Höldum RUV á auglýsingamarkaði - Fréttatíminn er aldrei ókeypis

Það hefur vakið mikla athygli að Stöð2 hafi ákveðið að "læsa" fréttatíma sínum. 

Að sumu leyti er það þróun sem hefur mátt sjá víða um lönd, þannig að fréttamiðlar, t.d. á netinu, hafa í auknum mæli farið að læsa síðum sínum nema fyrir þeim sem eru reiðubúnir til að greiða áskriftargjald.

Fréttirnar eru auðvitað aldrei ókeypis, það er bara spurning um hvernig borgað er fyrir þær.

En eðlilega hefur umræðan á Íslandi ekki síst snúist um hvernig aðrir miðlar geti keppt við Ríkisútvarpið, hvort að ekki sé rétt að taka það af auglýsingamarkaði og hvernig eigi að bæta Ríkisútvarpinu það upp.

Persónulega tel ég slíka umræðu á algerum villigötum. 

Ef Ríkisútvarpið hefur t.d. 20% hlutdeild á Sjón/útvarpsmarkaði, þá hefur það lítið upp á sig að taka það af auglýsingamarkaði, ef aðrar tekjur gera því kleyft að halda markaðshlutdeild sinni.

Það þýðir einfaldlega að 20% af neytendum á sjón/útvarpsmarkaði eru teknir af markaði og auglýsendur þurfa að finna aðrar leiðir til að ná til þeirra.  Auglýsingar í öðrum miðlum á Íslenskum sjón/útvarpsmarkaði eru ólíklegar til að þjóna því hlutverki. 

Líklega er þá vænlegra að leita til annara miðla, s.s. FaceBook, sem hefur mikla útbreiðslu á Íslandi.

Persónulega finnst mér rökréttara að halda Ríkisúvarpinu á auglýsingamarkaði en fella niður útvarpsgjaldið og allan stuðning hins opinbera.

Ef ríkið vill vera á samkeppnismarkaði þá á ríkið einfaldlega að vera á samkeppnismarkaði - án allrar forgjafar.

Stjórn ríkisútvarpsins getur svo ákveðið hvort að þeir vilji vera áskriftarmiðill eða fara aðrar leiðir.

Ríkisrekstur finnst einnig á öðrum samkeppnismörkuðum, t.d. bankamarkaði.

Myndu Íslendingar vilja að allir Íslendingar yrðu skyldaðar til að leggja 20% af launum sínum inn á reiking í ríkisbanka? 

Eða vera skyldaðir til að leggja 40% af öllum sparnaði sínum inn í ríkisbanka?  Burtséð frá þeim kjörum sem bjóðast?

Þætti Íslendingum eðlilegt að vera skyldaðir til að að í það minnsta 30% af skuldum þeirra yrði að vera í ríkisbanka, burtséð frá þeim kjörum sem ríkisbankar bjóða?

Líklega ekki.

En Íslendingar treysta einstaklingum og fyrirtækjum til þess að velja sér þær fjármálastofnanir sem henta þeim eða bjóða best.

Ef ríkið vill eiga banka á samkeppnismarkaði er eðlilegt að hann lúti og um hann/þá gildi sömu reglur og viðmið og aðra banka á þeim markaði.

Er ekki rétt að slíkt gildi einnig um fjölmiðla?

Stundum er talað um að "þrígreiningu" valdsins og þar þurfi að vera aðgreining.

Persónulega finnst mér sú aðgreining á Íslandi oft á tíðum vera umdeilanleg.

En það er ekki síður þörf á því að kljúfa "fjórða valdið" frá ríkisvaldinu.

 

 

 

 


mbl.is „Engin hagræðing“ í Efstaleiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband