Færsluflokkur: Matur og drykkur

En það er svo frábært að búa á Spáni, er það ekki?

Það hefur verið allt að því "kómískt" að fylgjast með umræðunni á Ísland nú um all nokkra hríð, þar sem borið hefur verið saman að lifa á Spáni og Íslandi.

Ef hægt er að sameina þetta tvennt, hafa tekjur frá Ísland og lifa á Spáni þá lítur þetta allt ljómandi vel út.

Það kanna þó að vera að það sé ekki svo frá sjónarhóli margra Spánverja, sem þurfa að reiða sig á Spænskar tekjur eða búa jafnvel við atvinnuleysi.

En það er svo margt sem þarf að bera saman, ekki bara verð á bjór, rauðvíni og kjúkling.

Það er ekki tilviljun að þær þjóðir þar sem alla jafna ríkir hvað mest velmegun og velferð, eru þær þjóðir sem er hvað dýrast að lifa.

En það er ýmis réttindi, og kostnaður sem fylgir þeim sem er vert að hafa í huga þegar "lífið" er borið saman í mismunandi löndum.

Mér skilst t.d. að konur eigi rétt á 16. vikna fæðingarorlofi á Spáni, feðraorlof var lengt á nýliðnu ári úr 5. í 8 vikur. Að vísu á fullum launum, en líklega þætti það stutt á Íslandi nú orðið.  Í fjölburafæðingum lengist orlof konunnar um 2. vikur fyrir hvert barn umfram 1.

En dagvist er bæði einka og ríkisrekin á Spáni.  Eitthvað er misjafnt hvað gjaldið er og sums staðar er það tekjutengt. Þannig getur það verið frá 50 euroum til u.þ.b. 500 til 600 euro.

En það sem er ef til vill eftirtektarverðast fyrir Íslendinga er hlutfall barna/starfsfólks.  Undir 3ja ára aldri má hlutfallið vera 8/1, en á frá 3ja til 6 getur hlutfallið verið 20/1. Meðaltalið er víst talið um 13/1, en það er líka OECD meðaltalið.  En leikskólar geta svo verið opnir til 9. á kvöldin. 

Hvað ætli Efling og Dagur B. segðu við slíku?

Meðallaun á Spáni (2018) eru 2330 euro (eða 311,540 ISK) en lágmarkslaun eru u.þ.b. 900 (2019) euro (124,200 ISK), eða 30 euro (4.140 ISK) til að lifa á hvern dag.

Lágmarks ellilífeyrir er eftir því sem ég kemst næst 600 euro, en meðal ellilífeyrir ca. 906 euro.

En það er margt gott á Spáni, húsnæðisverð og leiga er mun lægra en á Íslandi (og víða annars staðar), sérstaklega ef eingöngu er leigt yfir vetrarmánuðina (það gildir um vinsæla strandbæi, þar sem oft er hægt að leigja út á mjög háu verði júní til águst, ágúst gjarna lang dýrastur).

Hér hefur verið tæpt á örfáum atriðum, heildarkostnaður við að "lifa" er samansettur úr fjölda hluta til viðbótar, mismunandi eftir einstaklingum.

En að er áríðandi að þegar verið er að bera saman kostnað á milli landa, að reyna að líta á heildarmyndina, eða alla vegna eins stóran hluta af henni og mögulegt er.

 

 


mbl.is „Sláandi ójöfnuður“ á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velþekkt og í notkun víða um lönd í mörg ár.

Það að setja "mjólkurtank" í verslanir og fólk fylli á ferska mjólk er velþekkt og hefur verið í notkun í árafjöld víða um lönd.

Þetta er handhægt og án efa umhverfisvænt, svo framarlega sem fólk setji ekki fyrir sig glerþvott og burð.

Ég hef reyndar líka séð þetta útfært með plastflöskum sem voru í standi við hliðana og voru fylltar. Það er í sjálfu sér ekki umhverfisvænt, en gefur eigi að síður ferska og góða mjólk.

Stærsta spurningin er líklega hvað heilbrigðiseftirlit og reglugerðir segja um glerþvott án "vottunar og staðla".

Stenst slíkt reglugerðir um mjólkursölu og "sterílíseringu"?

Það má eins og flest annað finna upplýsingar um slíkar "beljur" á internetinu t.d. r, hér, og hér.

Í Eistlandi, þar sem ég kynntist þessari tækni fyrst, var hún þó ekki lengi í boði, enda ekki í boði "venjuleg" mjólk heldur "lífræn" og ófitusprengd, all nokkur dýrari en sú "venjulega" og flestir heldu sig við ódýrari kostinn.  En hún var góð. Þar var reyndar ekki sjálfsali, heldur prentaði "beljan" út strikamerki, og síðan var greitt við kassa.

 

Hér að neðan má svo sjá stutt myndband tengt efninu.

 

 

 

 

 


mbl.is Beljur í búð sigurvegari Plastaþons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skepna sem veldur ævilöngu ofnæmi fyrir kjöti

Þetta hljómar eins og vísindaskáldsaga, þar sem "vegan" vísindamenn ákveða að taka til sinna ráða og kenna mannkyninu lexíu.

Þeir búa til lítið skordýr, sem bítur einstaklinga og sýgur úr þeim blóð, og veldur um leið æfilöngu ofnæmi fyrir kjöti og  mjólkurafurðum.

En skordýrið er til og er ekki "vísindaafurð", né skáldsaga.

Það hefur lengi verið þekkt í Bandaríkjunum og Mexíkó, en er nú komið til Kanada.

Það virðist þó ekki hafa neikvæð áhrif á át á fuglakjöti og fiski, þannig að snefill af matarhamingju er skilin eftir.

En ef þetta er ekki góð ástæða til þess að halda sig á "malbikinu", er hún ekki til.

 

 


Er brýn þörf á veitingastöðum á Hlemmi?

Nú er mikið rætt um framúrkeyrslu við framkvæmdir við breytingar á Hlemmi. Það er að sjálfsögðu ekki til eftirbreytni. En það telst varla til stórra tíðinda þegar talað er um opinberar byggingaframkvæmdir.

Þeim mun meiri þörf er að vanda til verka og velta því fyrir sér hvers vegna er farið í viðkomandi framkvæmdir.

Ég hef heyrt mikið um offramboð á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og að rekstur þeirra sé erfiður.

Ásóknin í að opna staði hefur verið slík að Reykjavíkurborg taldi sig þurfa að setja kvóta á fjölda þeirra á ákveðnum svæðum.

Á sama tíma er borgin svo að eyða háum fjárhæðum í að byggja upp húsnæði fyrir veitingastaði.  Svo háum fjárhæðum, og svo lágum leigutekjum að margir vilja halda því fram að engin leið sé að tekjurnar standi undir kostnaði við framkvæmdirnar.

Er ekki þörf á að ræða hvers vegna borgarstjórnarmeirihlutinn taldi nauðsynlegt að auka á framboð á veitingahúsnæði í og við miðborgina?

Taldi meirihlutinn þörf á því að auka samkeppni í veitingageiranum? (með niðurgreiðslu frá útsvars- og fasteignagjaldsgreiðendum).

Hvað verður næsta útspil?

Er ef til vill þörf á fleiri fataverslunum í miðborgina? 

 

 

 


mbl.is Skattfé ekki spjálfsprottin auðlind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vísbendingar um að lægra verð virki

Það hefur eins lengi og ég man eftir mér alltaf verið mikið rætt um verðlag á Íslandi.  Gjarna um að það sé alltof hátt.

Hér eru hinsvegar tvo dæmi um að lækkun verðs virki, annars vegar í þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við og fjallar um Þrjá Frakka og svo hinsegar í þessari frétt, þar sem sagt er frá stórfelldri verðlækkun á Stella Artois bjór.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða að allir geti lækkað verð með svo myndarlegum hætti, en það er þekkt staðreynd að verð spilar stóra rullu í ákvörðunum væntanlegra viðskiptavina um hvar viðskipti þeirra enda.

Flestir líklega að leita að hinu þekkta jafnvægi gæða og verðs, sem vitanlega er misjafnt eftir einstaklingum hvar liggur.

En það er líka ljóst að launakostnaður sem hlutfall af sölu lækkar með aukinni traffík og aukin sala styrkir sömuleiðis stöðuna gagnvart birgjum og getur hugsanlega leitt til hagstæðara innkaupsverðs.

Nú þegar veitingamenn kvarta undan samdrætti, þykir mér líklegta að eitthvað verði undan að láta, ekki hvað síst fjöldi veitingastaða.

Þá munu líklega þeir lifa sem lækka verð og laðað að sér fleiri viðskiptavini.  Þeir sem ganga á undan eiga mun meiri möguleika og ekki skaðar að fá feiknagóða umfjöllun í fjölmiðlum um lækkanirnar.

Margir veitingastaðir eru þó líklega í nokkurs konar "gildru", þar sem leiga tengist veltu, meira velta þýðir þá því hærri leigu. 

Þeir munu eiga erfitt uppdráttar.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Umferðin jókst um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þroska ost með tónlist

Einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef lesið um nokkra hríð, var að finna í The National Post, nú fyrir skemmstu.

Þar er fjallað um rannsóknir Svissneskra vísindamanna á því að spila mismunandi tegundir tónlistar á meðan ostur þroskast.

Notast var við stór "hjól" af Emmental og látlaust spiluð tónlist í hljóðeinangruðum boxum.

Lögin sem notast var við voru: Yello -  “Monolith” (ambient), Mozart’s “The Magic Flute” (klassík), A Tribe Called Quest’s “Jazz (We’ve Got)” (hip-hop), Led Zeppelin’s “Stairway to Heaven” (rokk), and Vril’s “UV” (teknó).

Lagaspilunin tók 6. mánuði og niðurstaðan er sú að tónlistin hafi marktæk áhrif á ostinn.

Ostur sem naut tónlistar þótti mildari og bragðbetri en ostur sem engrar tónlistar naut.

Bestur þótti ostur sem var spilað hip-hop fyrir, eða lagið "Jazz (We´ve Got), með A Tribe Called Quest, frá því snemma á 10. áratugnum.>Lagið er hrein snilld, og ekki að undra að það hafi góð áhfrif á ostinn.

 

 

 

 

Svo er spurning hvort að Osta og smjörsalan eigi ekki eftir að notfæra sér þetta. Gæti orðið búbót fyrir tónlistarmenn einnig.

6 mánaða "Hatari" gæti orðið góð söluvara, 45% "Bubbi" og þeim þjóðlegri væri boðið upp á ost sem hefði þroskast undir rímum.

 


Hvers vegna hefur matarverð hækkað mun meira á Íslandi en í Noregi?

Það hefur mikið verið rætt um hvers vegna í nýlegri verðkönnun á milli höfuðborga Norðurlanda, Ísland kom út svo dýrt.

Sérstaklega hafa margir furðað sig á því hvers vegna "karfan" (sem var vissulega umdeilanlega sett saman) var svo mikið dýrari í Reykjavík en Oslo.

Það er auðvitað margar mismunandi ástæður fyrir því, en hér vil ég birta eina þeirra.

Þetta línurit af gengi Norsku og Íslensku krónunnar. Eins og sést hefur það breyst gríðarlega á undanförnum 10. árum.

NOK ISK 10 year

 


Veganúar

Veganúar er nú á seinni sprettinum, allir á fullu að drífa sig á Þorrablót og mikil umræða um hvoru tveggja, þó að ef til vill eigi þetta ekki mikla samleið.

Fékk þetta "slogan" sent frá kunningja, hitti mig beint í hjartastað, eða bara í magann.

 

Veganuar Is A Big

 

Missed Steak.


Kjötskattur er vinstra (grænt) rugl

Nú nýlega viðraði einn af þingmönnum Vinstri grænna þá hugmynd að rétt væri að huga að því að setja sérstakan skatt á kjötneyslu.

Eðlilega er slík hugmynd umdeild, og sitt sýnist hverjum, en auðvitað þarf að velta því fyrir sér hvort að slíkt sé rökrétt, fyrst að þingmenn setja slíkar hugmyndir fram, jafnvel þó að þeir teljist þinglegir "villikettir".

Í mínum huga er hugmyndin algert rugl.

Í fyrsta er hugmyndin næsta óframkvæmanleg svo vel fari.

Í öðru lagi, ef við kjósum að trúa öllu því sem fram er haldið um hættuna á loftslagshlýnum o.s.frv, er kjötframleiðsla ekki það sama og kjötframleiðsla.

Þannig á bóndi til þess að gera auðvelt með að "kolefnisjafna" kjötframleiðslu sína, með skógrækt, nýtingu á metangasi og með öðrum aðferðum (hann gæti t.d. neitað sér um utanlandsferðir, lol).

Því er algerlega órökrétt að skattleggja kjötneysluna, heldur yrði, ef vilji væri til þess að skattleggja losun "gróðurhúsaloftegunda", að líta á heildarmyndina.

Og skattleggja hvernig staðið er að ræktun og svo framvegis.  Hvað er innflutt (með kolefnum) o.s.frv.

Einnig má velta því fyrir sér hvort að þeir sem fari sjaldnar erlendis (með flugvélum) eigi rétt á því að neyta meira kjötmetis o.s.frv.

Meta þarf hvað innflutt kjötmeti (og einnig grænmeti) ætti að bera hærri neysluskatt o.s.frv.

Ég held að flestir sjái að hugmyndir sem þessar séu næsta mikið rugl, og komast vonandi seint eða aldrei til framkvæmda.

En eflaust eru þær nóg til að afla nokkurra "læka" og einhverra atkvæða.

 

 


Mikil og varanlega áhrif Costco - til góðs fyrir Íslenska neytendur

Það er vissulega magt umhugsunarvert sem má lesa í þessu stuttu viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga.

Eitt er að fyrirtækið sé búið að fækka verslunarfermetrum um 20.000. Hvað skyldi mega fækka um marga verslunarfermetra á Íslandi og samt selja sama magnið? 

Hvað skyldi mega fækka um margar bensínstöðvar á Íslandi og samt yrði enginn bíll bensínlaus?t

Finnur segir í viðtalinu að þeir séu stærsti innkaupaðili á Íslandi (sem ég dreg ekki í efa) og hann trúi ekki að Costco fái betri verð en Hagar.  Hljómar það trúverðuglega?

Costco er mörgum sinnum stærri en Hagar og geta boðið upp á mörgum sinnum meira sölumagn (fyrir framleiðendur) og mun hagkvæmari dreifingu.r

Ég veit ekki hvernig málum er háttað á Íslandi, en í Kanada, þar sem ég hef mesta reynslu af Costco, tók Costco t.d. aðeins eina tegund af kreditkortum og altalað var að þeir borguðu mun lægri upphæð í þóknum en eiginlega öll önnur fyrirtæki. Árum saman var Costo eina ástæðan fyrir því að við hjónin vorum með American Express.

Og jafnvel þó að þeir taki við fleiri tegundum á Íslandi, hversu auðvelt væri fyrir Costco að tryggja sér lægra þóknunargjald á Íslandi jafnt sem í öðrum löndum?

Þetta er bæði kostur og galli "heimsvæðingarinnar", alþjóðleg fyrirtæki standa betur að vígi, en þau færa neytendum jafnframt kjarabætur. (Það má að einhverju marki deila um það á Íslandi, enda tapa lífeyrissjóðir Íslenskra launamanna mjög líklega stórum upphæðum á fjárfestingu sinni í Högum).

Heilt yfir sýnist mér hafið yfir allan vafa að Costco hefur stuðlað að verðlækkun á Íslandi.

Það er vert að taka eftir því að fyrirtæki eins og Costco og H&M hefja starfsemi á Íslandi án þess að það virðist að Íslenska krónan standi þar í vegi. Hins vegar er ef vill vert að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að bæði fyrirtækin komi til landsins stuttu eftir að mikið af tollum og vörugjöldum er fellt niður.

Staðreyndin er sú að Íslenskir kaupmenn höfðu gott af samkeppninni. Frá mínum sjónarhóli virðast þeir um of hafa einbeint sér að því að "dekka plássið" og vera sem víðast.

En þó að við teljum að nóg sé af benínstöðvum á Íslandi, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki þörf á einni í viðbót.

Það er einmitt það sem Costco sannar. Reykjavíkurborg dró lappirnar við samþykkt bensínstöðvar þar sem Costco vildi hugsanlega starfa.

Með "skipulagi" hafa stjórnir sveitarféalga einmitt lagt stóra steina í götu samkeppni.

En sem betur fer koma alltaf með reglulegu millibili, einhver eins og Costco sem hristir upp í markaðnum.

Það er það sem þarf, og það sem verslunarfrelsi getur tryggt, ef við leggjum ekki of stóra steina í götu þess.

 

 

 

 


mbl.is Áhrif Costco mikil og varanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband