Grikkir Evrópusambandsins

Það hefur oft verið rætt um hve mikið krónan og gengisfall hennar hefur kostað Íslendinga.  Margir tala um að nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðl til þess að stemma stigu við því.

En það er gömul saga og ný, að þegar áföll skella yfir verður eitthvað undan að láta.  Ef ekki gengið þá eitthvað annað.

Hvað er þá eitthvað annað?

Atvinnuleysi, laun og kaupmáttur, húsnæðisverð o.s.frv.

Hér er frétt af vefsvæði Vísis.  Þar er talað um  að ráðstöfunartekjur Grikkja hafi lækkað um u.þ.b. 30%.  Flestir vita að atvinnuleysi í Grikklandi er um og yfir 26%. Húsnæðisverð í Grikklandi hefur lækkað um 35 til 50%, og markaðurinn hefur skroppið saman um 95%.

En það verður auðvitað ekki á móti mælt að að gjaldmiðill Grikkja hefur verið nokkuð stöðugur.

Sjálfsagt geta bæði inn og útflytjendur gert áætlanir langt fram í tímann, gjaldmiðilsins vegna, en samt vegnar þeim ekki vel.

Stöðugur gjaldmiðill hefur ekki tryggt stöðugt þjóðfélag eða umhverfi.

Það hefur ekki tryggt eiginfjár eign í fasteignum.  Það hefur ekki tryggt kaupmátt.  Það hefur ekki trygt atvinnu.

En það verður ekki á móti því mælt að þeir sem eiga fjármagn hafa það tryggt.  "Gríska euroið" er enn jafn verðmætt í Brussel, Berlín, London eða Sviss.

Er það stöðugleikinn sem allir eru að leita eftir?

Eða eru það grikkir eurosins?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólkið sem tautar um stöðugleika með evru hefur ekki hugmynd um hvað það tautar, heldur apar eftir tískuorði Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Hreint út sagt ótrúlegt að lenda í umræðum um gengismál við svona fólk, manni finnst stundum eins og það sé nýsloppið af geðveikrahæli.

Flowell (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 17:37

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

heimssýnarmenn gætu ekki skrifað betri hræðsluáráður en þetta. ert þú nokkuð heimssýnarmaður?

Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 18:50

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rafn Guðmundsson er duglegur við að "commentera" við margar færslur, án þess að hafa nokkuð raunverulegt til málanna að leggja.

Ef til vill myndi Rafn Guðmundsson vilja segja hvað er rangt við færsluna eða hvað gerir hana að "hræðsluáróðri"?

En ég er ekki í Heimssýn, ef að það skiptir einhverju máli og hef aldrei verið.  Ég er reyndar ekki félagi í neinum samtökum eða flokkum.  Það þýðir ekki að ég hafi ekki skðanir eða taki ekki eftir því sem gerist í kringum mig.

En Rafn, þeir er meira en velkomið að gagnrýna það sem hér er skrifað og færa rök fyrir því að það sé ekki rétt og sé "hræðsluáróður".  Ég hlakka til.

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 19:01

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

verst að vera ekki góður penni en ekkert við því að gera. eini tilgangur þessara greinar að mínu mati er að lofa krónuna okkar og hræða okkur frá að skoða evruna. þú bendir á Grikkland sem á verulega bágt núna. og þú bendir á evruna í Grikklandi og segir: sjáið – það er bara ekkert betra að hafa evru. sem er sennilega rétt fyrir grikki í dag. þú segir líka „að þegar áföll skella yfir verður eitthvað undan að láta“ sem er rétt EN ÞÚ SEGIR EKKI AÐ KRÓNAN HAFI VERIÐ AÐ MINNKA FRÁ UPPHAFI HENNAR OG EKKI VAR ÞAÐ ALLTAF VEGNA ÁFALLA. ég þekki þennan kostnað af krónunni á eigin skinni (1980+) og ég er að sjá marga núna í svipuðu ástandi. evra tryggir ekki stöðuleika en það eru meiri líkur á að hún gæti hjálpað okkur íslendingum. við vitum jú að krónan er ónýt fyrir okkur og að við getum aldrei náð stöðuleika með hana. sagan segir okkur þó það

Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 19:32

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

varðandi þetta "Rafn Guðmundsson er duglegur við að "commentera" við margar færslur, án þess að hafa nokkuð raunverulegt til málanna að leggja"

er ekki bara ágætt að einhver reyni að stoppa bullið sem 'lifir góðu lífi' hérna á blog.is

Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 19:41

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Rafn.  Það er mikið betra (að mínu mati) og skemmtilegra þegar þú leggur eitthvað til málanna og umræðunnar en þegar þú kemur með eina eða tvær setningar, sem hafa engan tilgang og oft beinast gegn perónunni sem skrifar.

Ef þér finnst það bull sem hér (og á blogginu) er skrifað, stoppar þú það ekki með þeim hætti, langt íf frá.  Þú helst afrekar að láta sjálfan þig líta frekar kjánalega út.

Tilgangur greinarinnar hér að ofan, er ekki að lofa krónuna.  Ég er reyndar þeirrar skoðunar að krónan sé agæt, hafi meðal annars forðað þúsundum Íslendinga frá atvinnuleysi undanfarin ár, en um það fjalla ég ef til vill í annari grein.

Krónan hefur vissulega sigið, er það sig eitthvað meira en efnahagsstjórnin hefur boðið upp á?  

Hvernig ganga gengismálin fyrir sig í heiminum?   Hvað hefur Breska pundið tapað miklu af verðmæti sínu t.d. gagnvart Bandaríkjadollar, eigum við að segja síðastliðin 100 ár?  Hvað hefur Bandaríkjadollar tapað miklu af verðmæti sínu gagnvart yeni?  Eigum við að segja síðan 1970?  Hvað hefur Kínverska renmimbi-ið styrkst gagnvart euroinu á undanförnum árum?

Þú segir að það séu meiri möguleikar á því að euroið geti hjálpað Íslendingum.  Var það sama sagt um Grikki og drökmuna?  Það sama um Portúgali og escudoinn?  Það sama um Spánverja og pesatann?  Það sama um Íra og pundið?  

Í öllum þessum löndun hafa laun lækkað, húsnæðisverð tekið stóran skell og svo frv.

Hvers vegna?

Hvers vegna skyldu Frakkar vera að komast í æ meiri vandræði?  Þeir horfast í augu við mesta niðurskurð frá stríðslokum, skattahækkanir dynja á þeim, atvinnuleysi hefur aldrei verið meira frá því að þeir tóku upp euro, samkeppnishæfni þeirra hefur minnkað og bílaframleiðendur segja að það sé u.þ.b. 15% ódýrara að framleiða svipaðan bíl í Þýskalandi.

Hvers vegna er Þýskaland með u.þ.b. 7% af landsframleiðslu sinni sem af afgang af erlendum viðskiptum?

Hvers vegna kaupir Svissneski seðlabankinn euro, því sem næst eins og engin sé morgundagurinn?  Heldur þú að það sé vegna þess að þeir telja það góða fjárfestingu?

Ég geri mér fulla grein fyrir því að saga gengis krónunnar er ekki skemmtilesning.  En þó gerir hún lítið annað en að segja frá hagstjórn Íslendinga.  

Mín skoðun er sú að framtíðarkaflarnir verði ekki skemmtilegri aflestrar, með því að "læsa" Íslendinga inni í hálf erlendri mynt.  

G. Tómas Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband