Lífið er ljúft

Lífið er óttalega þægilegt þessa dagana. Áreynslulítið ljúft og skemmtilegt.  Ég sit hérna við tölvuna, ætti auðvitað að vera að skrifa og brjóta um fréttabréf Íslendingafélagsins hérna í Toronto, en er ekki alveg í gírnum, sötra argentískt rauðvín, narta í smá bita af brie, finn ennþá bragðið af kalkúnanum sem ég grillaði í kvöld og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér ís eður ei.  Skynsemin segir auðvitað nei, en svo er það auðvitað spurningin hvort að hún hefur ekki fengið að ráða einum of oft?

Laugardagskvöld, en það er svo sem hætt að hafa neina sérstaka merkingu, líklega er ég orðinn of gamall til þess, þess utan svo langt frá Íslandi, að menn eru litnir hornauga ef þeir detta almennilega í það.  Enda ekki hægt að segja að ég hafi orðið almennilega ölvaður, ja, nema auðvitað þegar ég hef skroppið "heim" síðan ég flutti hingað.  Ef til vill er það þess vegna sem ég er farinn að blogga, einhversstaðar verður maður líklega að fá útrás.

Svo þarf maður auðvitað að rífa sig upp eldsnemma í fyrramálið, formúlan byrjar jú um áttaleytið.  Það segir líklega það sem segja þarf, að maður er oftast jafn syfjaður þegar maður horfir á formúluna núna, og maður var þegar maður horfði á hana í Frans, fyrir svona 10 árum eða svo.  Núna 6 tímabeltum seinna á ferðinni.

En það er vonandi að "Skósmiðurinn" gleði okkur Ferrari aðdáendurna með sigri á Nurnbergring á morgun.  Ef fer sem horfir verður hörkubarátta á milli hans og Alonzo.  Meira um það á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband