Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Varúð: Fimmeyringur

Það hefur auðvitað alltaf verið varasamt að keyra Á móti sól, sérstaklega þegar hún er lágt á lofti í janúar og febrúar.


mbl.is Á móti sól í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það breyttist margt í gær

Það má sjá víða að "Sambandssinnar" reyna að gera eins lítið úr þeim breytingum sem urðu í gær og þeir telja sig komast upp með.

Það er vissulega rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum, um áramót.

Það verður t.d. þá sem tekjur "Sambandsins" munu dragast saman um u.þ.b. 12%, nema að aðrar þjóðir taki upp "slakann".  En visslega kemur sparnaður fram hvað varðar framlög til Bretlands. En Bretland hefur verið næst stærsti nettó borgandi til "Sambandsins" á eftir Þýskalandi.

En það þýðir ekki að stórar breytingar hafi orðið í gær.

Eins og Eiríkur réttilega segir, þá gekk Bretland úr Evrópusambandinu í gær, fyrsta ríki (sumir vilja blanda Grænlandi í þá umræðu) til að gera slíkt. Það eitt er risa atburður.

Þar með eru aðildarríki "Sambandsins" 27, en ekki 28.

Þar með fækkaði íbúum "Sambandsins" um u.þ.b. 66.5 milljónir einstaklinga. Eftir því sem ég kemst næst er hægt að segja að það sé fækkun um 13% eða svo.

"Þjóðarframleiðsla" "Sambandsins", (hér er miðað við árið 2018) dróst saman um 15% og hlutfall "Sambandsins" af efnahag heimsins sökk all nokkuð niður á við.

En venjulegir íbúar, hvort sem er Bretlands eða "Sambandsins" munu ekki finna fyrir breytingum, fyrr en um næstu áramót.

En eitt það mikilvægasta sem breytist er að Bretland getur nú gert viðskiptasamninga við hvaða ríki sem er, líklegt er að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað nú þegar, en nú geta slíkar samningaviðræður farið í formlegt ferli.

Það er erfitt að spá um hvernig slíkar viðræður munu ganga en fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og Ástralíu, var undirritaður eftir u.þ.b. 10 eða 11 mánaða viðræður.

Ég yrði því ekkert hissa ef Bretland næði samningum við önnur ríki á undan "Sambandinu".

Það er reyndar eins líklegt og ekki að Bretland gangi úr "Sambandinu" án samnings.

En það breytist líka eitt og annað hjá "Sambandinu".  Valdahlutföll á Evrópusambandsþinginu breytast.  Eftir því sem ég kemst næst verður það EPP mest í hag og þingið talið mjakast heldur til hægri.

Líklegt er að valdajafnvægið breytist, og sígi heldur í "suður" þó að Þýskaland og Frakkland muni eftir sem áður ráða svo gott því sem þau vilja ráða. En það á vissulega eftir að koma í ljós hvernig úr stöðunni spilast og ríki s.s. Pólland munu reyna að mjaka sér í tómarúmið sem Bretland skilur eftir sig.  En því vantar nokkuð upp á efnahagslega vikt enn sem komið er.

Hvað varðar hvort að Bretland eigi eftir að sækja um inngöngu í "Sambandið" aftur, yrði ég ekki hissa þó að einhver tali um það fljótlega, ef ekki nú þegar.

En ég held að breskir kjósendur hafi almennt engan áhuga á því að taka þá umræðu upp nú.

Ég er heldur ekki viss um að "Sambandið" hafi mikinn áhuga á því að fara í aðlögunarviðræður við Bretland eftir fá ár.

Ég held því að á næstu mánuðum muni koma í ljós að það var sitt hvað sem breyttist í gær, en það er rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum - líklega.

 


mbl.is Barátta fyrir inngöngu í ESB mun hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband