Sundrar Evrópusambandið aðildarríkjum sínum? Sambandsríki sambandsríkja?

Það er dapurlegt að lesa fréttir frá Spáni. Eins og oft er hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls, en mín samúð og stuðningur liggur þó hjá "sjálfstæðissinnum" í þessu máli.

Ímyndum okkur að Danska þingið hefði á einhverjum tíma samþykkt stjórnarskrá sem kvæði á um að Ísland, Grænland og Færeyjar væru órjúfanlegur hluti Danska ríkisins, ekkert gæti breytt því.

Hefðu þjóðir þessara landa tekið því með þögninni?  Myndi sú þögn ríkja enn?

Það á einfaldlega að vera eðlileg réttindi þjóða og héraða (eða annarra vel skilgreindra og afmarkaðra landsvæða) að íbúar greiði atkvæði um hugsanlegt sjálfstæði.

Hvort að mikil fjölgun smáríkja sé æskileg þróun er svo allt annað mál, og sjálfsagt um það skiptar skoðanir. 

Það sama má líklega segja um Íslensk stjórnmál, en það þýðir ekki að við bönnum nýja flokka.

En það má velta því fyrir sér hvers vegna svo margar óskir og vangaveltur eru um sjálfstæði ríkja, landsvæða eða landshluta í Evrópu nú um stundir.

Ég held að það sé ekki hvað síst vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á Evrópusambandinu á undanförnum árum og þeim breytingum sem margir tala og sjá fyrir á komandi árum.

Evrópusambandið sýnir nú þegar sum einkenni sambandsríkis og margir sjá fyrir sér að það muni aðeins aukast á komandi árum.

Það verður til þess að mörgum finnst stjórnkerfið vera orðið í mörgum lögum.

Þannig má segja um Katalóníu að hún sé hluti af sambandsríki (Spánn er í raun sambandsríki).  Það sambandsríki er svo aðili að öðru sambandsríki (eða þangað liggur stefnan).

Það þarf því engum að undra að mörgum finnist það rökrétt að Katalónía eigi beina og milliliðalausa aðild að Evrópusambandinu. 

Sama gildir um Skota og svo aftur ríkin í Belgíska ríkjasambandinu.

Stjórnkerfið er einfaldlega orðið með of mörg lög og of umsvifamikið.

Líklega mun þessi þróun halda áfram samfara því að æ meiri völd færast til "Brussel".

Það er hins vegar vonandi að sátt náist í þessu máli

Eins og staðan er nú er nauðsynlegt að atkvæðagreiðsla fari fram í Katalóníu, á friðsaman og lýðræðislegan máta.

Því miður hygg ég að Spænska ríkisstjórnin hafi stórskaðað málstað sinn í þeirri kosningu með framgöngu sinni nú.

Evrópusambandið gengur einnig með laskað orðspor frá helginni og mátti líklega síst við því að vera einn einu sinni hinm megin "girðingar" við lýðræði.

 


mbl.is Lítil gagnrýni leiðtoga Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katalóníubúar eru öflug þjóð, innan eða utan Spánar

Margir velta því fyrir sér hvers vegna svo stór hluti Katalóníubúa vilji kljúfa sig frá Spáni. Það er auðvitað engin leið að svara því í stuttu máli, en vissulega spila hlutir eins og tungumál og menning þar sínar rullur.

En ég leyfi mér að efast um að sjálfstæðið væri svo heillandi, ef ekki kæmi til frekar sterk efnahagsleg staða Katalóníu.

Katalónía er u.þ.b. 6% af landsvæði Spánar, íbúar Katalóníu eru u.þ.b. 16% af íbúum Spánar, þeir eru ábyrgir fyrir rétt rúmlega 20% af landsframleiðslu og ca. 25% af útflutningi landsins. Þeir greiða rétt tæplega 21% af þeim sköttum sem greiddir eru á Spáni.

Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum er mikil í Katalóníu og er hún talin ríflega helmingur af allri slíkri fjárfestingu á Spáni.

Ríflega 23% af þeim ferðamönnum sem koma til Spánar koma til Katalóníu.

Það er því ljóst að efnahagslega hefur Katalónía ágæta stöðu og hlutfallslega betri en aðrir hlutar Spánar.

P.S. Þess má svo til gamans geta að u.þ.b. 30% af verðlaunahöfum Spánar á síðustu Olympuleikum komu frá Katalóníu og það sama má segja um 26% af leikmönnum Spænska landsliðsins í knattspyrnu í síðustu Evrópukeppni.

 


Bloggfærslur 2. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband