Orð ársins í ensku: Brexit

Collins orðabókin hefur tilkynnt um top 10 lista yfir orð ársins 2016.

Í fyrsta sæti trónir orðið "Brexit".  Collins segir það þýðingarmesta nýyrðið í ensku undanfarin 40 ár, eða síðan "Watergate" kom til sögunnar og síðan fjöldinn allur af "gate málum" málum.

En orðabókarmenn hafa segjast aldrei hafa séð aðra eins sprengingu í notkun orðs eins og "Brexit", síðan orðsins var fyrst vart árið 2013.

Áhrifin, þó þau hefðu líklega orðið þau sömu, þó annað orð hefði verið notað, eru enda gríðarleg og finnast um víða veröld, þó að varla sé hægt að segja að "Brexit" hafi byrjað enn þá.

En það má líklega heldur ekki vanmeta hve vel gerð orð sem falla vel að tungunni og eru auðveld í notkun, geta haft mikil áhrif.

Hversu auðveldara er að ræða um "Brexit", en "úrsögn Bretlands úr Evrópubandalaginu".

Í öðru sæti er svo hið dansk ættaða "hygge", og í því þriðja "mic drop".

"Trumpism" nær svo fjórða sætinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband