Breska afbrigðið af Kínversku veirunni

Það er merkilegt að hugsa til þess hve hart var barist fyrir því að ekki mætti kalla "Covid-19 veiruna", "Kínversku veiruna" eða "Wuhan veiruna", í upphafi faraldursins.

Nú, er hins vegar talað án nokkurs hiks víða um veröldina, þar með talið á Íslandi um "Breska afbrigðið". 

Þó ég ætli ekki að fullyrða, þá man ég hins vegar ekki eftir að hafa séð fréttir af "Franska afbrigðinu" nema á Íslandi.

En "Suður-Afríska" afbrigðið er til umfjöllunar víða um heim.

En hvað veldur, er ekki "siðferðislega" rangt að nefna "afbrigði" eftir uppruna þeirra?

Eða skiptir meginmáli hvaða land það er sem nefnt er í tengslum við sjúkdóma?

Ekki rekur mig minni til að sjá t.d. stofnanir eins og WHO mæla gegn þessum "uppruna nafngiftum", en það kann að hafa farið fram hjá mér.

Eða er meiri hætta á ruglingi ef við notum "Kína veiruna", því það er jú þaðan sem svo margar sambærilegar veiru hafa herjað á heiminn?

Ef til vill þarf í það minnsta að hafa ártal með "Kína veirunni".


Bloggfærslur 12. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband