Eins og völundarhús án útgönguleiðar

Það er vissulega framfaraskref að frammámenn innan "Sambandsins" vilji fara að gera ráð fyrir því að hægt sé að yfirgefa myntsamstarfið.

Það bendir til þess að í það minnsta kosti einhverjir séu orðnir víðsýnari en svo að eina lausnin sé meira af því sama, eins og ein vinsæl mantra "Sambandsins" hljómar upp á.

Það er reyndar með eindæmum að "sjálfstæðar" þjóðir skuli hafa samþykkt að taka þátt í myntsamstarfi sem ekki er skír og skilmerkileg útgönguleið úr.

Það sama má segja um þjóðir sem hafa skuldbundið sig til þess samstarfs "eins fljótt og auðið er", án þess að útgönguleið sé til.  

Það er ef til vill ekki að undra að þær þjóðir sem ekki eru komnar inn í "völundarhúsið", en eru skuldbundnar til þess að fara inn, skuli eftir fremsta megni reyna að fresta inngöngunni.

En þetta er auðvitað partur af umræðunni sem Cameron vakti upp, það að "Sambandið" þurfi að vera sveigjanlegra og að "ein stærð henti ekki öllum".

En þeir sem tala um að eina lausnin við vandræðum  "Sambandsins" , sé meira "Samband" eru augljóslega ekki sammála slíkum þankagangi.

Eins og er eru það þeir sem ráða ferðinni.

Þess vegna er tómt mál að tala um að ganga í "Sambandð" á eigin forsendum.  

Einu forsendurnar sem bjóðast eru forsendur "Sambandsins".

Þess vegna er áríðandi fyrir Íslendinga að láta ekki glepjast og segja nei við "Sambandsaðild".


mbl.is Geti yfirgefið evruna og Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband