Eurovandinn heldur áfram að vaxa

Það sér ekki fyrir endann á eurokrísunni, hún virðist ekki vera á förum.  Vandinn er enn til staðar og víða virðist hann ekki vera að minnka, heldur þvert á móti að vaxa.

Hér í fréttinni er talað um að þörf Kýpur hafi aukist um ca. 5.5 milljarða euroa frá því sem ætlað var.  Ekki er talað um að "Troikan" ætli að lána meira, heldur þurfa Kýpversk stjórnvöld að "finna" þetta mikið fé til viðbótar.

Hvar verður það fundið?

Jú, hugsanlega hjá sparifjáreigendum, með því að nota gullforða ríkisins og svo með stórauknum niðurskurði.  Reyndar eru áhöld um til hvers megi nota söluandvirði gullsins, og hvort að Euro Seðlabankinn eigi forgang að því.

Nú er talað um að Portúgal muni þurfa á frekari aðstoð að  halda.  Þar eru ríkisfjármál í uppnámi eftir úrskurð dómstóla um ólögmæti hluta niðurskurðaráforma.

Portúgal á reyndar líka stóran gullforða (þann stærsta í Evrópu miðað við landsframleiðslu), þó að uppruni hans sé að hluta til talinn nokkuð vafasamur.  Ef til vill verður farið að selja hann að hluta.  Gullverð fellur býsna hratt þessa dagana, vegna ótta við "brunaútsölu" euroríkja í vandræðum.

Spánn er einnig í sivaxandi vandræðum.  Illa gengur að eiga við fjárlagahallann og viðsnúningur er hvergi sjáanlegur.

Ítalía er í djúpri pólítískri kreppu, ekkert bendir til að ríkisstjórn verði mynduð og eins líklegt að bæði þing og forestakosningar verði haldnar innan skamms.  Engin veit hver þróunin verður þar, en í nýafstöðnum kosningum hlutu "euorskeptikar" meirihluta atkvæða, þó ólíkir séu innbyrðis.

"Sambandið" sjálft varar við efnahagshorfum í Sloveniu og á Spáni, verði ekki gripii til frekari aðgerða.  Þýskir hagfræðingar vara við þróuninni í Frakklandi og fjölmargir horfa áhyggjufullum augum til Írlands og Möltu.

Meira að segja Samfylkingarmenn eru hættir að tala um euroið og umsókn að "Sambandinu" sem "töfralausn" við efnahagslegum óstöðugleika, og er þá fokið í flest skjól.

Ekki hef ég þó séð í fréttum að Össur hyggist draga til baka það "heilbrigðisvottorð" sem hann hefur sagt umsókn Íslendinga gefa "Sambandinu".

Það er líklegra að hann komi fram fljótlega og segi að eurokrísan sé leyst (enn og aftur) og "Sambandið" og euroið snúi til baka sterkara en nokkru sinni fyrr.

En framhaldið á þeirri vegferð ræðst líklega fljótlega eftir kosningar.

En hvað varðar vegferð eurosins, eru það aðrar kosningar sem munu hafa áhrif á bæði viðbrögð og lausnir, bæði áður og eftir að þær fara fram.  Þær verða í haust, og þær ætlar Merkel að sigra.

 


mbl.is 5,5 milljarða evra munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti verið að útvaldir hafi fengið að taka sitt út á meðan bönkunum var "lokað" á Kýpur?  Þess vegna sé vandinn meiri en ætlað var?

Ætluðum við ekki í ESB vegna þess að þar er stjórnkerfið svo miklu þroskaðara en hér. Réttindi litla mansins svo vel varin með öllum reglunum?

Heppilegt að Halldóri Ásgrímssyni, Hannesi Hólmsteini og fl. varð ekki að ósk sinni að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð (a.m.k. ekki meir en þó varð), Kýpur norðusins!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 10:09

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sögusagnir þess eðlis að "betur tengdir" aðilar hafi náð að taka út fé sitt hafa verið þrálátar.  En erfitt er að festa hendur á trúverðugleika þeirra.

Kýpur módelið má finna víða.  En innlán á Kýpur jukust gríðarlega þegar þeir tóku upp euroið.   Þótti líklega gott þá, klókt.

En ef að boðið var upp á að skola af peningunum þínum á Kýpur, eins og ýmsir frammámenn "Sambandsins" fullyrða nú (eins og þeir hafi verið að komast að því í gær), þá var auðvitað þeim mun eftirsóknarverðar að láta skola af þeim með euro, annarri af stærstu myntum heims.

En þegar meira að segja Jón Baldvin er farinn að tala um gallana í uppbyggingu eurosins, er líklega farið að fjúka flest skjólin sem euroið á.

Ætli Össur fari ekki að ýja að þessu fljótlega.   Svo gæti Árni Páll jafnvel stigið fram og sagt Íslendingum, að líklega sé euroið, vegna þessara galla í uppbyggingu, ekki töfralausnin sem hann telur Íslendinga þurfa.  Það hafi hann hlerað hjá Jóni Baldvini.

G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband