Eurokrísa að eilífu?

Það eru endalausar fréttir af eurokrísunni.  Þessari krísu sem skýtur upp kollinum jafnharðan og frammámenn í "Sambandinu" og Össur Skarphéðinsson lýsa því yfir að hún sé leyst.

En nú er eurokrísan búin að standa í að verða 5 ár.  Seðlabankastjóri Þýskaland talar um að hún eigi líklega eftir að standa í áratug til viðbótar.

Hvað verður svo upp á teningnum eftir áratug veit auðvitað engin, en spár fyrir næstu ár benda ekki til uppsveiflu, né sú staðreynd að hagvaxtarspár fyrir "Sambandið" og Eurosvæðið hafa haft tilhneygingu til þess að síga jafnt og þétt.

Enda þarf ekki mikið til að skapa óróa.

Sú sjálfsagða ákvörðun að þing Kýpur greiði atkvæði um þær björgunaraðgerðir sem fyrirhugaðar eru, er nóg til þess að skjálfta verður vart hér og þar.

Ekkert bendir til þess að viðsnúningur sé framundan hjá Spánverjum, Portúgölum, Grikkjum, eða Kýpurbúum.  Stjórnarkreppa ríkir á Ítalíu og margir velta því fyrir sér hvaða euroríki þurfi næst á aðstoð að halda.

Frakkland horfist í augu við mesta niðurskurð frá stríðslokum.

Þó að Seðlabanki Eurosvæðisins, ráðherraráðið og Eurohópurinn telji sig sá þess skýr merki að aðgerðir þeirra séu að virka, eru um það skiptar skoðanir.  Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tók ekki beint undir það og sagði ástandið a Eurosvæðinu ógna stöðugleika í heiminum.

Margir segja frammámenn Eurohópsins og "Sambandsins" fulla af sjálfsánægju og sjálfsblekkingu og þeir geri sér ekki grein fyrir því  hvernig ástandið er.  Og það sem verra er, fáu eða engu sem þeir segi sé treystandi.

Og vissulega eru viðbrögðin sem sýnd voru við erfiðleikunum á Kýpur ekki uppörvandi.  Það var engu líkara en leiðtogar "Sambandsins" gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að samþykkja, eða hvaða afleiðingar það kynni að hafa.

Það má færa góð rök fyrir því að hefði þing Kýpur ekki fellt fyrsta "samninginn" hefðu afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Að leggja skatt á allar innistæður, jafnt undir tryggingarmörkum sem yfir, og gera engan greinarmun á því hvort að bankar væru í vandræðum eður ei, er einfaldlega skelfileg aðgerð.

En hvort að eurokrísan varir að "eilífu", eða einungis í tíu ár er erfitt að spá um.  En útlitið gefur enga ástæðu til bjartsýni.

 


mbl.is Evrukrísan í gangi næsta áratuginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Öll vestræn ríki eiga undir högg að sækja, vegna þess að ríki þriðja heimsins sækja á og vilja réttlátari skerf af kökunni. Það er nóg eftir fyrir okkur, en það verður vandlifað í slíku ástandi. Venjulega er hagvöxtur, sem getur bætt upp verðbólgu, en nú gæti viss kreppa verið innbyggt í ástandið. Spánverjar eru farnir að flytjast til Argentínu, straumurinn hefur snúist við. Ekki aðeins Evran gæti átt erfitt. Mér sýnist ríkisgjaldþrot yfirvofandi í USA. Greiningarfyrirtæki segja ekki mikið, en ég myndi frekar kaupa hérlend ríkisskuldabréf en bréf frá Bandaríkjunum! Skuldaaukning þar er beint norður og niður. Gjaldþrotið mun gerast mjög snöggt, einn daginn er einkunnin AA+ en næsta dag í ruslflokk. Það gæti valdið miklum usla víða um heim. Við ættum amk ekki að taka upp Dollar!

Sigurður Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 17:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bandaríkin hafa það fram yfir euroríkin, að þau hafa eigin gjaldmiðil, eigin seðlabanka. Það sama má segja um Breta.

Þess vegna hefur ekki kreppt eins að hjá þeim og t.d Spáni, sem skuldar þó hlutfallslega svipað.  Bretland fékk þó smá skell í dag, en það þurfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart.

Þjóðir Evrópu eru í vandræðum ..  ekki bara vegna skulda, heldur vegna þess að framtíðin er í uppnámi vegna fólksfækkunar.  Brottflutningur yngri kynslóða ýkir svo vandamálið.   En stærsta vandamálið sem Evrópuríkin, mörg hver, horfast í augu við nú er ekki skuldir, heldur töpuð samkeppnisgeta.   Gjaldmiðlar þeirra eru allt of hátt skráðir, sem þýðir minni atvinna, sem þýðir fleiri brottflottir o.s.frv.

Ísland er eitt af fáum ríkjum Evrópu þar sem fæðingartíðni er í lagi.

Persónulega hef ég meiri trú á Bandaríkjunum en Evrópu.  Þar er þó eitthvað að gerast.  Lágt orkuverð gerir það að verkum að framleiðsla er byrjuð að flytja heim aftur.   Atvinnuleysi hefur ekki rokið upp eins og í Evrópu.   Engin þjóð getur búið til langrama við það atvinnuleysi sem er í S-Evrópu núna.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband