Að dæsa yfir Pfizer, bóluefni og siðferði

Í sjálfu sér þarf það ekki að koma neinum á óvart (og allra síst svona eftir á, lol) að Pfizer hafi ekki þótt það fyrirhafnarinnar virði að efna til rannsóknar á Íslandi.

Eftirspurnin eftir bóluefni er næg.  500.000 skammtar eru líklega nokkra miljarða (ISK) virði.

Þess utan, þegar framleiðslugetan er takmörkuð og ríki og ríkjasambönd allt að því hóta bóluefnaframleiðendum og "reida" verksmiðjur þeirra, þá verður að stíga varlega til jarðar.

Ég er einnig sammála því að því er líklega (ég er nú langt frá því sérfræðingur) lítið rannsóknargildi í því að bólusetja þjóð þar sem sárafáir hafa veikst og smit eru fá.  Hvernig leiðir slók rannsókn fram gagnsemi bólusetningar?

Ja, ekki nema að hugsunin hafi verið að flytja inn smitaða einstakinga gagngert til að sjá hvernig bólusetningin virkaði.

Sem félags- eða mannfræðirannsókn hefði það hins vegar líklega verið áhugavert, það er að sjá hvernig hegðun og upplifun heillar þjóðar hefði hugsanlega breyst.

En rannsóknin í Ísrael virðist ganga vel og þar má sjá beinan árangur af bólusetningum ef marka má fréttir.  Þó er merkilegt að lesa að smitum fjölgi samhliða því sem fjöldi bólusettra eykst.

Ef til vill má rekja það til bjartsýns atferlis í kjölfar bólusetningar, en um slíkt er erfitt að fullyrða.

Það sem ég á hins vegar erfiðara með að skilja (þó að ég sé meðvitaður um ýmis þau rök sem fram eru færð), er sá siðferðislegi "vinkill" sem mátt hefur heyra nokkuð víða, í fræðasamfélaginu og einnig í hinu pólítíska.

Þá er spurt hvort að réttlætanlegt sé að Íslendingar "fari fram fyrir í röðinni" og yrðu hugsanlega bólusettir á undan öðrum þjóðum.

Þá er ef til vill rétt að velta fyrir sér hvort að Íslendingar hafi hikað við að "fara fram fyrir í röðinni" hingað til?

Nokkurn veginn á sama tímabili og liði hefur frá því að einhver svakalegasti heimsfaraldur (Spænska vekin) geysaði, hafa Íslendingar stigið fram á við, frá því að vera á meðal fátækari þjóða heims til þess að vera á meðal hinna best settu.

Á þeim tíma hafa Íslendingar "farið fram fyrir í röðinni" og menntað íbúa sína betur en flestar aðrar þjóðir.

Íslendingar hafa fjárfest í heilbrgðiskerfi sínu sem hefur sett þá "framar í röðina" en flestar aðrar þjóðir.

Er það siðferðislega rangt?

Fjárfest hefur verið í menntun og tækjabúnaði sem margar aðrar þjóðir hafa ekki, sem t.d. hefur leitt af sér að ungbarnaadauði hefur snarminnkað og lífslíkur Íslensku þjóðarinnar hafa aukist.

Er að siðferðislega rangt?

Miklum fjármunum hefur verið varið til forvarna og lækninga á hinum ýmsu krabbameinum, sem hefur stórlega aukið líflíkur þeirra sem slík mein hrjá á Íslandi.  En vissulega standa krabbameinssjúklingum í mörgum öðrum löndum ekki til boða sömu úrræði.

Er það siðferðislega rangt?

Flestir Íslendingar eru bólusettir við fjölda sjúkdóma, jafnvel þó að íbúum ýmissa annara landa standi slíkt ekki til boða (og alls ekki án gjalds) sömu bólusetningar.

Er það siðferðislega rangt?

Auðvitað er það vinsælt (og Woke, lol) að tala í sífellu um sjálfan sig sem "forréttindapakk", en staðreyndin er sú að vissulega er gæðum heimsins misskipt.

Íslendingar (eins og margar aðrar þjóðir) hafa notað þann auð sem skapast í landinu til að setja íbúa sína "fram fyrir í röðinni" í mörgum efnum.

Er það siðferðislega rangt?

Að þessu sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt að Íslendingar hjálpi fátækari þjóðum með að kaupa bóluefni.

En ég hygg að Íslendingar vilji flestir að Íslenskir hagsmunir séu settir ofar alþjóðlegum, ella væri jú rökrétt að Íslenskum fiskimiðum væri deilt út á milli þjóðanna eftir fólksfjölda eða efnahag.

 

 

 


mbl.is Rannsókn Pfizer í Ísrael lofar góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjátíu ár - Litháen - Ísland

Það vermir vissulega hjartaræturnar að sjá kveðjuna sem Litháen sendir Íslendingum af því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá því að Ísland, fyrst ríkja viðurkenndi Litháen sem sjálfstætt ríki, eða öllu heldur endurheimt sjálfstæðis þeirra.

Að hernámi Sovétríkjanna væri lokið.

Það var vissulega stór atburður og markaði spor í heimsöguna. En Litháen hafði lýsti fyrir endurheimt sjálfstæði 11. mánuðum fyrr, eða 11. mars 1990. Fyrst "lýðvelda" Sovétsins sagði það sig frá því og endurheimti sjálfstæði sitt.

En baráttan var ekki án mannfórna og all nokkrir Litháar guldu með lífi sínu er Sovétið reyndi að kæfa sjálfstæðisvitund þeirra niður, en það var í heldur ekkert nýtt.

Næsta (1991) ár lýstu Lettland og Eistland yfir endurheimt sjálfstæðis síns og sögðu skilið við Sovétið.

Enn og aftur var Ísland í fararbroddi og viðurkenndi hin nýfrjálsu lönd og endurmheimt sjálfstæðis  og tók upp stjórnmálasambönd við þau fyrst ríkja.

Enn sem komið er hef ég ekki heimsótt Litháen, en ég hef ferðast víða í Lettlandi sem og Eistlandi, raunar búið í því síðarnefnda í all nokkur ár.

Í báðum þessum löndum hef ég fundð fyrir gríðarlega þakklæti í garð Íslands og Íslendinga.

Íbúum þessara landa fannst stuðningur Íslands ómetanlegur.

Þeir gerðu sér grein fyrir því að Ísland var ekki stórveldi og myndi aldrei ráða úrslitum í baráttu þeirra.

En að einhver hlustaði og stæði með þeim, "stæði upp" og segði að þeir hefðu rétt fyrir sér, það fannst þeim ómetanlegt og fyrir það eru þeir þakklátir.

Það var alls ekki sjálfgefið að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen 1991 og margir Íslenskir stjórnmálamann höfðu talið öll tormerki á því árið áður, það sama gilti reyndar um flesta (en ekki alla) stjórnmálamenn á Vesturlöndum.

En síðan þá hefur Ísland staðið með mörgum smáþjóðum og verið í fararbroddi að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

En hvar standa Íslendingar í dag?

Myndu Íslendingar viðurkenna sjálfstæði Tíbet?  Viðurkenna að íbúar Taiwan eigi rétt á því að ákveða hvort þeir vilji vera sjálfstæðir eður ei?

Ótal ný ríki hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum og útlit er fyrir að fleiri muni bætast í hópinn á þeim næstu.

Stuðningur Íslands við sjálfsákvörðunarrétt þeirra á enn erindi.

 

 


Bloggfærslur 12. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband