Stóráfall fyrir Íhaldsflokkinn í aukakosningum, endar í þriðja sæti á eftir Frjálslyndum og Sjálfstæðiflokki Bretlands

Eastleigh byelection

Það er ekki hægt að segja annað en að úrslitin í aukakosningum í Eastleigh kjördæmi í Englandi, séu áfall fyrir Íhaldsflokkinn.

Flokkurinn hlýtur aðeins 25% atkvæða, sem gerir hann að 3ja stærsta flokknum í kjördæminu.  Frjálslyndir demókratar vinna sigur og halda sæti sínu með 32%, en Sjálfstæðisflokkur Bretlands (UKIP) er næststærstur með 28% atkvæða.  Verkamannaflokkurinn er með 10%.

Þetta er nákvæmlega sú niðurstaða sem Íhaldsmenn sjá í martröðum sínum, hvað varðar úrslit næstu kosninga.

Ekki endilega að þeir séu í þriðja sæti, heldur að UKIP taki af þeim næg atkvæði, til að Frjálslyndir og Verkamannaflokkurinn nái að sigra í mörgum kjördæmum.

 Og vegna einmenningskjördæmafyrirkomulagsins, myndi það þýða mun færri þingmenn fyrir Íhaldsflokkinn, jafnvel þó að UKIP fái engan.

Jafnvel þó að stærstur hluti kjósenda verði frá miðjunni og til hægri, vinni Verkamannaflokkurinn stórsigur vegna dreifingar atkvæða.

Það er ef til vill full djúpt í árina tekið að segja að UKIP sé einsmálsflokkur, en það verður ekki horft fram hjá því að þungi málflutnings hans hefur falist í gagnrýni á Evrópusambandið og að Bretlandi sé fyrir bestu að yfirgefa "Sambandið".

Skýringar Íhaldsflokksins í þá veru að kjósendur séu fyrst og fremst að láta í ljós óánægju, kann auðvitað að vera rétt, en flokkurinn ætti þá að hafa í huga hverju kjósendur eru að mótmæla.

Reyndar má sjá það víða um heim að kjósendur virðast þreyttir á hefðbundnum stjórnmálaflokkum og "hefðbundnum lausnum" þeirra.   Sú þreyta virðist þó ekki hvað síst vera innan "Sambandsins", þar sem kjósendur virðast vera orðnir þreyttir á því að eina lausnin sem má nefna í sambandi við vandræði "Sambandsins", er meira samband.

 

P.S.  Myndin er frá Eastleigh, þar sem gætti vaxandi þreytu á áróðri frá flokkum og frambjóðendum.

 


mbl.is Frjálslyndi flokkurinn sigraði í aukakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband