Týpísk "ekki frétt" um lítið sem ekkert

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna miðill sem mbl.is hefur "ekki frétt" sem þessa undir viðskiptum, en ekki "fólk" eða "Smartlandi".

Smá "rant" leikara sem hefur lítið til málanna að leggja annað en sleggjudóma, er að mínu mati týpísk "ekki frétt".

Ef vil vill má þó virða mbl.is, það til vorkunnar að fréttir af sama stofni hefur mátt lesa í ýmsum erlendum fjölmiðlum.

Ef til vill er þetta gott dæmi um hve langt fjölmiðlamenn seilast til að koma að skoðunum sem samrýmast þeirra eigin.

En ef vilji er til þess að fjalla um UKIP og Nigel Farage er að mínu mati eitt atriði sem er morgunljóst.

UKIP bíður á næstu þremur árum að eitt af eftirfarandi:  1) Leggja flokkinn niður. 2) Endurskipluleggja flokkinn og baráttumál hans.  3) Sigla hægt og hljótt inn í haf gleymskunnar.

Það verður að hafa í huga að UKIP hefur engan beinan aðgang að stjórnvaldsákvörðunum í Bretlandi. Flokkurinn hefur einn þingmann og hefur engin áhrif í breska þinginu.

Lang stærsta baráttumáli flokksins (úrsögn Brelands úr "Sambandinu") hefur nú verið náð og því erfitt að sjá flokkinn halda áfram nema með mikið breytta stefnu.

Aðal "powerbase" flokksins hefur byggst upp í kringum kosningar til Evrópusambandsþingsins, þar sem flokkar eins og UKIP geta gert "gott mót" (vegna hlutfallskosninga), öfugt við einmenningskjördæmi eins og í Bretlandi, þar sem flokkar eins og UKIP eiga yfirleitt erfitt uppdráttar.

Persónulega finnst mér því líklegast að dagar UKIP séu taldir - í árum en ekki áratugum. Fljótt eftir að núverandi kjörtímabili til Evrópusambandsþingsins lýkur, myndi ég reikna með að flokkurinn "hverfi" á einn eða annan hátt.

En það verður ekki frá UKIP og Nigel Farage tekið, að áhrifin hafa verið mun meiri en eiginleg stærð flokksins hefur gefið til kynna.

Það er ólíklegt að yfirvofandi úrsögn breta úr "Sambandinu" hefði komið til sögunnar án þeirra.

Það er á engan hátt óeðlilegt, eða að það teljist flótti, þó að Farage segi af sér við þessar aðstæður.

Hans verki er lokið.  Líklega flokksins einnig.

 


mbl.is Höfuðrotta stekkur frá sökkvandi skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

UKIP mun aðeins hverfa úr brezkum stjórnmálum, ef Íhaldsflokkurinn tekur yfir málaskrá flokksins, sem er ekki ólíklegt ef Andrea vinnur kosningarnar. 

Hins vegar er Mickey Mouse þingið í Strasbourg þannig að þingmenn raða sér í hópa sem samanstanda af þingmönnum allra aðildarríkja skv. stefnu viðkomandi flokks og þeim er óheimilt að leggja áherzlur á máefni síns eigin lands. Þess vegna er hlutfallsleg kosning til þessa þings engin ávísun á lýðræði, því að Þýzkaland er hvort eð er tildeilt flestum þingmönnum og minni ríki hafa engin áhrif á gang mála. Þannig þjónar þetta þing engan veginn hagsmunum annarra þjóðríkja en þeirra sem eru vön að greiða atkvæði en bloc eins og þau sex stofnríki sem ákafast hafa talað fyrir samruna.

Það má að sjálfsögðu slá því föstu að kosningakerfið í Bretlandi er allt annað en lýðræðislegt, ekki frekar en það bandaríska sem grundvallast að hluta til á því brezka. Þannig skiptast þau ríki í heiminum, sem hafa þingræði í fjóra flokka:

1. Einmannskjördæmi með valdalausum þjóðhöfðingja (aðeins þingmaðurinn með flest atkvæði kemst á þing, Bretland) sem kemur í veg fyrir óvirkar samsteypustjórnir.

2. Einsflokkskjördæmi (sá flokkur með flest atkvæði vinnur sýslu eða ríki, en með sterkan þjóðhöfðingja (t.d. Bandaríkin) sem kemur í veg fyrir óvirkar samsteypustjórnir.

3. Hlutfallslegar kosningar með valdalítinn þjóðhöfðingja (t.d. Norðurlöndin og Þýzkaland) þar sem einn flokkur fær sjaldan meirihluta svo að úr verða óvirkar samsteypustjórnir.

4. Hlutfallslegar kosningar með valdamikinn þjóðhöfðingja (t.d. Frakkland og austur-evrópsku ríkin) þar sem flokkur forsetans fær oftast meirihluta á þingi eða er í yfirburðarstöðu (Rússland og Hvíta-Rússland eru þó ekki meðal lýðræðisþjóða þannig séð, m.a. vegna fyrirfram ákveðinna kosningasvindla).

Þetta er allt spurning um sterka ríkisstjórn vs. veikri. Báðar tilhaganir geta verið æskilegar, hins vegar er óvirk ríkisstjórn ekki mikils virði. Virk ríkisstjórn sem er endurkosin eða fær sparkið á 4 eða 5 ára fresti getur alveg verið jafn lýðræðisleg og samsteypuríkisstjórn sem eyðir öllu kjörtímabilinu í hálfkák. Munurinn er sá að fyrrnefnd ríkisstjórn gerir fyrst það sem helmingur kjósenda vill og næsta ríkisstjórn gerir það sem hinn helmingurinn vill. Á Íslandi koma ríkisstjórnir yfirleitt engu í verk, nema það sem gengur gegn almannahagsmunum.

Ad. 2: Stjórnarfyrirkomulagið í Bandaríkjunum er þannig að í House of Representative eru 240 þingmenn, flestir eru úr fjölmennustu ríkjunum. Síðan eru tveir þingmenn úr hverju ríki í Öldungardeildinni (the Senate). Munurinn á bandaríska Senate og brezka House of Lords er að þingmenn í Lávarðadeildinni eru ekki kosnir en öldungardeildarþingmenn eru kosnir í U.S. Senate í hlutfallskosningum. Þannig að segja má, að US Congress sé lýðræðislegra en þingið í Westminster.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 21:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Pétur. Þakka þér fyrir þetta. Ég er hræddur um að UKIP muni hverfa úr breskum stjórnmálum þegar landið hefur gengið úr "Sambandinu". Einfaldlega vegna þess að það eru sigrar flokksins í kosningum til Evrópusambandsþingsins sem hafa gefið flokknum kraft til þess að halda áfram.

Enn hefur flokkurinn ekki hlotið nema einn kjörinn þingmenn á breska þingið. Það er erfið tilvera og líklegt að fjármagn verði af skornum skammti í framtíðinni.

Ég hygg einnig að fylgistölur muni fara hratt niður á við.

Flokkurinn vann í raun stórsigur í síðustu kosningum, með í kringum 12% fylgi, en eftirtekjan varð rýr.

Því er líklegt að erfitt verði að halda lífi í flokknum, ekki síst eftir brottför Farage.

En auðvitað getur annað orðið uppi á teningnum, því ekki er ólíklegt að breytingar verði í breskum stjórnmálum, en þetta er þó mín skoðun og tilfinning.

G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2016 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband