Breska afbrigðið af Kínversku veirunni

Það er merkilegt að hugsa til þess hve hart var barist fyrir því að ekki mætti kalla "Covid-19 veiruna", "Kínversku veiruna" eða "Wuhan veiruna", í upphafi faraldursins.

Nú, er hins vegar talað án nokkurs hiks víða um veröldina, þar með talið á Íslandi um "Breska afbrigðið". 

Þó ég ætli ekki að fullyrða, þá man ég hins vegar ekki eftir að hafa séð fréttir af "Franska afbrigðinu" nema á Íslandi.

En "Suður-Afríska" afbrigðið er til umfjöllunar víða um heim.

En hvað veldur, er ekki "siðferðislega" rangt að nefna "afbrigði" eftir uppruna þeirra?

Eða skiptir meginmáli hvaða land það er sem nefnt er í tengslum við sjúkdóma?

Ekki rekur mig minni til að sjá t.d. stofnanir eins og WHO mæla gegn þessum "uppruna nafngiftum", en það kann að hafa farið fram hjá mér.

Eða er meiri hætta á ruglingi ef við notum "Kína veiruna", því það er jú þaðan sem svo margar sambærilegar veiru hafa herjað á heiminn?

Ef til vill þarf í það minnsta að hafa ártal með "Kína veirunni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hinn pólítíski réttrúnaður er óútreiknanlegur og ekki nema fyrir innvígða að skilja

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.1.2021 kl. 14:48

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kallaðu þetta bara Kína Kvef.  Ef fólk móðgast yfir því, þá verður það bara að fá að vera móðgað.  Einn í viðbót til að hlæja að.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2021 kl. 16:53

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Stefán, þakka þér fyrir þetta. Þeir eru margir "söfnuðirnar" kem ég kæri mig ekki um að "vígjast" inn í.

Reyndar þykir mér best að tilheyra engum söfnuði. Held að ég hafi ekki gert það síðan ég sagði mig úr "ríkiskirkjunni" seint á síðustu öld.

Óneitanlega léttir að tilheyra ekki slíkum "klúbbum".

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað má hver kalla "veiruna" því sem þeim þykir best henta.

En það er frólegt að sjá hvernig sum "upprunavottorð" virðast samþykkt en önnur ekki.

Stundum má lesa ákveðnar sögur út úr slíku. En þær verða auðvitað mismunandi eftir því hver les.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2021 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband