Úr einu í annað - Bölvun? - númer satans? -

Stundum hefur verið talað um að bölvun hvíli á Kennedy ættinni.  Það var ekki laust við að mér flygi það í hug þegar ég sá þessa frétt í morgun.  Spurning hvort þetta vekur upp einhverja drauga um fyrri bílaóhöpp fjölskyldunnar.  En ég velti því líka fyrir hvað hefði gerst ef svipaður atburður hefði hent í Bretlandi.  Þannig eru fjölmiðlar mismunandi í mismunandi ríkjum.  En hvaða áhrif ætli þetta eigi eftir að hafa fyrir  Patrick Kennedy?

En hér eru fréttir úr NYT og Washington Post , þegar eru komnar fram raddir sem tala um "silkihanskameðferð".  Nú eru ekki svo margir mánuðir til kosninga í Bandaríkjunum, þær verða 7. nóvember ef ég man rétt.  Yfirleitt eru Kennydyar ekki taldir standa höllum fæti í Massachusetts eða Rhode Island, en það er vissulega spurning hvort þetta gæti breytt einhverju þar um?

Sá líka í fréttum að Bubbi Morthens mun halda upp á 50 ára afmælið sitt með tónleikum nefndum 06.06.06, sem mun víst vera afmælisdagurinn hans.  Ég er nú ekki einn af stærri aðdáendum Bubba, en hef samt verið á nokkuð mörgum tónleikum hans, og oftast haft gaman af.  Það hefur auðvitað verið vonlaust að búa á Íslandi án þess að heyra í Bubba og ég hef trú á því að flestir hafi í það minnsta gaman af einu laga hans, ef ekki fleiri.

En það að einn allra ástsælasti rokkari landsins  skuli eiga afmæli þann 06.06.06, finnst mér skemmtileg tilviljun.  Þarf frekari vitnanna við, að það er djöfullinn sem spilar í þessari tónlist?

En að öllu gamni slepptu, þá er þetta skemmtileg dagsetning, og ég leyfi mér að óska afmælisbarninu til hamingju, svona fyrirfram.


mbl.is Tónleikar í sumar í tilefni af fimmtugsafmæli Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband