Gjaldmiðill tryggir ekki kaupmátt

Euroið getur ekki tryggt kaupmátt frekar en nokkur annar gjaldmiðill.  Grikkir eru að kynnast því milliliðalaust þessa dagana.  Ekki aðeins hafa laun lækkað verulega, heldur hefur atvinnuleysi sömuleiðis rokið upp og er vel yfir 20%.  Atvinnuleysi á meðal ungs fólk er yfir 50%.

Eins og kemur fram í fréttinni hafa laun lækkað að meðaltali um 23%, það þýðir auðvitað að sumir hafa ekki tekið á sig neina lækkun, en aðrir hafa lækkað mun meira.  Þegar gengið sígur hlifir það hins vega engum.

Þetta er einfaldlega enn ein sönnun þess að efnahagskerfi leita jafnvægis, sé ein breytan tekin út, leiðrétta hinar sig þeim mun skarpar.  Grikkir hafa tekið sveiflur í gjaldmiðlinum að mestu leyti út, og fest hann við gjaldmiðil euroríkjanna.   Það þýðir að kaupgjald verður að lækka í staðinn og/eða atvinnuleysi eykst.

Að skipta um gjaldmiðil er að enginn töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika eins og margir "Sambandsinnar" hafa haldið fram.  Það er einfaldlega lýðskrum, lýðskrum sem notað var óspart af Samfylkingunni fyrir síðustu kosningar.

Allt of hátt gengi gjaldmiðils Grikklands, hefur ekki eingöngu eyðilagt samkeppnisstöðu þeirra gagnvart sterkari euroþjóðum, heldur sömuleiðis gagnvart innflutningi frá Asíu og víðar.

Þess vegna er efnahagur Grikklands í kalda koli, gjaldmiðilinn stendur nokkuð keikur, en annað varð undan að láta.


mbl.is Grikkir fá 23% lægri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Takk fyrir góða samantekt. Ég held að aðal vandamálið er að fólk þekkir ekki sögu peninga og pólitíkina í kringum peninga að þess vegna er það svona blint í þessari umræðu um krónuna og evruna, mæli með þessari hérna mynd um málið: The Money Masters

Mofi, 23.5.2012 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband