Ríkisstjórnarflokkarnir rúnir trausti

Það sem er áberandi í þessari könnun er að ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn eru rúnir trausti,

Annað sem er áberandi er gríðarleg aukning í fylgi Bjartrar framtíðar.

Framóknarflokkurinn hlýtur að vera verulega vonsvikinn með sinn hlut en Sjálfstæðisflokkurinn stendur afar vel, virðist vera búinn að ná fyrri styrk að verulegu leyti.

En enn er langur tími til kosninga, sem vinnast ekki í skoðanakönnunum, þó að þær geti vissulega létt undir og hjálpað flokkum.

En það verður fróðlegt að fylgjast með kosningabaráttunni á næstu vikum og mánuðum.  Vinstri græn hljóta að vera nokkuð uggandi um sína stöðu og virðast eiga í vök að verjast.  Hver ný könnun sýnir þá í verri stöðu,.

Eins hlýtur Framsóknarflokkurinn að vera nokkuð áhyggjufullur, kyrrstaða er hlutskipti flokksins sem er varla ásættanlegt, verandi í stjórnarandstöðu á móti virklega óvinsælli ríkisstjórn.  Flokkurinn þarf að leggja mikið á sig í kosningabaráttunni og ná að kynna sig og sína ef þeir eiga að ná að auka hlut sinn.

Samfylkingin er auðvitað fyrst og fremst að hugsa um komandi formannskjör og úrslitin þar ráða líklega miklu.  Ég spái því að ef Guðbjartur vinnur, aukist straumurinn frá flokknum yfir til Bjartrar framtíðar.  En það er erfitt fyrir Samfylkinguna að sækja hart á fylgi Bjartrar framtíðar, því eins og Össur sagði er varla hnífsblaðsmunru á stefnu flokkannna og frambjóðendurnir margir vel kunnir innan Samfylkingarinnar?

Hvernig gagnrýnir flokkur spegilmynd sína?

Sjálfstæðisflokkurinn mun, allavegna fyrst í stað, líklega reka varfengna kosningabaráttu.  Þar mun gilda að stíga varlega til jarðar, gera ekkert sem gæti styggt þann stóra hóp kjósenda sem hyggst styðja flokkinn og treysta á óvnsældir ríkisstjórnarflokkanna.

Það verður ekki síst fróðlegt að fylgjast með kosningabaráttu Bjartrar framtíðar.  Líklega munu þeir hafa minna úr að spila en hinir flokkarnir, en á móti kemur að frambjóðendur þeirra eru afar vel tengdir inn í fjöldmiðla, sem verður auðvitað ekki metið til fjár.

Þess hefur sést vel merki undanfarna mánuði.  Frambjóðendur Bjartrar framtíðar hafa átt innkomu í fjölmiðla langt umfram stærð eða fylgi flokksins, sem hefur skilað sér í auknu fylgi, sem réttlætir meiri umfjöllum o.s.frv.

En nú eru ekki nema rétt um þrír mánuðir til kosninga, en það er þó  vissulega nægur tími til að hvað sem er geti gerst.  En það er heldur ekki nóg að vinna kosningarnar.  Þá taka við stjórnarmyndunarviðræður og þær gætu vissulega verið erfiðari þetta árið, en oft áður.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband