Engin ástæða til þess að halda í úrelta lagabókstafi

Það er nákvæmlega engin ástæða til að skylda sveitarfélög til þess að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur eða önnur tilbeiðsluhús.

Því er þetta frumvarp fagnaðarefni.

En það er heldur ekki ástæða til þess að banna slíkt, og ef ég skil rétt gerir þetta frumvarp ekki ráð fyrir því.

Eftir sem áður geta kjörnir fulltrúar í stjórnum sveitarfélaga ákveðið að gefa lóðir undir tilbeiðsluhús, ef þeim svo sýnist og samþykkja.

En þá verður það á valdsviði viðkomandi stjórna, sem svo aftur þurfa að standa kjósendum skil á gjörðum sínum.

Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt.


mbl.is Vilja afnema lög um kirkjulóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi skoðanakannanir

Í síðustu færslu (í gær) hér skrifaði ég að við þær kringumstæður sem ríktu gæti enginn flokkur látið sig dreyma um að ná jafnvel 30% fylgi í komandi kosningum.

Þá birtist auðvitað könnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með 35%.

Það er mikill munur frá könnun MMR sem birtist í gær (og var tengd áðurnefndum skrifum) þar sem flokkurinn var með rétt ríflega 20%.

Í raun of mikill munur til að báðar kannanirnar gefi rétta mynd.  Því þó að tímabilið og lengdin sé mismunandi, er ekki hægt að sjá neitt að mínu mati sem ætti að skýra slíka fylgisbreytingu.

Persónulega hallast ég að því að MMR könnunin gefi réttari mynd, þó að hún kunni ef til vill ekki að vera sú rétta.  En mér hefur oft þótt Fréttablaðskannirnar nokkuð "villtar".

Svarhlutfallið í þessari könnun er fremur lágt, í kringum 50% og flokkur sem hefur  "traust" fylgi gætið komið betur út en efni standa til við slíkar kringumstæður.

En þessi könnun hlýtur að kæta Sjálfstæðifólk, en jafnframt senda hroll niður hryggjarsúlur Samfylkingarfólks.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig staðan verður hjá Gallup sem líklega birtir nýjan þjóðarpúls eftir fáa daga.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband