Splundrast Eurosvæðið innan 5 ára?

"Evrópusambandið finnst mér mikilvægt, en ekki euroið. Og ég myndi gefa euroinu takmarkaða möguleika til að lifa af."

Þetta er haft eftir Dr. Kai Konrad, sem titlaður er efnahagsráðgjafi Þýskku ríkisstjórnarinnar (einn af mörgum). Þessi tilvitnun kemur úr stuttu viðtali við hann í Die Welt.

Þeir finnast ekki margir sem eru bjartsýnir fyrir hönd eurosins.  Stundum finnst mér eins og bjartsýnismennirnir  búi flestir á Íslandi.

Aðspurður hvort að euroið myndi endast í 5 ár, svaraði Dr. Konrad  "Það er erfitt að nefna ákveðinn árafjölda, það er svo margt sem spilar inn í.  En ég myndi telja 5 ár nokkuð raunsætt.

"Hin opinbera" lína Þýsku stjórnarinnar hefur undanfarið verið eins og margra annara að euroið sé ómiisandi og ef það brestur, bresti "Sambandið".

Dr. Konrad talar hins vegar um að ríki eigi að vera frjáls til að skuldsetja sig eftir eigin geðþótta, en verði jafnframt að bera ábyrgði á eigin skuldum.

Það er rétt að hafa það í huga að Dr. Konrad talar ekki í nafni Þýskalands, en það er heldur ekki hægt að segja að hann sé "einhver kall út í bæ".

Það er full ástæða fyir Íslendinga að gaumgæfa orð eins þessi.  Flest bendir til þess að einingin innan Eurosvæðisins fari þverrandi. 

Það er full ástæða fyrir Íslendinga að fara varlega.  Ekki binda sig inn í hálfbyggðu húsi, svo vitnað sé í Jón Baldvin.

Ef einhvern tíma er rétti tíminn til að ganga í Evrópusambandið (sem ég hef ekki trú á), er það alla vegna ekki núna.

Hér má lesa viðtalið við Dr. Konrad í Die Welt.

Hér má sjá frétt unna upp úr því viðtali í The Telegraph.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áhyggjur eurokratanna nú byggjast fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þrátt fyrir væntingar um að Euroið myndi ýta undir, flýta fyrir og stýrkja pólitiskan og efnahagslegan samruna, þá hefur Euroið snúist í andhverfu sína og hamlar þessum samruna. Er raunar sundrungarafl. Það er eina ástæða hrukkaðra enna í Brussel. Þeir forgangsröðuðu vitlaust að upphaflega markmiði útópíunnar. Sömu áhyggjum lýsti Jón Baldvin og menn miskildu hann algerlega og töldu hann hafa gengið af trúnni.

Euroinu verður breytt eða jafnvel sett á ís og svo tekið upp aftur þegar búið er að steypa allar þessar ólíku þjóðir í sama mót með einni miðstjórn og Dúmu í Brussel.

Menn eru ekki að gefast upp á neinu. Þeir eru að hugleiða aðra samrunastrategíu og þar má evran missa sig...í bili. Alger samruni er æðsta markmið og hefur alltaf verið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að þessi maður "leki" þessari skoðun segir mér að þetta er einfaldlega planið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2013 kl. 16:53

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þeim fer óðum fækkandi sem mæla euroinu bót.  Ég er farinn að halda að þá sé helst að finna í Samfylkingunni á Íslandi.  Í Evrópusambandinu eru heittrúaðir eurosinnar æ sjaldgæfari.

En vissulega er það svo að eldri kynslóð stjórnmálamanna í "Sambandinu" á erfitt með að tala um eða viðurkenna að "ævistasrf" þeirra, sé mistök og hafi ollið efnahagsvandræðum sem eiga fáa sinn líka og þar fram eftir götunum.

Líklega myndu Samfylkingarfólkið' vilja draga það fyrir dómstóla, ef það væri samkvæmt sjálfu sér, en það þarf líklega enginn að óttast.

Hins vegar eru margir sem vilja reyna að bjarga samstarfi ríkja innan Evrópusambandsins og það er ekkert nema gott um það að segja, ef það er sett í skynsamlegan farveg.

Það er einmitt þess vegna sem vart hefur orðið við aukinn samhug Þjóðverja og Breta innan "Sambandsins" og aukin stuðning Þjóðverja við fyrirætlanir Breta um að endurheimta vald frá Brussel og taka þátt í "einfaldara Sambandi".

"Gömlu Maóistarnir" í Brussel eru auðvitað ekki hrifnir af því, enda myndi það þýða minnkandi völd og áhrif fyrir þá, ef ekki að þeim yrði einfaldlega "parkerað".

En það er langt í frá einhugur um hvert skal stefna og engin veit hver niðurstaðan verður.

Hitt ætti flestum að vera augljóst, að það er best fyrir Íslendinga að halda sig til hlés á meðan óljóst er hvert stefnir innan "Sambandsins".

En það er þetta með þá sem ekki vilja sjá "ævistarf" sitt, "hugsjónir" og "baráttumál" lagt til hliðar....  

G. Tómas Gunnarsson, 24.4.2013 kl. 17:57

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vissulega samerkt með skriffinnum að geta ekki viðurkennt mistök sín. Heldur skal kölluð þjáning yfir allt og alla til að skemma ekki þá tálsýn. Cognitive Dissonance kallaði Chomsky þetta sjúklega afneitunarstig. Sennilega er þetta sterkasta skólabókardæmið um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband