7. ára gamall sjentilmaður

Ég hitt móður eins af bekkjarsystkinum sonar míns þegar ég beið barnanna fyrir utan skólann í dag.  Hún hafði það eftir dóttur sinni að sonur minn ætti kærustu í bekknum, og nefndi nafn stúlkunnar. 

Þar sem við gengum heimleiðis ákvað ég að bera þetta undir minn mann og spurði hvort að hann ætti einhverja kærustu.  Örlítið undirleitur sagði hann já.   Ég spurði hann næst að því hvað hún héti.  Heldur undirleitari en áður tjáði hann mér að hann myndi það ekki.  Þegar ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri ekki gott að muna ekki nafnið á kærustunni sinni svaraði hann frekar djarfleitur:  Það gerir ekkert til, ég man ennþá hvernig hún lítur út.

Ekki var rætt meira um kærustur á heimleiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband