Smá "Brexit" tvist

Fyrirsögnin við þessa frétt:  "Átti að leita heimildar þingsins", er að mínu mati röng. Hún ætti að vera "Þurfa að leita heimildar þingsins".

Ég segi það vegna þess að formlegt úrsagnarferli Bretlands er ekki hafið og hefst ekki fyrr en "grein 50" er virkjuð.

Það sem þessi dómur gerir hins vegar er að hann gæti orðið til þess að það ferli drægist, nú eða hugsanlega að þessi ríkisstjórn geti ekki hafið ferlið.

Að ýmsu leyti má segja að þessi úrskurður komi ekki alfarið á óvart, enda þingbundin konungs/drottingarstjórn í Bretlandi.

Lagalega er þjóðaratkvæðagreiðslan sem haldin var um "Brexit" ekki bindandi, þannig að frá því sjónarmiði geta þingmenn einfaldlega sagt nei.

Persónulega held ég að þetta komi ekki til með að breyta niðurstöðunni. Ég held að fáir þingmenn muni þora að ganga gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og Lávarðadeildin mun ekki gera það heldur.

En það er mjög líklegt að þetta muni seinka ferlinu, því frumvarp í þinginu, umræður, yfirferð lávarðanna o.s.frv. mun hugsanlega koma í veg fyrir að "grein 50" verði notuð í mars næstkomandi.

En svo mun ríkisstjórnin án efa áfrýja málinu.

En ef við lítum augnablik fram hjá málefninu, þá hlýtur þetta að teljast sigur þingsins, yfir framkvæmdavaldinu.

 

 

 


mbl.is Átti að leita heimildar þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð ársins í ensku: Brexit

Collins orðabókin hefur tilkynnt um top 10 lista yfir orð ársins 2016.

Í fyrsta sæti trónir orðið "Brexit".  Collins segir það þýðingarmesta nýyrðið í ensku undanfarin 40 ár, eða síðan "Watergate" kom til sögunnar og síðan fjöldinn allur af "gate málum" málum.

En orðabókarmenn hafa segjast aldrei hafa séð aðra eins sprengingu í notkun orðs eins og "Brexit", síðan orðsins var fyrst vart árið 2013.

Áhrifin, þó þau hefðu líklega orðið þau sömu, þó annað orð hefði verið notað, eru enda gríðarleg og finnast um víða veröld, þó að varla sé hægt að segja að "Brexit" hafi byrjað enn þá.

En það má líklega heldur ekki vanmeta hve vel gerð orð sem falla vel að tungunni og eru auðveld í notkun, geta haft mikil áhrif.

Hversu auðveldara er að ræða um "Brexit", en "úrsögn Bretlands úr Evrópubandalaginu".

Í öðru sæti er svo hið dansk ættaða "hygge", og í því þriðja "mic drop".

"Trumpism" nær svo fjórða sætinu.

 


Bloggfærslur 3. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband