Útöngubanni hafnað í Noregi

Ég get ekki annað en fagnað þesaari niðurstöðu.  Ég get ekki séð rök fyrir því að Norsk stjórnvöld þurfi á heimild til að setja á útgöngubann að halda.

Það er erfitt að sjá fyrir sér þær kringumstæður sem slíkt yrði nauðsynlegt.

Útgöngubann hefur enda í gegnum söguna helst verið notað af hernámsyfirvöldum hér og þar um heiminn.

Líklega er það ekki síst sú saga sem hefur fengið Norðmenn til að tala gegn lagasetningu um útgöngubann.

Reyndar eru útgöngubönn í gildi hreint ótrúlega víða í faraldrinum, en það er önnur saga.

Hitt er svo að ef að stjórnvöld njóta trausts almennings er líklegt að tilmæli um að halda sig heima og fara ekki út muni ná til yfirgnæfandi meirihluta íbúanna, hvort sem er í Noregi eða annars staðar.

En eing og í mörgum öðrum tilfellum er traust, upplýsingar og fræðsla lykilatriði og mun vænlegri leið en bönn og lagasetningar.

 

 

 


mbl.is Útgöngubannið kolfellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef sala og auglýsingar "fíkniefna" væri lögleg en ekki neysla þeirra.

Ef sala fíkniefnum væri lögleg á Íslandi, en neysla þæirra væri refsiverð mætti líklega lesa svipaða frétt og þá sem hér fer á eftir á Íslenskum miðlum.
 
Á fimmta tug manna hafa nú réttarstöðu sakbornings vegna kaupa á fíkniefnum  á höfuborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í desember. Fylgst var með auglýsingum 11 fíkniefnaasala í nokkrar vikur. Engin fíkniefnasalanna sagðist vera fórnarlamb mansals í skýrslutöku hjá lögreglu. Sakborningar eiga yfir höfði sér sektir og eða dóm eftir alvarleika brotanna. 
 
Í desember síðastliðnum réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í umfangsmiklar aðgerðir við að kortleggja framboð á fíkniefnum. Leitað var að auglýsingum hjá meintum fíkniefnasölum og unnið út frá þeim.
Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi segir að á fimmta tug manna hafi nú réttarstöðu sakbornings.
„Það voru einhverjir handteknir í þessum aðgerðum, en ég er því miður ekki með tölurnar á því en það voru ekki margir. Yfirheyrslur yfir þessum mönnum sem njóta réttarstöðu sakbornings eru nú á lokametrunum.“
Málunum lyktar með sektum og eða dómi eftir alvarleika brota.
„Þetta voru 11 auglýsingar sem við fylgdum eftir. Við ræddum við nokkra af þeim fíkniefnasölum sem að voru á bak við þær auglýsingar. Engin þeirra taldi sig í viðtölum við lögreglu vera fórnarlamb eins né neins og ekki fórnarlömb mansals og allir neituðu því að einhver þriðji aðili væri að hagnast á þeirra starfsemi. Þeir sögðust allir vera hér af fúsum og frjálsum vilja. Og þær sem við töluðum við þá viðurkenndu allir að vera hér til þess eins að stunda fíkniefnasölu. Þeir voru allir af erlendu bergi brotnir þeir sem við töluðum við.“
Lögreglan fer reglulega í aðerðir sem þessar til að fylgjast með málum.
„Og við munum alveg klárlega halda því áfram efir því sem fram vindur.“

 

Þessi frétt er tekin af vef RUV, en í stað vændisseljenda er sett fíkniefnaseljendur.

Hvernig skyldi ástandið vera á Íslandi ef það væri löglegt að selja fíkniefni en ekki að neyta þeirra?

Hvað ef fíkniefnasalar gætu starfað þar óáreittir, auglýst þjónustu sína án vandkvæða, en lögregla fylgdist með auglýsingum og handtæki þá sem vildu kaups sér efni?

Þetta er svo kölluð "Sænsk leið" sem er í gildi á Íslandi.

Það er löglegt að selja, það er löglegt að auglýsa, en það þeir sem "neyta" eru sakfelldir.

Er það rökrétt?

Er ekki rökréttara að annaðhvort sé starfsemi lögleg, eða allar hliðar hennar séu bannaðar?

Skyldu einhverjir þeirra sem nú eru ákærðir fyrir vændiskaup fá vægari dóm á þeirri forsendu að þeir séu kynlífsfíklar?

Er rökrétt að refsa fíklum?

Eykur framboð eftirspurn?

Er það bara eftirspurnin sem drífur áfram framboðið?

Hefur framboðið aukist eða minnkað eftir að framboðshliðin var gerð lögleg?

En eftirspurnin?

Það má ekki auglýsa áfengi, en það má selja og  neyta þess á Íslandi.

Það má selja og auglýsa vændi á Íslandi, en ekki "neyta" þess?

Það má ekki selja, auglýsa eða neyta "fíkniefna" (nema auðvitað áfengis, kaffis, tóbaks, sykurs o.s.frv., eftir skoðun hvers og eins) á Íslandi.

Vill einhver rökstyðja þetta í athugasemdum?

P.S. Bætt við 20. febrúar. 

Það er varla hægt annað en að velta því fyrir sér, hvort að í miðjum faraldri, lögreglan hafi gengið úr skugga um að vændisseljendur hafi virt sóttkví, grímuskyldu og aðrar sóttvarnarreglur sem giltu í desember.

En líklega er auðveldara að reka vændissölu á Íslandi, en að hafa opinn "pub".

 

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband