Misvísandi skoðanakannanir

Í síðustu færslu (í gær) hér skrifaði ég að við þær kringumstæður sem ríktu gæti enginn flokkur látið sig dreyma um að ná jafnvel 30% fylgi í komandi kosningum.

Þá birtist auðvitað könnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með 35%.

Það er mikill munur frá könnun MMR sem birtist í gær (og var tengd áðurnefndum skrifum) þar sem flokkurinn var með rétt ríflega 20%.

Í raun of mikill munur til að báðar kannanirnar gefi rétta mynd.  Því þó að tímabilið og lengdin sé mismunandi, er ekki hægt að sjá neitt að mínu mati sem ætti að skýra slíka fylgisbreytingu.

Persónulega hallast ég að því að MMR könnunin gefi réttari mynd, þó að hún kunni ef til vill ekki að vera sú rétta.  En mér hefur oft þótt Fréttablaðskannirnar nokkuð "villtar".

Svarhlutfallið í þessari könnun er fremur lágt, í kringum 50% og flokkur sem hefur  "traust" fylgi gætið komið betur út en efni standa til við slíkar kringumstæður.

En þessi könnun hlýtur að kæta Sjálfstæðifólk, en jafnframt senda hroll niður hryggjarsúlur Samfylkingarfólks.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig staðan verður hjá Gallup sem líklega birtir nýjan þjóðarpúls eftir fáa daga.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ætli þetta sé ekki bara skekkjan sem er að sjást þarna.

Merkilegast finnst mér að fylgi VG & XB er nánast hið sama í báðum könnunum.  Þeir fara ofar og neðar í eldri könnunum, gerðum af öðrum.

Það sem við sjáum í *báðum* könnununum eru *ca* úrslitin.

Sennilega allt sðpurning um mætingu þegar þar að kemur.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2016 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er óvænt og einkennileg sveifla, miklu meiri en hefur sést í undanförnum könnunum. Það sem er þóathyglisverðast er að helmingurinn tók ekki afstöðu. Þannig er það eiginlega helsta niðurstaða könnunarinnar að mjög mikið fylgi virðist vera á hreyfingu þessa dagana.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2016 kl. 16:51

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur. Þakka þér fyrir þetta. Það er all vegna nokkuð ljóst að einhvers staðar sé skekkja, nema vilji sé til þess að taka slíka fylgisbreytingu trúanlega.

En allar skoðankannanir gefa vísbendingar, en ég tek undir með þeim sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé líklega ofmetið.

@Guðmdundur Þakka þér fyrir þetta. Ég veit ekki hvort að segja eigi að fylgi sé á mikið meira hreyfingu en oft áður, ef til vill er svo, en staðreyndin er líka að valkostir eru fleiri en áður.

Gríðarlegur hópur kjósenda tekur ákvörðun fyrir hverjar kosningar, þó að ef til vill hallist skoðanir þeirra meira í eina átt en aðra.

Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn notið þess að þeir sem hallast til hægri, ef svo má að orði komast, hafa oftast ekki haft marga valkosti. Að jafnaði hafa verið mun fleiri valkostir til vinstri.

En pólítíkín er býsna flókið fyrirbrigði, samspil málefna, frambjóðenda, trausts og trúverðugleika sem og fjölda annara þátta.

Svo á alveg eftir að koma í ljós hve mikil þátttaka verður í kosningum. Það má líka líta til þess að þegar svarhlutfall í skoðanakönnun er t.d. 80%, er það líklega hærra en þátttakan verður í kosningunum.

En skoðanakannanir eru að sjálfsögðu ekki raunvísindi, þó oft hafi þeim tekist að komast furðu nærri úrslitum.  En við þurfum ekki að fara lengra en til Bresku þingkosninganna til að finna dæmi um hið gagnstæða.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2016 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband