kl. 22:27

105 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá Guðmundi lækni.

Varðandi innlegg "Skeggja" kl. 21:10 vil ég nefna, að latneska erlenda orðið um &#39;röskun&#39; í máli guðfræðinnar og erfikenningarinnar er trúlega &#39;disordinatio&#39; og annað en það, sem læknisfræðin notaði um þetta til skamms tíma, að mig minnir (&#39;deviation&#39; eða &#39;anomaly&#39;?).

Jón Valur Jensson, 12.10.2014 kl. 10:16

106 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur,

ég var að spyrja um læknisfræði, en ekki orðsifjafræði.

Skeggi Skaftason, 12.10.2014 kl. 11:04

107 identicon

"Röskun" Einmitt siðblinda er flokkuð sem geðröskun. Merkilegt sem ég hef tekið eftir er hversu lítið er til af þýddu efni um siðblindu á Íslandi - einmitt efni sem almenningur þarf að vera vel að sér í til að átta sig á hversu mikinn skaða siðblindur einstaklingur getur valdið hvort sem það er innan kirkjunnar, í atvinnulífinu og í hinu daglega lífi. Það að sá siðblindi nái valdi yfir fólki gerir hann hættulegan niðurrífanda. "Enn ein skýringin á því hve auðvelt er fyrir siðblinda að ná völdum í kristnum samfélögum er kannski að þeir leita oft í Biblíuna í röksemdafærslu sinni. Þeir geta vísað í ritningarstaði á borð við &#132;Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát.&#147; (Hebreabréfið 13:17)"

Heimild; http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html

HK (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 11:12

108 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervi-Brahms, þú ritaðir:

"Ósköp dapurlegt að læknir vísi til Biblíunnar til að réttlæta þá skoðun sína að samkynhneigð sé röskun. Ég hélt að RÖSKUN væri læknisfræðilegt hugtak. Byggir læknirinn fleiri faglegar skoðanir sínar á Biblíutextum?"

Læknirinn vísaði til kirkjulegrar samþykktar, sem byggðist á guðfræðilegri greiningu, en samt ekki á neinum Biblíutexta. Þú komst í raun inn á hugtakafræði og hélzt, að &#39;röskun&#39; væri eingöngu læknisfræðilegt hugtak, en orðið má, eins og mörg önnur, notað í fleiri en einni merkingu (sbr. t.d. þá algengustu á Google: "röskun á skólastarfi").

Jón Valur Jensson, 12.10.2014 kl. 13:43

109 Smámynd: Skeggi Skaftason

STASI-Jón ritar:

Læknirinn vísaði til kirkjulegrar samþykktar, sem byggðist á guðfræðilegri greiningu, en samt ekki á neinum Biblíutexta.

Akkúrat, læknirinn er eingöngu að tala út frá guðfræðilegum sjónarmiðum, en ekki læknisfræðilegum, svo þá skiptir akkúrat engu máli í umræðunni að hann sé læknir eins og hann vill endilega taka fram.

Skeggi Skaftason, 12.10.2014 kl. 14:14

110 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er afar langsótt, skeggjaleg gervisönnun hjá þér, Gervibrahms.

Jón Valur Jensson, 12.10.2014 kl. 14:22

111 identicon

Þetta er móðgun við STASI Skeggi að bera trúarnöttarann saman við þá stofnun. Gáfnafarið var yfirleitt á hærra stigi þar á bæ.

HK (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 15:20

112 identicon

Mér er reyndar spurn hvernig hann Guðmundur meðhöndlar það þegar aðili kemur til hans til að spurjast til um valkosti vegna þungunar eða getnaðarvarna.

.

Gefur hann ráðleggingar sem stangast á við trú sýna? afsakar hann sig frá málinu? eða tilkynnir hann konuni að trú hans leyfir honum ekki að veita vissar ráðleggingar?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 15:34

113 Smámynd: Snorri Hansson

Konan er sú eina sem ákveður í þessu máli.

Annað er ómögulegt.

Snorri Hansson, 17.10.2014 kl. 03:12

114 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi fullyrðing þín, Snorri, stangast nátturlega á við núgildandi lög, hversu mikil ólög sem þau annars eru að öðru leyti. En þú hefur kannski lítt kynnt þér lögin?

Jón Valur Jensson, 18.10.2014 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband