Samfylking + Björt framtíð =

Ég hef áður rætt um það hér á blogginu að mér þyki sterkur svipur með stefnumálum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Ég hef gengið það langt að segja að Björt framtíð sé líkt og óþarft bergmál af Samfylkingunni.

En Björt framtíð virðist vera að ná flugi um þessar mundir, jafnframt sem flokkurinn virðist reyna að skilja sig að einvherju marki frá ríkisstjórninni.

En það er athyglivert að þegar lagðar eru saman fylgistölur Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, er niðurstaðan 30.6% af þeim sem taka afstöðu.

Sú tala er nokkurn vegin sú sama og Samfylkingin fékk upp úr kjörkössunum og í skoðanakönnunum stuttu fyrir síðustu kosningar.

 Ef til vill má því draga þá ályktun að Bjartri framtíð hafi tekist að staðsetja sig þar sem rökréttast er fyrir þau að ná í fylgi - frá Samfylkingunni.

Óánægðir kjósendur Samfylkingarinnar vilji sömu stefnumálin en annað fólk.  En spurningin hlýtur líka að vakna, hversu mismunandi fólkið er?

En það reynir fyrst fyrir alvöru á flokka eins og Bjarta framtíð þegar ljóst verður hverjir skipa listana og hvernig stefnuskrá verður lögð fram fyrir kosningar.

 


mbl.is Björt framtíð með 8,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband