Katalóníubúar eru öflug þjóð, innan eða utan Spánar

Margir velta því fyrir sér hvers vegna svo stór hluti Katalóníubúa vilji kljúfa sig frá Spáni. Það er auðvitað engin leið að svara því í stuttu máli, en vissulega spila hlutir eins og tungumál og menning þar sínar rullur.

En ég leyfi mér að efast um að sjálfstæðið væri svo heillandi, ef ekki kæmi til frekar sterk efnahagsleg staða Katalóníu.

Katalónía er u.þ.b. 6% af landsvæði Spánar, íbúar Katalóníu eru u.þ.b. 16% af íbúum Spánar, þeir eru ábyrgir fyrir rétt rúmlega 20% af landsframleiðslu og ca. 25% af útflutningi landsins. Þeir greiða rétt tæplega 21% af þeim sköttum sem greiddir eru á Spáni.

Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum er mikil í Katalóníu og er hún talin ríflega helmingur af allri slíkri fjárfestingu á Spáni.

Ríflega 23% af þeim ferðamönnum sem koma til Spánar koma til Katalóníu.

Það er því ljóst að efnahagslega hefur Katalónía ágæta stöðu og hlutfallslega betri en aðrir hlutar Spánar.

P.S. Þess má svo til gamans geta að u.þ.b. 30% af verðlaunahöfum Spánar á síðustu Olympuleikum komu frá Katalóníu og það sama má segja um 26% af leikmönnum Spænska landsliðsins í knattspyrnu í síðustu Evrópukeppni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband