Eistlendingar birta myndband af Eistneskum og Rússneskum landamæravörðum, tekið á staðnum þar sem Kohver var rænt

Eistnesk yfirvöld hafa birt myndband sem tekið er á þeim stað þar sem leyniþjónustumanninum Eston Kohver var rænt.  Myndbandið sýnir Eistneska og Rússneska landamæraverði ganga um svæðið þar sem Kohver var rænt og ræða og meta atburði og safna gögnum og taka myndir.  

Landamæraverðirnir ræða saman á Rússnesku, en myndbandið er með Eistneskum texta.  Það þykir taka af flest ef ekki öll tvímæli um að Kohver var rænt á Eistnesku landsvæði.

Ennfremur hafa Eistnesk yfirvöld birt skjal sem undirritað var af landamæravörðum beggja ríkja stuttu eftir atburðinn, sem og skýringamynd gerða við það tækifæri.

Síðar hafa Rússnesk yfirvöld neitað að staðfesta það sem þar kemur fram og haldið sig við aðra útgáfu af atburðum.

Það er ekki ofsögum sagt að spennan á milli Eistlands og Rússlands hafi ekki verið meiri um langt skeið, en Eistnesk stjórnvöld hafa þó frekar reynt að ganga rólega fram og forðast stóryrði.

En það er þess virði að fylgjast með viðbrögðum forystumanna Evrópusambandsins, nú þegar Rússar hafa tekið með valdi leyniþjónustumann eins af ríkjum þess.

Tímasetningin er athygliverð, rétt eftir heimsókn Obama til Eistlands og stuttu áður en "Sambandsríkin" funduðu um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.  Sem ríkin deila hart um hvað langt eigi að ganga.

P.S.  Neðar á síðunni með myndbandinu, má sjá frétt Eistneska Ríkisútvarpsins um málið og Postimees er að sjálfsögðu einnig með umfjöllun.

 

 


mbl.is Rússar ákæra Eista fyrir njósnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband