Þýskaland hagnast á eurokrísunni

Jafn undarlegt og það hljómar má segja að Þýskaland hafi ekki gert neitt nema hagnast á eurokrísunni hingað til.

Vantraust á öðrum euroríkjum, sem nú þurfa að borga himinháa vexti á skuldabréfum sínu, hefur ýtt fjárfestum að Þýskum bréfum og eftirspurnin er nú svo mikil að fjárfestar borga Þýska ríkinu fyrir að fá að fjárfesta í skammtímabréfum þess.  Draumur hvers skuldara.

The Working force top 30 HSBCAtvinnuleysi hefur farið minnkandi í Þýskalandi og er nú vel undir meðallagi á eurosvæðinu.  Það er þrátt fyrir að innflytjendum hafi fjölgað um u.þ.b. 19% fyrstu 6. mánuðina á síðasta ári.  Fjöldinn á því tímabili var 435.000.

Það að atvinnuleysi dragist saman þrátt fyrri mikinn fjölda innflytjenda eru auðvitað góðar fréttir fyrir þjóðverja.  Mikill hluti innflytjenda er ungt og býsna vel menntað fólk, sem meðal annars kemur frá þeim löndum eurosvæðisins sem er í hvað mestum vandræðum.  Aukinn fjöldi á vinnumarkaði bætir útlitið fyrir framtíðina og skýtur stoðum undir ríkisútgjöld og eftirlaunaskuldbindingar.  En fólksfækkun og eftirlaunaskuldbindingar eru oft taldar með mestu ógnum við framtíð Evrópskra ríkja. 

Mikill hluti hagnaðar Þjóðverja kemur þó ef til vill frá veikingu eurosins.  Þó að eurokrísan kunni að hafa í för með sér samdrátt á útflutningi Þjóðverja innan svæðisins, tekur eurosvæðið aðeins til sín 40% af útflutningi landsins.  Hinn hluti útflutnings Þjóðverja verður því á hagstæðara verði nú þegar euroið hefur látið undan síga.

Það má reyndar halda því fram að uppbygging eurosins sígengisfelli mynt Þjóðverja á sama tíma og það skilar öðrum þjóðum hærra gengi en þær margar ráða við.

Allir draumórar um að hin sameiginlega mynt myndi samstilla efnahagskerfi þeirra landa sem notuðu hana, hafa sýnt sig að vera aðeins það, draumórar.

En þó að eurokrísan hafi fært Þjóðverjum ýmislegan ávinning, er ekki þar með sagt að þeir hafi ekki mikið undir.  Ef euroið fær slæman skell, eða eurosvæðið fer að liðast í sundur tapa líklega engir eins miklu og Þjóðverjar. 

En sú hægfara krísa sem skekur eurosvæðið hefur skilað þeim ávinningi.  Sívaxandi kröfur um "millifærslubandalag", sameiginleg skuldabréf, "fjárhagslega samábyrgð" og frekari samruna gera hins vegar allar fjárhagslegar kröfur á Þjóðverja. 

Krísan sem nú skekur eurosvæðið hefur aukið á það misgengi sem hin sameiginlega mynt hafði búið til á undanförnum áratug eða svo.

P.S. Þær tölur sem nefndar eru hér eru flestar fengnar úr grein Der Spiegel, Europe's Crisis Is Germany's Blessing

Stöplaritið er spá um þróun mannfjölda á vinnumarkaði mismunandi ríkja fram til árið 2050.  Það er fengið að láni úr spá HSBC bankans um þróun stærstu efnahagsvelda til 2050.  Það er hægt að sjá stærra með því að klikka á það í tvígang.

 


mbl.is Mikil eftirspurn eftir þýskum bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband