Himinháir skattar hvetja til sóunar

Það er gömul saga og ný að þegar þarf að ná í fleiri krónur í ríkiskassann, þá ákveður ríkísstjórnin að hækka álögur á áfengi.

Í og með er þessi leið valin vegna þess að hún er án pólítískrar áhættu.  Því sem næst engin stjórnmálamaður vogar sér að andmæla slíkum fyrirætlunum, vegna þess að það er pólítískt hættulegt að taka sér stöðu með "drykkjumönnum" og áfengi er slíkt böl að allir ættu að sammælast um að hafa það sem dýrast.

Persónulega finnst mér sorglegt að horfa upp á Sjálfstæðismenn taka þátt í slíku.

Ég myndi vilja minna þá að að það er ekki einungis rétt að almenningur geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudögum, heldur ætti hann að geta gert það án þess að velta því um of fyrir sér "hvort hann hafi efni á að kaupa sér nýja skó", sömuleiðis.

Það sem líka skiptir máli er að slíkir ofurskattar sem nú eru lagðir á áfengi á Íslandi skekkja verðskyn almennings og hvetja til sóunnar.

Allt verð á áfengi fletst út með slíkri ofurskattlagningu.

Mjög líklegt er að það auki kostnað við heildarinnflutning Íslendinga á áfengi og sömuleiðis er það hvetjandi til aukinnar neyslu á áfengi í dýrari umbúðum, sem eykur kostnað, mengun og stækkar "kolefnispor" Íslendinga, ef menn vilja velta slíku fyrir sér.

Hár áfengisskattur letur Íslendinga frá því að velja sér ódýrari tegundir til drykkjar. Ótrúlega lítill munur er t.d. á því að kaupa vodkareitil og svo aftur sama magn af cognaki.

Munurinn á innkaupsverði er hins vegar verulegur.

Sama gildir t.d. um muninn á því að kaupa sér rauðvínsflösku og svo sömu tegund í "belju", sem jafngildir 4. flöskum af sama víni.  Munurinn á ódýru rauðvíni í flösku eða "belju" á Íslandi getur numið ca. 100 kr. per flösku, eða innan við 10%. Varla þess virði að eltast við.

Víða er slíkur munur á milli 30 og 40%, enda flutningskostnaður mikið lægri á "beljunni" og umbúðakostnaður sömuleiðis.  Magnkaup ýta sömuleiðis undir lægra verð.

En fyrir íslenska innflytjendur hefur örlítil lækkun á heildsöluverði lítinn eða engan tilgang.  Hann hverfur einfaldlega í "skattahítinni".

Því ýtir ofurskattlagning hvata til samkeppni í raun algerlega til hliðar.

Þegar hið opinbera er farið að taka til sín vel yfir 90% af útsöluverði vodkaflösku blasir við að til dæmis 8% verðlækkun af hendi framleiðenda eða heildsala hefur lítinn tilgang.

Hér er skattlagningin löngu farin yfir velsæmismörk og farin að hafa veruleg áhrif á neyslumynstur, ekki eingöngu í þá átt að neytandinn velji sér vöru sem er dýrari í innkaupum og óhagstæðari fyrir þjóðarbúið og umhverfið, heldur ekki síður að hann velur sér "alt" vörur svo sem heimabrugg og smyglvarning.

P.S. Það er svo sérstakt umhugsunarefni að hið opinbera rekur svo einnig aðra vínbúð sem selur áfengi mun ódýrara, en þar fá einungis þeir Íslendingar að versla sem fara til útlanda (sem margir gera oft á ári) svo og þeir rúmlega ein og hálf milljón útlendinga sem koma til Íslands.

Er það réttlætanlegt?

 


mbl.is Áfengisskatturinn hækkar um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband