"Markaðsóróinn" vindur upp á sig, euroið sem heild á athugunarlista.

Europe all together HELPÞað hefur líklega ýmsum brugðið í brún, en þó ætti þetta ekki að koma með öllu á óvart.  Þó leyfi ég mér um að efast að mörgum hafi rennt í grun að eurosvæðið sem heild yrði sett á athugunarlista. 

En ef til vill er það þó ekki óeðlilegt, ef um aukinn samruna og eftirgjöf á fullveldi og sjálfstæði verður að ræða, þá hífir það lakari ríkin upp, en að sama skapi dragast betur settu ríkin niður.  Auðveldlega hægt að samþykkja slík rök.

En ef til vill er það ekki síst þessi hluti af yfirlýsingu S&P sem vekur athygli:

We expect to conclude our review of eurozone sovereign ratings as soon as possible following the EU summit scheduled for Dec. 8 and 9, 2011. Depending on the score changes, if any, that our rating committees agree are appropriate for each sovereign, we believe that ratings could be lowered by up to one notch for Austria, Belgium, Finland, Germany, Netherlands, and Luxembourg, and by up to two notches for the other governments.

Þarna er talað um lækkun fyrir betur settu eurolöndin um 1. þrep, en allt að 2. þrep fyrir afganginn og Frakkland væri þar á meðal.

En ástæðurnar fyrir þessum breytingum á stöðu euroríkjanna eru eftirfarandi að mati S&P:

(1) Tightening credit conditions across the eurozone;

(2) Markedly higher risk premiums on a growing number of eurozone sovereigns, including some that are currently rated 'AAA';

(3) Continuing disagreements among European policy makers on how to tackle the immediate market confidence crisis and, longer term, how to ensure greater economic, financial, and fiscal convergence among eurozone members;

(4) High levels of government and household indebtedness across a large area of the eurozone; and

(5) The rising risk of economic recession in the eurozone as a whole in 2012. Currently, we expect output to decline next year in countries such as Spain, Portugal and Greece, but we now assign a 40% probability of a fall in output for the eurozone as a whole.

Yfirlýsinguna í heild má finna hér.


mbl.is Allt evrusvæðið á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verðum við ekki að sýna drengskap og bjóða fram aðstoð?

Við gætum t.d. boðið þeim að tengja sig við krónuna okkar!

Án gamans þá er það komið í ljós að það er jólasveinatengd pólitík að ætla að telja okkur trú um það fyrst um sinn að við upptöku evrunnar verði allar efnahagsraunir að baki á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þeirra vandamál eru nokkuð annars eðlis en Íslendinga, þó þau séu ekki síður alvarleg.

Euroið hefur haldið verðgildi sínu, þó að enginn viti raunar hve háum fjárhæðum t.d. Sviss hefur varið í að halda uppi verðgildi eurosins.  Það sama má reyndar segja um Bandaríkin og fleiri aðila.  Enginn vill að euroið falli, og innflutningur þangað verði erfiðari og útflutningur euroríkja og þá sérstaklega Þjóðverja auðveldari.

En innbyrðis togstreitan og mismunandi samkeppnishæfni norður og suðurríkjanna (merkilegt hvað oft í sögunni baráttan stendur á milli norður og suðurs).  En það er alveg rétt að það er skrýtin pólítík að vilja ekkert frekar en að standa á bjargbrúninni með euroríkjunum.  En það er ekki það eina skrýtna sem kemur frá núverandi ríkisstjórn.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 00:13

3 identicon

Þórðargleði bloggverja Mbl.is nær nýjum hæðum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 00:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þórðargleði umræðan er ekki ný af nálinni, og skýtur alltaf upp kollinum þegar "Sambandssinnum" kæra sig síður um að svara með rökum,

Ég birti færslu fyrir all nokkrum sem ég kallaði:  Í gleði hjá Þórði, hún er enn í fullu gildi.  Hér eru hlutar úr henni:

Ég hef rekist nokkuð á þá fullyrðingu að undanförnu að andstæðingar "Sambandsaðildar" standi fyrir mikilli "Þórðargleði" vegna vandræða "Sambandsins" og þá sérstklega Eurosvæðisins.

Nú skal það fram tekið að ég tekið að ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir hönd nema sjálfs míns, en því fer fjarri að ég gleðjist yfir þeim efnahagshremmingum sem nú ganga yfir Eurosvæðið. 

Ekki frekar en ég ætla Íslenskum "Sambandssinnum" að gleðjast yfir efnahagsörðugleikum Íslands og falli krónunnar, sem þeir eru þó vissulega duglegir að vekja athygli á og tala um.

En það er vissulega svo að þó að hvorugt atriðið sé til þess fallið að gleðjast yfir, þýðir það ekki að umræða um þau bæði sé ekki nauðsynleg.

.....

Það hefur líka verið fullyrt að "Sambandsaðild sé töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika.  Það getur varla talist nema eðilegt að rætt sé um efnahagsástandið í Evrópu og slíkar fullyrðingar.  En ég held að enginn gleðjist yfir því að efnahags og viðskiptaráðherra Íslendinga trúi á slíkar töfralausnir.  Ekki einu sinni Þórðargleði.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 01:01

5 identicon

Taka því sem gott er og hafna því sem vont er.

Evran er svoleiðis búinn að sk**falla er það ekki ??!!

Evran er ekki samasem evrópusambandið, alveg eins og Schengen er ekki samasem evrópusambandið...

Endalaust og aftakalaust bull hér í bloggheimum að venju.

Jonsi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:35

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Euroið hefur ekki fallið, þó að það hafi sigið ofurítið í.  Það er ekki stærsta áhyggjuefnið.  Það veit þó raunverulega enginn (eða fáir skulum við segja) hvað lönd eins og Sviss, Bandaríkin og fleiri hafa notað mikið fé til að viðhalda gengi eurosins.  Það vill enginn að gengi þess falli.

Það er hægt að ganga í Schengen án þess að ganga í "Sambandið" eins og Íslendingar vita, og það er líka hægt að vera í "Sambandinu" án þess að vera aðili að Schengen eins og Bretar vita.

En það er ekki hægt að ganga í Evrópusambandið án þess að gangast undir að taka upp euro, (þegar skilyrðum til þess hefur verið fullnægt) nema þá að semja um varanlega undandþágu frá því skilyrði, sem ekki getur talist líklegt að fáist.  Aðeins Bretar og Danir eru undanskildir þeirri kvöð.  Það má því fullyrða að að nokkuð sterk tenging sé þarna á milli.

Þess utan fjallar færslan hér að ofan um eurosvæðið en ekki um "Sambandið" og erfiðleika þess, en það er önnur saga og vissulega er talað um að lesskilningur eigi undir högg að sækja.

Ég held því að bullið sem Jonsi er að tala um í bloggheimum snúi aðallega að honum sjálfum.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 16:19

7 Smámynd: Kári Harðarson

Þegar krónan nær aftur sama styrk og hún hafði gagnvart evru um aldamótin (73 krónur evran) byrja ég að vorkenna evrópubúum, ekki fyrr. Þangað til vildi ég heldur vera í þeirra liði.

Kári Harðarson, 6.12.2011 kl. 16:34

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru fleiri en ein hlið á því máli.  Hverjir eru þessir evrópubúar sem þú ert að tala um?

Norðmenn?  Ég hefði ekkert á móti því að vera í liði með þeim.  Grikkir?  Ég held að ég myndi segja pass.  Portúgalir? Ég hefði heldur engan sérstakan áhuga á því að vera þar, þó að veðurfarið sé hagstætt.  Þjóðverjar?  Já takk, þeir hafa það býsna gott, þó að kaupmáttur almennings hafi í raun ekki stigið sem heitið getur í 20 ár.  Ef til vill er það sem sem að stórum hluta skapar velferðina þar?

Írar?  Þeir eru sem betur fer að rétta úr kútnum, en atvinnuleysi þar er yfir 14%, yfir 100.000 af þeim hafa flutt á brott.  Margir af þeim sem eru eftir hafa lækkað í launum um ríflega 30%.  Fasteignaverð hefur fallið um ríflega helming frá því að það stóð hæðst í bólunni?.  Hljómar þetta Írska ástand ekki nokkuð kunnuglega fyrir Íslendinga?  Nema að sem betur fer er atvinnuástandið mun betra á Íslandi.

Það má ef til vill spyrja þeirrar spurningar og  að svarið verði aldrei nema vangaveltur.  Ef Íslands hefði tekið upp euro áríð 2002, hvernig telur þú að ástandið væri:

A  Eins og í Þýskalandi

B  Eins og í Grikklandi

C  Eins og á Írlandi

D  Eins og Finnlandi

E  Öðruvísi en í öllum þessum löndum, Ísland er alveg sér tilfelli.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband