Afar litlar líkur á því að Krím tilheyri Ukraínu í framtíðinni

Ég er sammála því að Bandaríkin eiga ekki að viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krímskaga.

Það er ekkert sem mælir með því. 

Í raun er eina ríkið sem getur leitt viðurkenningu á framferði Rússa, og önnur ríki þá fylgt í kjölfarið, er Ukraína sjálf.

Það væri sorglegt að sjá þann leik endurtekin að "stórveldi" semji um landsvæði annara ríkja sín á milli til að "tryggja friðinn", hvort sem hanna ætti að gilda um "okkar daga" eða lengur.

En það hafa margir kokgleypt áróður Rússa um að Krím "eigi" að tilheyra þeim og hafi alltaf gert það, það hafi einfaldlega verið "mistök" að Sovétríkin hafi "gefið" Krím til Ukraínu.

Sagan er mun flóknari en það og rétt eins og hjá mörgum öðrum nágrönnum Rússa/Sovétríkjanna er hún blóði drifin.

Rússar unnu Krím í stríði gegn Tyrkjaveldi, og tóku þar völd 1783. Krímstríð var svo u.þ.b. 70 árum síðar.

Í upplausninni sem fylgdi byltingu kommúnista í Rússlandi reyndu íbúar Krímskaga að öðlast sjálfstæði, en völdin skiptu ótt og títt um hendur og svæðið var mikill vígvöllur.

Þegar upp var staðið náðu Sovétríkin völdum þar á ný.  En frá 1921 og til 1945 var Krímskagi sjálfstætt Sovéskt lýðveldi (svona eins og þau gátu verið sjálfstæð).  Þjóðverjar hernámu það á um stutta hríð á því tímabili.

En það var síðan eftir síðari heimstyrjöld sem að stærstu hluti hinna upprunalega íbúa (tatarar) voru fluttir nauðungarflutningum á brott.

Svæðið tilheyrði síðan Rússlandi þangað til í febrúar 1954 er það var fært til Ukraínu.

Þannig má segja að á síðustu 100 árum eða svo, hafi Krímskagi tilheyrt Rússlandi í u.þ.b. 10 ár.  Það er ekki meira.

Síðan nefna margir kosninguna sem Rússar stóðu fyrir, eftir að segja má að þeir hafi hernumið Krímskaga.

Það eru í raun fráleit rök, enda kosningarnar haldar við vægast sagt undarlegar og þvingaðar kringumstæður, og með þeim var sömuleiðis hagsmunir hina upprunalegu íbúa, tataran, sem voru farnir að snúa aftur í nokkrum mæli, algerlega fyrir borð bornir.

Með því að segja að rétt sé að greiða atkvæði með þessum formerkjum, er verið að leggja blessun yfir þjóðernishreinsanir, og að fólkið sem þeir sem að þjóðernishreinsunum stóðu fluttu á svæðið, séu réttbornir til þess að ákvarða framtíð þess.

Hitt er svo að samningar eiga rétt á sér og geta skilað góðum árangri og friði. Eftirgjöf landsvæðis eða svæða getur verið partur af slíku samkomulagi.

En það er eingöngu sú þjóð sem landsvæðið tilheyrir sem getur gefið slíkt eftir. Í þessu tilfelli Ukraína.

 

 


mbl.is Ráðleggja Trump frá því að viðurkenna innlimun Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband