Sigur Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni

Persónulega finnst mér Framsóknarflokkurinn hafa unnið stóran sigur í kosningabaráttunni.

Í upphafi kosningabaráttunnar var mikið ráðist a Framsóknarflokkinn fyir að vera með óraunhæfar lausnir við svokölluðum skuldavanda.  Fjöldi aðila taldi þetta eitthvað hókus pókus og Framsókn gæti ekki bent á neina fjármuni sem mætti nota í slíka aðgerð.

Nú, við lok kosningabaráttunnar, andmæla færri og færri því að fjármunirnir eru fáanlegir.  Það heyrðist til dæmis skýrt í formannaumræðum formannanna á Stöð2.

Nú er hins vegar rifist um hvort að það sé skynsamlegt að nota fjármunina í þetta verkefni.  Það er rifist um hvað eigi að nota fjármunina í.

Þetta er gríðarlegur sigur sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið í kosningabaráttunni.  Það merkilega er að jafnhliða hefur hann tapað verulegu fylgi ef marka má skoðanakannanir.

En ég ætla ekki að dæma um hvort, hvenær eða hve mikið fjármagn getur fengist úr samningum við "hrægammasjóðina".

Nú nú er varla hægt að segja að deilt sé um að þar séu miklir möguleikar að ná í fjármagn með samningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband