Skiptir einhverju máli hver er í forsæti?

Ég hef ekki tölu lengur á öllum þeim skiptum sem ég hef heyrt talað um að nauðsyn sé að hafa hraðann á til að nýta einhverja velvild þeirra þjóða sem eru að taka við forsæti í "Sambandinu".  Þessi söngur hefur verið kyrjaður bæði áður og eftir að Íslendingar sóttu um aðild.

Persónulega hef ég ekki nokkra trú á því að þetta skipti máli.

En ef þetta er virkilega eins mikilvægt eins og ýmsir "Sambandssiinnar" láta í veðri vaka sýnir það ekkert nema að uppbyggingu og skipulagi "Sambandsins" hlýtur að vera stórlega ábótavant.  Ef það skiptir öllu máli hver er í forsvari á hverjum tíma, hvernig viðtökur og "traktelsi" Íslendingar eða aðrir umsækjendur fá, er það enn ein sönnun þess að Íslendingar eiga ekkert erindi þangað inn.

Viðmót "Sambandsins" gagnvart umsóknarþjóðum og möguleikar umsóknarþjóðanna getur varla breyst á 6. mánaða fresti, eða er það?

Ég held að í þessu sem mörgu öðru sé flas ekki til fagnaðar.  Það má frekar færa rök fyrir því að það væri best að bíða og sjá til hvernig það "Samband" sem sótt var um aðild í, eigi eftir að breytast á næstu misserum, eða árum.

Íslendingar hafa líklega ekki tekið eftir því, en víða um lönd er mikið rætt um þá krísu sem "Sambandið" og þá sérstaklega gjaldmiðill þess Euroið er í.  Krísan er talin það stór að talað er um að jafnvel þurfi að breyta sáttmálum þess.

 

 

 


mbl.is Jón hraði vinnu í aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 19:37

2 Smámynd: Elle_

Já, það hljómar ólýðræðislegt ef það ætti að skipta máli hverjir eru í forsvari.  Og ekki veit ég hvort það er bara ólýðræðislegasti og spilltasti FLokkurinn á Íslandi sem það kemur frá eða hvort það hefur í alvöru með sambandið sjálft að gera. 

Fyrst var það Jóhanna sem vildi að ´við´ flýttum okkur að sækja um á meðan ´vinir okkar Svíar væru í forsvari´.  Nú kemur Björgvin Sigurðsson úr sama pólitíska FLokki og vil þjóta með allt fram meðan Danir verða í forsvari.  Sömu gömlu vinavæðingarfyrirætlanirnar úr þessum yfirmáta heiðarlega FLokki.  

-----------------------------------------------------------------

Við verðum að fara að hætta að hittast svona Ásthildur mín.  Við höfum ekki við að standa gegn þessum fj. FLokki.  

Elle_, 2.11.2011 kl. 22:05

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er evrópusinni og mitt mat er að það skiptir engu máli hver er í forsvari.

það er ekki hægt að alhæfa svona.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 22:33

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Össur og uppgjafarsinnarnir töluðu um að það þyrfti að sækja um meðan Svíar væru í forsæti, á meðan Finni var stækkunarstjóri og meðan Malta færi með sjávarútvegsmál. Allra helst áður en Spánverjar tækju við forsætinu (út af landhelginni).

Þetta hljómaði eins og esb væri klíkuklúbbur þar sem það að "réttu mennirnir" sætu í stólunum skipti meira máli en lög og reglur.

Núna eru Pólverjar í forsæti og Grikki sér um sjávarútveginn. Ég get ekki séð að það skipti neinu, þetta er enn jafn vonlaust batterí.

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 01:16

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nei, auðvitað á þetta ekki að skipta neinu máli og skiptir því sem næst örugglega engu máli. 

En hver skyldi tilgangur Brusselkratana vera með að halda þessu að Íslendingum?  Jú, ala á þeirri trúa að Íslendingar eigi möguleika á "glæsilegri niðurstöðu", bara ef þeir hugsi minna og hlaupi hraðar.

Að ekki megi stoppa og hugsa, þá gangi góði "díllinn" Íslendingum úr greipum.

Frekar lágkúrulegur málflutningur að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 03:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir ættu ef til vill að lesa það sem Björn Bjarnason er að skrifa frá Þýskalandi.  Hann segir að viðmælendur sínir hafi sagt að það sé enginn frambærleg ástæða fyrir íslendinga að ganga inn í ESB. Og að þeir fái enga flýtimeðferð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jájá... og Björn Bjarnason ræðir bara við Evrópumenn sem eru alveg örugglega á móti ESB. Ef Björn hittir einvhern sem er jákvæður gagnvart ESB þá mun Björn ekki skrifa um það.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 12:49

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Sleggja, lestu Björn áður en þú dæmir. Samtöl hans við þýska stjórnmálamenn sem eru fylgjandi Evrópusambandinu eru uppistaðan í nýjasta pistli hans.

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 12:53

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Greinar Björns eru upplýsandi og alls ekki rétt að hann ræði eingöngu við andstæðinga "Sambands" aðildar.

Það er líka staðreynd að mínu mati að þó að á Evrópuvaktinni megi greina þann halla að þar skrifi menn sem eru andsnúnir "Sambands" aðild fyrir Íslendinga, er "Vaktin" það vefsvæði á Íslandi þar sem umfjöllun um málefni "Sambandsins" er í mestu jafnvægi, ef litið er framhjá stóru miðlunum. Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að líta fram hjá þeim í öllum tilvikum.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 13:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sannkallaðir Sleggjudómar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 14:12

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evrópuvaktin er ekki hlutlaus í þessu samhengi. Ekkert frekar en evropa.blog.is.

kannski.is er skárst af þessu öllu.

Þar fáum við pólana tvo.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 14:31

12 Smámynd: Elle_

Evrópuvakt Björns og Styrmis er faglegur miðill.  Hví ættu þeir að vera hlutlausir í svona alvarlegu máli sem varðar fullveldi landsins?  Þeim er eðlilega ekki sama um fullveldið.  Þú getur ekki ætlast til að menn séu hlutlausir og að ekki megi hlusta á þá þessvegna.  Við eru ekki hlutlaus.  Verðum við þá að þegja??

Elle_, 3.11.2011 kl. 15:27

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og ég sagði áðan er Evrópuvaktin ekki hlutlaus að mínu mati, en hrein hátíð miðað við evropa.blog.is   Enda í raun ekki líku saman að jafna.  evropa.blog.is er á svipuðum slóðum og heimssýnarbloggið, enda álíka grunnur á bakvið þær síður.

"Vaktin" segir fréttir og jafnvel sumar sem ég túlka jákvæðar fyrir "Sambandið".  Hún er enda fréttamiðill.

Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa hvar Evrópuvaktin stendur í baráttunni um hvort Ísland eigi að ganga í "Sambandið" eður ei.  En það sama má í raun segja um visir.is, eyjan.is og pressan.is   RUV hefur heldur staðið sig mjög vel, en virðast þó hafa verið að átta sig á því undanfarnar vikur að eitthvað sé að gerast á Eurosvæðinu.

kannski.is er ágætis tilraun, eða þó finnst mér síðan sem slík ekki mjög áhugaverð, þó að hugsunin sé góð.  En því miður segja mörg svörin ekki til um eiginlega neitt, nema skoðanir höfundar, enda kannski ekki raunhæft að vonast eftir öðru.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 16:01

14 Smámynd: Elle_

Já, ég skildi þig og var að svara HVELLI að ofan.  Var sammála öllu sem þú sagðir.

Elle_, 3.11.2011 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband