Vegir liggja til allra átta, en flestir niður á við

Ég held að fæstum hafi komið það á óvart að lánshæfismat Frakklands hafi verið lækkað niður í AA. En þeir hafa verið býsna margir sem vonuðust til þess að það yrði ekki.

Ég efast þó um að þeir hafi verið mikið færri sem vonuðust eftir því að matið yrði lækkað. Það er að segja allur sá fjöldi sem hefur selt "framtíðareuro" á lægri gengi en myntin hefur í dag.

Það hafa enda margir undrast hvað euroið hefur haldið styrk sínum, þó það hafi reyndar látið verulega undan síga, sérstaklega gagnvart Japanska jeninu, en ekki síður gagnvart ýmsum smærri myntum s.s. Sænsku og Norsku krónunum. Svissneski frankinn er síðan sér kapítuli, því enginn veit hvað Svissneski seðlabankinn hefur keypt mikið af euroum til að halda gengi frankans niðri og eurosins uppi. Það má reyndar segja að almenningur viti lítið um af hvað miklum krafti seðlabankar beita sér á þessum markaði, og fær lítið að vita um það.

The Battle goes on Euro Joep Bertrams DutchEn þessi lækkun á lánshæfismati getur haft mikil áhrif.  Hún hefur líklega áhrif til hækkunar á lánskostnaði hjá ríkjunum og einnig á fjármögnun EFSF, en Frakkland og Ítalíu er ætlað stórt hlutverk þar (Frakkland á að leggja fram u.þ.b. 20%).  Lækkun Frakklands ýtir sömuleiðis undir líkurnar á því að Sarkozy falli og Hollande, frambjóðandi sósíalista verði forseti.  Það minnkar hins vegar líkurnar á því að Frakkland haldi áfram á niðurskurðarbrautinni eða að gerðar verði miklar umbætur á vinnumarkaði.  Sem aftur kann að fara misjafnlega í Þjóðverja.

Enn og aftur hnýta Franskir stjórnmálamenn í matsfyrirtækið og gagnrýna um leið að lánshæfismatseinkunn Bretlands skuli ekki vera lækkuð, fyrst Frakkland þurfi að þola þá hneysu.  Nú hafa sömu raddir heyrst úr Þýska stjórnkerfinu.  Það er auðvitað til marks um pirringinn, ekki hvað síst út í Breta.  Sem aldrei fyrr sést hve afstaða þeirra að standa utan eurosins var rétt, enda er þeirra eigin mynt það sem gerir gæfumuninn að þeir haldi sinni AAA einkunn.

En þær geta orðið örlagaríkar vikurnar fram undan.  Fréttirnar um að samningar á milli Grikklands og lánadrottna þeirra gengju illa og samkomulag langt undan, eru í raun ekki síður alvarlegar eða jafnvel alvarlegri.  Ef ekkert breytist þar horfist Grikkland í augu við gjaldþrot.  Lækkun á lánshæfismati eykur ekki getu annara euroþjóða til að koma til hjálpar.

Krafan um sameiginlegar aðgerðir, sameiginleg skuldabréf og frekari samruna verða því á háværari.  Það er er hins vegar erfiður pakki fyrir stjórnmálemennina að "selja".  En áköllín um að þörf sé að setja fram neyðaráætlun um hvernig eurosvæðið verði brotið niður eru líka háværari og heyrast æ oftar.

Eins og máltækið segir, nú eru góð ráð dýr, og líklega er það rétt að lausnin, ef menn ná að sammælast um eitthvað í þá áttina, kostar líklega fleiri og fleiri euro með hverri vikunni sem líður.

 


mbl.is Lánshæfislækkunin „ekki stórslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Evran er ekki vandamálið, heldur ofbeldisfull stjórnsýsla matsfyrirtækjanna, alveg frá frá stofnun þeirra.

Saklaust fólk er dregið inn í þetta hel-matsfyrirtækja-herbragð um víða veröld, af örfáum heims-auðmönnum (ræningjum/glæpamönnum).

Ég stend með almenningi í Frakklandi, og almenningi yfirleitt og alls staðar. Svona aftökur eiga engan siðferðislegan rétt á sér. Það verður að klyfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í "siðmenntunar-skólakerfi" heimsins!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2012 kl. 20:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gríðarleg skuldetning ríkjanna er grunnur vandans.  Fjárlög Frakkaland hafa ekki verið í plús í nærri því 40 ár.  Það er ekki að velta skuldunum yfir á börnin sín, það er að velta skuldunum yfir á barnabörnin sín og börnin þeirra.  Í næstum 40 ár hafa Frakkar í greitt niður skuldir sínar, heldur í raun aðeins framlengt í þeim.

Euroið sjálft er ekki vandamálið sjálft (gjaldmiðlar eru það ekki, heldur efnahagsstjórnin), en það ýkir hins vegar vandan.  Það spyrðir Frakka og önnur euroríki við Gríkkland, Portúgal, Ítalíu o.s.frv.  Það tengir saman slæma efnahagsstjórn í fleiru en einu ríki.

Matsfyrirtækin eru auðvitað engin stóri eða endanlegur dómur.  Það er enda öllum í sjálfsvald sett hvort þeir fara efitr þeim eður ei.  Þau eru heldur ekki hafin yfir það að gera mistök. 

Einhver stærstu mistök undanfarinna ára er líklega að telja skuldabréf margra ríkja án áhættu.

Eða eins og fjármálaráðherra Frakka sagði sjálfur fyrir fáum vikum.  Gjaldþrot er ekki lengur abstrakt orð.

G. Tómas Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband