Ekki marklaus atkvæðagreiðsla

Það er auðvitað firra að halda því fram að atkvæðagreiðslan um IceSavelögin sem fer fram á laugardaginn, og er reyndar þegar hafin sé marklaus.  Slík fullyrðing ber vott um hve slæm staða ríkisstjórnarinnar er, hvað hún hefur haldið illa á málinu og örvæntingu hennar.

Betri samningur hefur ekki verið undirritaður, þó að vissulega sé góður ádráttur þar um. 

Ég hugsa að Íslendingar vilji greiða atkvæði, að hluta til eru þeir að sjálfsögðu að greiða atkvæði um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í IceSave málinu, sem lagði þennan samning fram á Alþingi og samþykkti hann þar, sem bestu fáanlegu niðurstöðuna fyrir Ísland og Íslendinga.

Það er full ástæða til þess að halda nöfnum þeirra þingmanna sem það gerðu til haga, því þeir virðast ekki hafa verið reiðubúnir til að berjast fyrir hagsmunum Íslendingar, heldur virðast aðrir hagsmunir hafa verið settir framar.

Það er því full ástæða til að hvetja Íslendinga til að fara á kjörstað og segja nei.

Yfirlýsingar stjórnmálaforingja um að kosningin sé marklaus eða að þeir ætli jafnvel ekki að taka þátt í kosningunni, eykur aðeins á skömm þeirra.

 


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Málið er að þó það náist nýr samningur fyrir helgi, þá á sá samningur eftir að fara í gegnum þrjár umræður á Alþingi áður en hann verður að lögum og þangað til er sá gamli í gildi og  hann ÆTLUM VIÐ AÐ FELLA Á LAUGARDAGINN.  Það er alveg tilgangslaust fyrir Heilaga Jóhönnu að vera með einhverja útúrsnúninga.

Jóhann Elíasson, 1.3.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband