Ríkisstjórn Íslands ekki samkoma kórdrengja

Kórdrengir myndu líklega ekki ná langt í FBI.  Það myndu þeir líklega ekki heldur gera í Íslenskum stjórnmálum.

Og alls ekki ná sama stjórnmálaaldri og Össur, Jóhanna, Ögmundur eða Steingrímur J. Sigfússon.

En því hefur ekki verið svarað hvað Íslensku hagsmunir lágu að baki því að ríkisstjóirnin hafði afskipti af því að Íslenskur ríkisborgari hafði af fúsum og frjálsum vilja samstarf við FBI.

Einstaklingurinn fór síðan af landi brott með Bandarísku alríkislögreglumönnunum, og dvaldi í Bandaríkjunum í nokkra daga og sneri síðan heim á leið.  Frjáls ferða sinna.

Var þetta andsnúið hagsmunum Íslenska ríkisins, eða Íslensku ríkisstjórnarinnar?

Hvað knúði Íslenska ráðherra til þess að skipta sér af lögregulstörfum með þessum hætti?

Verður því einhverntíma svarað?


mbl.is FBI ekki samkoma kórdrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt að nokkur íslenskur ríkisborgari skuli verja það að lögregluyfirvöld annara ríkja starfi að eigin geðþótta og leyfislaust hér á landi. Sjáið þið það fyrir ykkur að íslensk lögregla geti farið slíku fram í nokkru ríki. Ég segi bara eins og Dabbi "Svona gera menn ekki"

Bergur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 18:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Staðreyndin er auðvitað sú að FBI kom ekki hingað í leyfisleysi.  En Íslensk stjórnvöld virðast hafa lagt mikla áherslu á að því samstarfi yrði slitið.

Hvers vegna var það svo nauðsynlegt?

Hvaða hagsmunum þjónaði það?

Það eru ótal spurningar í þessu máli sem ekki hafa verið gefin nein svör við.

Ógnaði það Íslensikum hagsmunumað Íslesnkur ríkisborgari ætti í sjálfviljugu samstarfi við FBI?

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2013 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband