Týpísk "ekki frétt" um lítið sem ekkert

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna miðill sem mbl.is hefur "ekki frétt" sem þessa undir viðskiptum, en ekki "fólk" eða "Smartlandi".

Smá "rant" leikara sem hefur lítið til málanna að leggja annað en sleggjudóma, er að mínu mati týpísk "ekki frétt".

Ef vil vill má þó virða mbl.is, það til vorkunnar að fréttir af sama stofni hefur mátt lesa í ýmsum erlendum fjölmiðlum.

Ef til vill er þetta gott dæmi um hve langt fjölmiðlamenn seilast til að koma að skoðunum sem samrýmast þeirra eigin.

En ef vilji er til þess að fjalla um UKIP og Nigel Farage er að mínu mati eitt atriði sem er morgunljóst.

UKIP bíður á næstu þremur árum að eitt af eftirfarandi:  1) Leggja flokkinn niður. 2) Endurskipluleggja flokkinn og baráttumál hans.  3) Sigla hægt og hljótt inn í haf gleymskunnar.

Það verður að hafa í huga að UKIP hefur engan beinan aðgang að stjórnvaldsákvörðunum í Bretlandi. Flokkurinn hefur einn þingmann og hefur engin áhrif í breska þinginu.

Lang stærsta baráttumáli flokksins (úrsögn Brelands úr "Sambandinu") hefur nú verið náð og því erfitt að sjá flokkinn halda áfram nema með mikið breytta stefnu.

Aðal "powerbase" flokksins hefur byggst upp í kringum kosningar til Evrópusambandsþingsins, þar sem flokkar eins og UKIP geta gert "gott mót" (vegna hlutfallskosninga), öfugt við einmenningskjördæmi eins og í Bretlandi, þar sem flokkar eins og UKIP eiga yfirleitt erfitt uppdráttar.

Persónulega finnst mér því líklegast að dagar UKIP séu taldir - í árum en ekki áratugum. Fljótt eftir að núverandi kjörtímabili til Evrópusambandsþingsins lýkur, myndi ég reikna með að flokkurinn "hverfi" á einn eða annan hátt.

En það verður ekki frá UKIP og Nigel Farage tekið, að áhrifin hafa verið mun meiri en eiginleg stærð flokksins hefur gefið til kynna.

Það er ólíklegt að yfirvofandi úrsögn breta úr "Sambandinu" hefði komið til sögunnar án þeirra.

Það er á engan hátt óeðlilegt, eða að það teljist flótti, þó að Farage segi af sér við þessar aðstæður.

Hans verki er lokið.  Líklega flokksins einnig.

 


mbl.is Höfuðrotta stekkur frá sökkvandi skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband