Hvar sem tveir peningar koma saman, þar eru Steingrímur og Jóhanna - og vilja helst fá annan þeirra

Það hefur verið alveg ljóst síðan "hreina tæra vinstristjórnin" tók við völdum á Íslandi að stefnan hefur verið að skattleggja flest það sem hægt er að skattleggja.  Hækka gildandi skatta, endurvekja niðurlagða og finna upp nýja.

Eignir landsmanna hafa sérstaklega þótt gott skotmark og inneign í lífeyrisjóðum flokkast auðvitað þar undir og þar að auki eignir sem engin leið er að færa undan skattagömmunum og liggja þannig vel við höggi.

Ef Steingrímur fengi að ráða yrðu allir dagar að skattadögum.  Tæplega helmingur er ekki nóg.

Hafa verður í huga slagorð Steingríms "you aint seen nothing yet", á við hér sem annarsstaðar.  (Það er eiginlega hálf óhugnanlegt hvað margir Íslenskir vinstri menn velja að nota þetta slagorð, Össur, Ólafur Ragnar og Steingrímur, hvers eiga BTO að gjalda að lenda í þessum félagsskap?).

Það að skattheimtan auki á mismun þeirra sem vinna á almennum vinnumarkaði gegn opinberum starfsmönnum er eitthvað sem Jóhönna og Steingrímur láta sér í léttu rúmi liggja.  Þetta rímar við stefna þeirra að skera hvað minnst niður í stjórnkerfinu, enda ríkisstarfsmenn þeirra ær og kýr í fleiri en einum skilningi.

Íslendingar eiga betra skilið, það þarf að skipta um ríkisstjórn.  Ísland þarf kosningar.


mbl.is Skerðast lífeyrisgreiðslur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband