Guðmundur Steingrímsson tók þátt í því að undirbyggja flækjuna og erfiðleikana

Guðmundur Steingrímsson sér auðvitað gott tækifæri til sð sækja frekara fylgi til Samfylkingar nú þegar brestir koma í ljós í "Sambandsaðildarferlinu".

Samfylkingin á enda erfitt með að verja sig sókn í þeirri átt, því gagnrýni á Bjarta framtíð er eins og gagnrýni á sjálfa sig fyrir Samfylkinguna, stefnan er það lík hjá flokkunum.  Það benti Jóhanna Sigurðardóttir enda eftirminnilega á í Kryddsíldinni.

En í ræðu sinni á Alþingi og í Kastljósinu, hittir Guðmundur Steingrímsson sjálfan sig nokkuð fyrir.  Aðldarumsókn Íslendinga var samþykkt á Alþingi, einmitt með "valdabrölti og átökum" eins og hann nefnir.  Það er enda frekar fágætt að þingmenn lýsi því yfir í ræðustól Alþingis að þeir vilji sækja um aðild að einhverjum samtökum eða samböndum, en lýsi því jafnfram yfir að þeir séu mótfallnir aðild að þeim sömu samtökum.

Guðmundur Steingrímsson hafnaði því jafnframt á Alþingi að reyna að byggja betur undir málið og reyna að byggja sátt með því að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild að "Sambandinu" eður ei.

Þar treysti hann ekki kjósendum (eða þjóðinni eins og lýðskrumarar tala gjarna um) um að taka ákvörðunina.  Nei, sú ákvörðun þótti honum rétt að væri þingmanna einna.

Þar, eins og í flestum öðrum málum stóð hann þétt með Samfylkingunni.

En auðvitað hafði Alþingi fullan rétt á þvi að taka slíka ákvörðun, hún var leidd til lykta með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu (þó að óeðlilegum þrýstingi kunni að hafa verið beitt).  

En alþingismenn, jafnt sem aðrir hafa rétt á að skipta um skoðun.  Það getur oft talist þroskamerki, að einstaklingar þori að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér og vilji skipta um kúrs.

Því er það alveg jafn réttur Alþingis, og alveg jafn lýðræðisleg ákvörðun að Alþingi ákveði að draga aðildarumsóknina til baka.  Slíkt má leiða til lykta með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á Alþingi.

En aðildarumsóknin stendur illa, vegna þess að vafi leikur á stuðningi við hana á Alþingi og nær allar skoðanakannanir benda til þess að meirihiluti kjósenda sé henni andvígur.

Það sést svo vel, hve vanhugsað það var að leita ekki álits kjósenda, með þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort sækja ætti um.  Sú vanhugsaða ákvörðun var tekin með stuðningi Guðmundar Steingrímssonar.

Það var því m.a. Guðmundur Steingrímsson, sem hjálpaði ríkisstjórninni að koma þessu máli í þessa fllækju og í þessa erfiðleika.  Ef málið hefði verið sett í þjóðaratkvæði, hefði leiðin verið bein, annað hovrt til höfnunar eða sterkari umsóknar.

Illa undirbyggð mál lenda gjarna í flækjum og erfiðleikum.

En það er enn hægt að leita eftir skoðunum kjósenda í þessu máli, setja umsóknina á ís og spyrja kjósendur (lýðskrumarar myndu líklega tala um þjóðina) álits, hvort þeir vilji ganga í Evrópusambandið eður ei.  Sömuleiðis má hugsa sér að spyrja kjósendur hvort þeir vilji halda aðlögunarviðræðum áfram eða slíta þeim.

Það er ekki flókið.


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þetta er ekki flókið, ef menn virkilega vilja fá meirihlutaniðurstöðu um málið, með þjóðaratkvæðagreiðslu.  En Guðmundur og Samfylkingin eru dauðhrædd við dóm þjóðarinnar, þess vegna er allt þetta offors og klækir sem eru að setja málið í óleysanlegan hnút.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 13:04

2 identicon

Já ég hjó eftir þessu líka með Gumund í Kastljósinu.  Það var ekki í lagi að spyrja þjóðina (ég sé enga ástæðu til að nota annað orð) hvort hún vildi "skoða í pakkann" heldur skyldu fulltrúar hennar á þingi merja það í gegn, en svo ætla menn að gerast mjög lýðræðislegir og láta þjóðina (besta orðið) kjósa um aðild.

    Auðvitað er það meiriháttar mál að sækja um aðild og fólk sem fer út í stórfelldar breytingar á stjórnarskrá m.a. til að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna, er ekki sjálfu sér samkvæmt að ætla að laumast á bak við þjóðina (ég er víst lýðskrumari ;-)  )  í þessu máli.

Nei, lýðskrumið er auðvitað þetta að tala um gildi þjóðaratkvæðagreiðslna en koma í veg fyrir að þær séu viðhafðar í málum þar sem maður vill sjálfur aðra útkomu.

Kjósum um framhald aðildaviðræðna í þingkosningunum í vor, anna er heimska!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 13:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sérstaklega í ljósi þess sem Olli Rehn sagði; að menn sækja ekki um aðild nema fullur vilji sé til þess að ganga í sambandið og meirihlutavilji sé fyrir því meðal þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 15:41

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er bara bull hjá þér g.tómas - þetta var lýðræðislega ákveðið að fara í samninga við esb. að kjósa um aðild á undan samningum eru auðvitað bara rugl/bull líka.

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 00:10

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Rafn.  Það er nákvæmlega jafn lýðræðislegt að Alþingi samþykki að draga aðildarumsókn til baka og að Alþingi samþykki að sækja um aðild.  Alþingi hefur fulla heimild til hvors tveggja.

Auðvitað er það umdeilanlegt, en ég hygg að fleiri myndu telja það stærri ákvörðun að sækja um aðild, en að draga umsóknina til baka.

Núverandi ríkisstjórn, með fulltingi m.a. Guðmundar Steingrímssonar, hafnaði því í atkvæðagreiðslu á Alþingi að umsóknin yrði lögð í dóm kjósenda.  Það þýðir ekki að ákvörðunin sé ólýðræðisleg.  Að nákvæmlega sama skapi er það ekki ólýðræðislegt að Alþingi ákveði að draga umsóknina til baka.

En best væri auðvitað að leggja málið í dóm kjósenda, betra seint en aldrei.

Jafnvel lýðræðislega teknar ákvarðanir eru ekki óumbreytanlegar.

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2013 kl. 05:51

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Málið með "þjóðaratkvæðagreiðslur" og "vilja þjóðarinnar", nú eða að "leggja málið í dóm þjóðarinnar", er að ekki einu sinni öll þjóðin hefur atkvæðisrétt (hvað þá að hún rúmist í Háskólabíói :-)

Svo er ekki nema hluti hþeirra sem hafa þó atkvæðisrétt, sem mæta á kjörstað, en það er önnur saga.

Það eru því kjósendur sem fella dóm í kosningum.

Það er hins vegar vöntun á góðum orðum og hugtökum sem betur lýsa því sem fram fer.

En kjósendur og þjóðin eru tvö ólík mengi eða þýði (svo ég slái um mig með hugtökum :-) , þau að þau skarist verulega að sjálfsögðu að verulegu leyti.

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2013 kl. 05:56

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það var fyrr en vænta mátti að til yrði arftaki vitlausasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar.  Þar fer maður sem slæst ekki bara við vindmillur, heldur líka þjóð sem vill fá að ráð því hvort hún fær að ráða sér sjálf frekar en að henni verði skipaðir til þess ókosnir Evrópumenn. 

En þessi ríkisstjórn stal sér atkvæðum til að koma sér upp þingmönnum sem hægt var að sveigja til hlýðni við Evrópusambands aðildarumsókn.  Það má því deila um hvort hún sé lögleg, en ærleg er hún ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2013 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband