Auka bónus fyrir heimilin í landinu?

Ég var að enda við að lesa leiðara Viðskiptablaðsins á netinu.  Virkilega góð skrif og fróðlegt að lesa.  Hvet alla til að fylgja hlekknum þangað og lesa frá upphafi til enda.

Hollt og gott fyrir Íslendinga að velta þvi fyrir sér hvaða "meðlæti" þeir hafa verið að borga fyrir um leið og þeir hafa keypt sér í matinn.

Læt hér 2. smá kafla fylgja með:

Það á ekki að koma á óvart að samtryggingin á milli fyrrverandi eigenda Haga og núverandi stjórnenda var traust. Stuttu áður en Arion tók yfir Haga hafði félagið verið látið kaupa verðlítil hlutabréf í sjálfu sér sem voru í eigu stjórnenda. Upphæð viðskiptanna, sem fóru fram á árunum 2008 og 2009, var vel yfir milljarði króna og gengið sem notast var við langt yfir markaðsverði. Sumir myndu segja að bréfin hafi verið verðlaus á þessum tíma.

Það kann að vera að stjórnendur Haga séu góðir rekstrarmenn. Fyrrum eigendur sóttu vopn sín í birgðageymslur fyrirtækisins. Hagar voru notaðir til að ná ítökum í Byr sparisjóði og töpuðu. Hagar sátu uppi með hugsanlega samráðsskuld þegar Skeljungur var seldur Pálma Haraldssyni. Félagið tapaði miklu þegar eigendum FL Group var bjargað um áramótin 2007 og 2008. Og þá á eftir að nefna baráttuna um fjölmiðlaveldi 365 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson beitti Högum til að halda yfirráðum sínum á Fréttablaðinu, Stöð 2 og tengdum miðlum. Það þýddi að Hagar töpuðu minnst 300 milljónum króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband