Hinir skyni skroppnu kjósendur

Stundum er sagt að það sé erfitt að vinna kosningar í kappræðum.  Það sé hins vegar afar auðvelt að tapa þeim.  Það þurfi ekki nema ein mistök.

Það er spurning hvort að slík mistök hafi orðið í Kastljósi gærdagsins þegar Árni Páll Árnason fór að tala um að hann trúi því ekki að það séu til nógu margir skyni skroppnir kjósendur til að andstæðingar hans beri sigur úr býtum í komandi kosningum.

Það var sérstaklega slæmt fyrir Árna að spyrillinn greip mistök hans á lofti og endurtók þau og spurði hann svara.  Sem Árni Páll hafði í raun ekk.

Það er ekki gott að fullyrða að meirihluti þeirra sem hafa tekið afstöðu í nýlegum skoðanakönnunum séu skyni skroppnir einstaklingar.  

Ekki gott pólítískt veganesti.

En það er erfitt að meta hvort að þetta á eftir að hafa einhver áhrif á formannskosninguna sem nú stendur yfir í Samfylkingunni.

Ef til vill munu félagsmenn í Samfylkingunni refsa Árna Páli fyrir mistökin og telja að slíkur hroki eigi ekki heima i forystu Samfylkingarinnar, ef til vill munu þeir leiða þetta hjá sér.  Einhver hluti þeirra kann svo að vera sammála Árna Páli í þessum efnum.

Svipuð röksemdafærsla hefur heyrst oft úr þeim herbúðum undanfarna daga.  Munurinn hefur þó verið að hún hefur verið betur og kurteislega sett fram.  Það skiptir miklu máli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati missti hann sig algjörlega í þættinum.  Ákafin var slíkur að hann gjörsamlega gleymdi sér.  Þetta gæti líka skrifast á örvæntingu Samfylkingarinnar, sem horfir upp á eina málið sem þeir hafa vera að gufa upp fyrir framan nefið á þeim.  Skiljanlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2013 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband