Afglöp ríkisstjórnar eða heilbrigðisráðuneytis?

Það er eiginlega ótrúlegt að lesa að yfirvöld á Íslandi hafi skuldbundið sig til þess að kaupa ekki bóluefni í gegnum neinn annann (eða beint frá framleiðendum) en Evrópusambandið.

Það er þó það sem ég gerði fyrir örfáum mínútum á vísi.is.  Fréttin er höfð eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni.

Það eru ótrúleg afglöp.

Það er ekkert að því að eiga í samstarfi, en að vítaverð afglöp að setja allt sitt traust á einn aðila.

Það er skylda stjórnvalda að upplýsa um hvernig sú ákvörðun var tekin.  Var hún tekin í ríkisstjórn, eða tekin í heilbrigðisráðuneytinu?

Ef hún var tekin í heilbrigðisráðuneytinu var hún tekin af ráðherra eða embættismönnum?  Ef embættismönnum, hvaða embættismönnum eða embættismanni?

Því fyrir slíkar ákvarðanir, hvernig sem þær eru teknar, þarf að vera ljóst hver ber ábyrgðina.

Það er sjálfsögð krafa almennings að slíkt sé upplýst.

Ef við viljum reikna út hvað bóluefni kosta, þá er best að styðjast við þær upplýsingar sem láku út frá Everópusamandinu.

Þá kostar bóluefni Aztra/Zeneka 1.78 euro, bóluefni Johnson og Johnson kostar 8.50 euro, Sanofi/GSK kostr 7.56 euro, Biontech/Pfizer kostar 12 euro, Curevak 10 euro og Moderna 18 euro.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki til hlýtar af hvaða bóluefnum þarf 1. sprautu og af hverjum tvær.

Því reikna ég með að Íslenska ríkið hefði keypt 700.000 skammta af hverju bóluefni.

Þá lítur listinn út svona.

Astra/Zeneka 1.78 euro, X 700.000 X 157 kr. = 195,622,000

J & J, 8.60 euro, X 700.000 X 157 kr = 945,140,000

Sanofi/GSK  7.56 X 700.000 X 157 kr = 830,844,000

BionTech/Pfixer 12 euro X 700.000 X 157 kr = 1,318,800,000

Curevak 10 euro X 700.000 X 157 kr  = 1,099,000,000

Moderna 18 euro X 700.000 X 157 kr = 1,978,200,000

Samanlagt gerir þetta 14,873,866,000, eða tæpa 15. milljarða Íslenskra króna.

Við skulum ekki gera ráð fyrir því að Ísland hefði fengið jafn gott verð og í "hópkaupum" með Evrópusambandinu.

Gerum ráð fyrir því að Ísland hefði þurft að borga 100% hærra verð.

Þá hefðu kaup Íslands á öllum þessum bóluefnum numið u.þ.b. 30. milljörðum.

Ef miðað er við að talað er um að ríkið tapi u.þ.b. milljarði á dag um þessar mundir, hefði slík fjárfesting ekki verið vel þess virði?

Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað einkafyrirtæki (og þar með þjóðarbúið er að tapa stórum fjárhæðum).

Hér er miðað við fjárfestingu fyrir næstum alla Íslendinga í 6. bóluefnum.  Það hefði mátt miða við 10, og fjárfestingin hefði verið öllu hærri.

En samt líklega vel þess virði.

Ef farið hefði verið af stað í t.d. júni síðastliðnum og til dæmis gengið frá kaupum á 700.000 skömmtum af 10 vænlegustu bóluefnunum, hvað hefði það kostað?

Hefði það kostað 60. milljarða? Eða minna?

Eru ekki 60. milljarðar u.þ.b. það sem Íslenska ríkið tapar á 2. mánuðum?

Þrjátíu milljarðar það sem "kófið" kostar ríkissjóð í mánuð?

Ef til vill hefði ekki verið síður þörf á hagfræðingum og stærðfræðingum til að ráðleggja ríkisstjórninni, en sóttvarnarlæknum.


Bloggfærslur 19. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband