Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Kjarnorkukraftur í Ontario?

Ontariofylki hyggst endurbæta eldri kjarnorkuver sín og byggja í það minnsta eitt nýtt, ef marka má þær fregnir sem Toronto Star færir lesendum sínum i dag.  Blaðið telur sig hafa eftir áreiðanlegum heimildum að þessu hafi forsætisráðherra fylkisins,  Dalton McGuinty (Frjálslynda flokknum eða Liberal Party) lýst yfir á fundi hjá Bilderberg hópnum síðastliðinn laugardag.

Eins nærri má geta eru skiptar skoðanir um kjarnorku hér í Ontario sem svo víða annarsstaðar.  Að sama skapi hafa íbúar hér áhyggjur af loftmengun (smog) og var eitt af kosningaloforðum McGuinty´s, þegar hann var kjörinn árið 2003, að loka nokkrum af kolaorkuverum sem hér eru í gangi.  Loforð sem ekki hefur verið hægt að standa við.

En það er eðlilegt að kjarnorkan komi sterklega til greina.  Þegar hugsað er til þrýstings á lokun kolaorkuver, og "blakkátið" sumarið 2003 sem er Ontariobúum enn í fersku minni (er af mörgum talið hafa haft mikil áhrif á kosningarnar um haustið), er eðlilegt að spurt sé hvað eigi til bragðs að taka, hverjir eru möguleikarnir?

Vind og sólarorka eru ekki taldir raunhæfir möguleikar til að fullnægja þörfinni enn um sinn að minnsta kosti (vandinn eykst svo þegar barist er harkalega á móti vindorku, þegar hún telst sjónmengun eins og ég bloggaði um fyrir nokkrum vikum) og kolaverin eru ekki vinsæl.  Ontariofylki á ekki möguleika á mikilli vatnsorku, því hlýtur að teljast eðlilegt að augu ráðamanna beinist að kjarnorku.  Það er ekki óðeðliegt að þetta eigi eftir að verða fyrirferðarmikið í umræðunni í kosningunum árið 2007, en McGuinty segist ekki vera hræddur við það.  Ég hef heldur enga trú á því að það sé ástæða til, en þó gæti það sent nægilega marga kjósendur yfir á NDP (Nýi lýðræðisflokkurinn, eða New Democratic Party), til að frambjóðandi Íhaldsflokksins (The Ontario PC Party) John Tory ætti möguleika á að fella McGuinty.

Þetta er þróun sem ég tel að við eigum eftir að sjá víða í hinum vestræna heimi á næstu árum, kjarnorkan á eftir að koma æ sterkar inn í umræðuna.  Ef ekki verða stór stökk fram á við í orkuöflun, munu æ fleiri kjarnorkuver verða byggð.  Orkuþörfin mun ekki dragast saman, svo mikið er víst.

Sjá fréttir Toronto Star, hér og hér.

Ræðandi um umhverfismál, sem eru að sjálfsögðu mikið í umræðunni hér sem annarsstaðar.  Þá er rétt að minnast á að nú eru sveitarfélög að leita lausna varðandi sorpmál, en stærstur partur af sorpi Ontaribúa er fluttur yfir landamærin og urðað í Michigan (já, það er staðreynd að Bandaríkin taka við gríðarmiklu magni af sorpi frá Kanada).  Nú talið að sorpbrennsla sé eina raunhæfa framtíðarlausnin, þó að hún sé mun dýrari.  Möguleikar til orkuframleiðslu með brunanum mun þó minnka muninn, og svo er að sjálfsögðu bundnar vonir við aukna endurvinnslu.

En Toronto Star var einnig með frétt um þetta í dag.

Bæti hér við tengli á nýja frétt í Globe and Mail.  Ekki mikið nýtt, en gott að hafa fréttir sem víðast að.


Leti - Predictable Silverstone - IT landið - Mengele

Það var ekkert bloggað í gær.  Annað hvort var þar um að kenna leti, eða þá að ég hef snúist til kristinnar trúar og hef haldið hvíldardaginn heilagan?  Sjálfur myndi ég veðja á leti.

En sunnudagurinn hófst snemma, ég reif mig á fætur fyrir kl. 7, til að horfa á Formúluna.  Það var ekki laust við að eitthvað af mönnum í uppslætti angraði mig, enda höfðu finnskir vinir konunnar boðið okkur til samsætis kvöldið áður.  En það skánaði skjótt.

En Silverstone kappaksturinn olli nokkrum vonbrigðum, ekki svo mjög fyrir það að minn "Skósmiður" skyldi enda í 2. sæti, heldur fremur vegna þess að fátt ef nokkuð óvænt og skemmtilegt gerðist.  Þetta "þolakstursform" er að fara illa með Formúluna. 

Alonso vann sanngjarnan sigur, hans sigur var aldrei í hættu, tók þetta frá "pól" allt til enda.  Schumacher "kíkti" einu sinni á Montoya, það var "hápunktur" kappakstursins, en ákvað að reyna frekar "hefðbundnari" leið og fór fram úr honum með aðstoð þjónusuhlés.  Næst er svo kappakstur hér í Kanada, ég verð ekki spenntur í stúkunni eins og í fyrra, læt nægja að horfa á imbann.

Eftir þennan viðburðarsnauða kappakstur var ég svo andlega þreyttur að ég lagði mig. 

Síðan eftir hressandi lúr, var haldið á vit ævintýranna með foringjanum.  Hann í broddi fylkingar á hjólinu, sem hann ræður reyndar ekki fyllileg við, ég valhoppandi á eftir með Globe and Mail undir hendinni.  Enduðum á leikvellinum og áttum þar góðar stundir.  Þar hitti ég Kanadamann, sem var uppveðraður þegar það barst í tal að ég væri frá Íslandi, og sagðist hafa heyrt að aðalstarfsvettvangur landsmanna væri tölvur og tækni (IT).  Það var allt að því raunalegt að þurfa að segja honum að það væri rangt, íslendingar væru að vísu framarlega í því að nýta sér tölvutæknina, en efnahagslífið byggðist á fiski.  Sem sárabót sagði ég honum að álbræðsla væri vaxandi atvinnuvegur og stærsta álverið, enn sem komið er, væri í eigu kanadíska fyrirtækisins Alcan.

En ég uppfræddi manni um virkjanir og hitaveitu, ég kann nokkuð rulluna nú orðið, og aðra skemmtilega hluti, gleymdi þó alveg að minnast á íslenska hestinn og sauðkindina.

En svo var grillað og slappað af.  Endaði svo með því að horfa á heimildarmynd um Mengele, rétt um miðnættið, á History Channel.  Það vekur alltaf smá óhug að horfa á þessar myndir, en samt er það svo að seinni heimstyrjöldin og tengdir atburðir vekja alltaf áhuga hjá mér. En myndin var ágætlega gerð, rætt við samstarfsmenn, starfmann hans í Argentínu, og konu sem bjó með honum síðustu árin, auk þess sem fram kom fólk sem hafði lifað af veruna og tilraunir hans í Auschwitz.

Flestir lýstu honum sem myndarlegum, kurteisum og vingjarnlegum manni, jafnvel þau sem hann notaði sem tilraunadýr.  En þau sögðu líka frá óútskýranlegri grimmd.  Hvernig hann fór með börn í ökutúr um búðirnar, fáum dögum áður en hann gerði á þeim tilraunir sem drógu þau til dauða.  Gaf þeim sælgæti áður en hann sprautaði þau með efnum sem voru ætluð til að drepa.

Óskiljanlegt, en má ekki gleymast.


Endurnýjuð ríkisstjórn - nokkuð eftir bókinni en athyglisverðir nýjir kaflar

Það eru alltaf tíðindi þegar skipaðir eru nýjir ráðherrar, svo er einnig nú, en það er ýmislegt  sem vekur athygli.

Það sem athygli vekur er að Valgerður Sverrisdóttir er sá framsóknarmaður sem skipar þann ráðherrastól sem vegur þyngst, utanríkisráðuneytið. Hún er jafnframt fyrsta konan til að setjast í stól utanríkisráðherra.

Það vekur líka óneitanlega athygli að utanþingsmaður, Jón Sigurðsson, er skipaður ráðherra. Þó slík skipan sé ekki óþekkt í íslenskum stjórnmálum, þá hafa það verið formenn stjórnmálaflokka (Ólafur R. Grímsson og Geir Hallgrímsson) sem hafa setið í ríkisstjórn með þeim formerkjum.  Hvort að þetta bendi til þess að Jón verði næsti formaður Framsóknarflokksins er erfitt að segja, en hann gæti verið álitlegur leikur á meðan leitað verður að framtíðarformanni.  Jafnframt hlýtur það að teljast nokkur áfellisdómur yfir þingflokki framsóknarmanna að sækja verði ráðherra út fyrir hann (sem er ekki í forystusveit flokksins fyrir).

Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson koma nokkuð traust inn en ekki er hægt að segja að það komi neitt á óvart.  Valið hlýtur að hafa staðið á milli þeirra og Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns, en það þarf líka að vera traustur maður í þeirri stöðu og hver er þá eftir til að manna hana?  Það skýrir ef til vill að hluta til þá ákvörðun að sækja einn ráðherra utan þingflokksins. Jónína og Magnús eru ennfremur oddvitar flokksins í sínum kjördæmum, þau njóta þess.

Guðni situr svo að sínu og Siv sömuleiðis.

En ég held að þetta ætti ekki að breyta miklu fyrir ríkisstjórnina, Geir verður forsætisráðherra og færist nú fókusinn yfir á hann í vaxandi mæli, þetta er því ljómandi, en líklega nokkuð óvænt, tækifæri fyrir hann að vinna fylgi fram að næstu kosningum.  Sömuleiðis eiga nýjir ráðherra Framsóknarflokks sóknarfæri.  Það að forsætisráðuneytið flytjist aftur yfir til stærri flokksins tel ég að ætti að styrkja stjórnina, almenningur verður mun sáttari við slíka skipan.

Einhverjir eru að gagnrýna að Sjálfstæðisflokkurinn sé að láta af hendi ráðherraembætti, það finnst mér frekar marklaus og innihaldslítil gagnrýni.  Skiptingin nú er einfaldlega sú hin sama og gilti í upphafi kjörtímabils.  Það mætti þá eins segja að Framsóknarflokkurinn hefði átt að skipa forsætisráðherra í stað Halldórs.  Forsætisráðuneytið vegur einfaldlega þyngra en önnur ráðuneyti, það er alla vegna hefðin og sú ekki óeðlileg.

"Jókerinn í stokknum" ef svo má að orði komast, er svo líklega Kristinn H. Gunnarsson, hvað honum finnst um þessi uppskipti er ekki gott að segja.  En það er virðist nokkuð ljóst að embættin falla honum ekki í skaut í Framsóknarflokknum. Margir velta því víst fyrir sér hvað hann gerir fyrir næstu kosningar, enda varla tryggt að Framsókn nái 2. þingmönnum í Vesturkjördæmi.

Það eru sömuleiðis margir að velta því fyrir sér hvort að Halldór Ásgrímsson hyggist láta skipa sig í þá stöðu Seðlabankastjóra sem nú losnar, og er yfirleitt talinn eign Framsóknarflokksins.  Það er eriftt að spá um það, en jafn auðvelt að fullyrða að slík skipan gæti reynst almenningi erfiður biti að kyngja, og ríkisstjórnarflokkunum illa næsta vor.

En nú er sumarið framundan, að öllu jöfnu rólegur tími í pólítíkinni, en þetta sumar er þó nýjum ráðherrum ákaflega mikilvægt, til að koma sér fyrir, kynna sér málefnin og undirbúa sig fyrir næsta vetur og gott að hafa frið til þess á meðan þing starfar ekki.  Að því leyti til eru þessi skipti á besta tíma.


mbl.is Þrír nýir ráðherrar framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvupóstar - Warning from Pakistan - hæsta bygging í heimi...

Ég fæ gjarna tölvupóst með hinni og þessari vitleysu frá vinum mínum og kunningjum.  Það er eins og gengur, sumt fyndið, annað ekki, sumt gamalt og útþvælt.

En það má oft hafa gaman af þessu, alla vegna í stutta stund.

Hér koma dæmi af 2 nýlegum póstum:

Warning From Pakistan!

This morning, from a cave somewhere in Pakistan, Taliban
Minister of Migration, Mohammed Omar, warned the United States that if
Military action against Iraq continues, Taliban authorities will cut off
America's supply of convenience store managers. And if this action does
not yield sufficient results, cab drivers will be next, followed by Dell & HP customer service reps.

Svo kom nýlega póstur með þessum texta: 

The CN Tower-Canada's National Tower, is the tallest building in the
world.
It measures 553 meters(1,815 feet). Here's a great picture of it.

og meðfylgjandi mynd.

Svo það ættu allir að vita, að það er ýmislegt að sjá í Toronto.

 

 

 

 


Ánægjuleg hefð?

Það fer að verða hefð að íslendingar séu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði nýrra, og gjarnan smárra, þjóða.  Ég er sérstaklega ánægður með að íslendingar séu þannig í fararbroddi með að viðurkenna og styðja sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna.

Ég hef áður bloggað um þann atburð þegar Ísland var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði eystrasaltslandanna, það verða 15 ár síðan það var í sumar, og er ánægjulegt að íslendingar skuli halda áfram á sömu braut.


mbl.is Ísland var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað sjónarhorn - tennur Battistons - hráki Rijkaards - tyggjó Schumachers

Það kitlaði hláturtaugar mínar þegar ég las grein á www.spiegel.de, um sýningu sem hefur verið sett upp í Berlín í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu.  Hvernig Mike Draegert, sá sem á hefur heiðurinn af sýningunni, hefur komist yfir alla þessa gripi er ekki sagt (nema að tennur Battistons, er fengnar að láni), en það hefði vissulega gert þessa frásögn skemmtilegri.

En það er auðvitað stór markaður fyrir minjagripi tengda knattspyrnu (ég held að ég eigi ennþá einhversstaðar miðann og trefillinn frá Frakkland - Ísland, sem við töpuðum 3-2 í París), en líklega eiga þessir eftir lifa lengi, enda býsna "orginal" ef svo má að orði komast.  En líklega verður þessi sýning þó ekki allra.

Þegar ég las þetta í Spiegel, hvarflaði þó hugur minn til ýmissa átta, fyrst fór ég að hugsa um hvað þetta hljómaði eitthvað skratti líkt kaþólsku kirkjunni, með sýna "relic" söfnun, og svo fór ég að hugsa um hvort að það að vera þjóðverji og heita Schumacher, leiddi sjálfkrafa af sér að hálf heimsbyggðin liti á viðkomandi sem illmenni?  Eins og oft áður komst ég ekki að neinni niðurstöðu.

En ég hlakka til Silverstone kappakstursins um helgina.

En greinina í heild sinni má finna hér.


Eins og "Woodstock" fyrir samsæriskenningasmiði - Hood - Meirihlutastarf dýru verði keypt - Hver verður næsti formaður?

Rakst á þessa frétt í Globe and Mail í kvöld.  Þar sem samsæriskenningar eru ræddar berst talið oft fyrr eða seinna að Bilderberg hópnum. En hann mun víst vera að funda í Ottawa þessa dagana.  Sumir vilja meina að þeir stjórni heiminum, einhvern veginn hef ég ekki trú á því, en vissulega eru margir af þeim sem tilheyra "klúbbnum" valdamiklir" menn. En þeim sem hafa gaman af samsæriskenningum er bent á frétt Globe and Mail.

Annars var þetta frekar þreytandi og lýjandi dagur, fór til tannlæknis, aldrei beint upplífgandi, þó tannlæknirinn sé ljómandi.  En var eitthvað hálf þreyttur eftir þessa tveggja tíma törn. Hef alltaf haldið því fram að ég hafi lélegar tennur, en tannlæknirinn segir að það séu engar lélagar tennur, bara lélegir tanneigendur.  Líklega verð ég að kyngja því.

Foringinn ákvað þó að sýna sínar bestu hliðar til að hjálpa mér og fór snemma að sofa.  Ég opnaði rauðvín og fór að horfa á sjónvarpið aldrei þessu vant.  Þó að rásirnar séu u.þ.b. 70, er yfirleitt ekki margt sem vekur áhuga minn. 

Fór eins og venjulega þegar fjarstýringin fellur í hendina á "History Channel", mín uppáhaldsrás.  Horfði á heimildamynd um orrustu Hood og Bismarck.  Skratti góð, þó aðeins fyrri hlutinn.  Myndir sýndar frá báðum flökunum, Ísland kom auðvitað nokkuð við sögu og m.a. sá ég einvhern lóðsbát flytja síðasta eftirlifandi áhafnarmeðlim Hood á staðinn þar sem Hood hvílir. Líklega verð ég að reyna að ná seinni hlutanum. 

Dýru verði þykir mér Sjálfstæðisflokkurinn kaupa meirihlutasamstarfið í Reykjavík, ef nefndarformenn skiptast 50/50, þegar fulltrúahlutfallið er 7/1.  En það er ekkert nýtt að stærri flokkurinn gefi eftir, en þetta hljómar einfaldlega of mikið. 

Það er því sem næst að "allir og eldhúsvaskurinn" komi til greina sem nýr formaður Framsóknarflokksins, eða sem ráðherra á vegum flokksins.  Alls kyns "kviksögur" eru á kreiki og alls kyns nöfnum velt upp.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum "stóladansi", hver verður í stólnum þegar tónlistin þagnar?

 


Fuglaflensa, hvaða fugl er hættulegastur heilsu manna?

Auðvitað er ekki rétt að gera grín að þeirri hættu sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu og auðvitað er nauðsynlegt að fylgjast vel með þessari veiru og reyna að finna upp ráð gegn henni.  En á köflum finnst mér að hættan sé ýkt og óþarfa áhyggjum valdið hjá almenningi, með fréttaflutningi í hálfgerðum æsifréttastíl.

Eins og margir hafa bent á, hafa dauðsföll af völdum flensu þessarar ekki verið mörg, og blikna í samanburði við margar aðrar andlátsorsakir.

Ég hló líka nokkuð dátt þegar ég sá kanadískan vísindamann vera spurðan þeirrar spurningar, hvaða fuglategund væri mesta heilbrigðishættan.  Hann svaraði snöggt og ákveðið:  "Djúpsteiktur kjúklingur".


mbl.is Nýtt fuglaflensutilfelli í alifuglum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamenn í Toronto - dagur fimm.

c_my_documents_my_pictures_globe_and_mail_07_06_06.jpg

Já, það kemur eitthvað nýtt fram á hverjum degi, varðandi þessa hryðjuverkaógn sem kanadabúar virðast hafa búið við nú um nokkurt skeið, og flestir virðast gera ráð fyrir að við þurfum að búa við í framtíðinni.

Það kom einnig fram í dag að handtökur í Bretlandi í dag, tengist margnefndum handtökum hér í Ontario. Fréttir í gær um að til hefði staðið að ráðast á þinghúsið og hálshöggva forsætisráðherrann, hafa hvorutveggja, vakið undrun og reiði, sem og verið dæmdar fáránlegar.  Margir vilja reyndar meina að það hafi verið tilgangur lögmannsins sem "lak" fréttinni.

Forsætisráðherrann, Stephen Harper, tók þessu þó létt, sagði eitthvað í þá veru að meðan slíkar hótanir kæmu ekki úr þingflokki hans, stæði honum nokk á sama.  En dálkahöfundurinn Christie Blatchford er ekki á sama máli, en hún segir í dálki sínum í dag:

"The temptation, especially given what lawyer Gary Batasar disclosed yesterday about the charges against his client, is to write off the alleged homegrown Canadian terrorists as hapless (and therefore harmless) clowns.

According to various unconfirmed press reports of the last few days, the terror suspects were going to take down the CN Tower! No wait, make that the Peace Tower! Oops, correct that -- it was the Toronto Stock Exchange. Er, did I say the TSX? I meant the CBC. It was the CBC building! Wait a sec, it was that other building on Front Street West, where the Canadian Security Intelligence Service has its Toronto office!

Add to this Mr. Batasar's revelation -- that according to court documents, his client Steven Chand is accused of longing to behead Prime Minister Stephen Harper as the gang attacked Parliament Hill -- and you have the portrait of the alleged terrorists as the gang that couldn't shoot straight, guys who couldn't organize the proverbial one-car funeral  wasn't at the courthouse to hear Mr. Batasar deliver his bombshell, but certainly within a few hours the allegation against Mr. Chand was being delivered on local newscasts with a certain mocking, "behead the Prime Minister?" tone.

It would be quite the comfort to think this was all a bad joke, or some figment of ham-handed police work.

Alas, as an official close to the RCMP Integrated National Security Enforcement Team, which investigated these boys, reminds me, on Sept. 10, 2001, the idea of a bunch of terrorists hijacking jumbo jets and flying them into targets as diverse as the twin towers and the Pentagon would have seemed laugh-out-loud funny, too. Ditto, in early July last year, the prospect of a group of young men, as apparently British as warm beer and cricket, turning themselves into suicide bombers to lay waste to London's tube system would have seemed equally preposterous."

"Mr. Harper can publicly make light of his alleged beheading -- and saying "I can live with these threats as long as they're not from my caucus," as he did yesterday, hardly constitutes political interference in the judicial process or jeopardizes anyone's fair-trial rights -- but it's a bit early for the rest of us to join in on the giggle.

Because a plan is a lousy plan, because the perpetrators seem drawn in broad almost-pathetic cartoon strokes, doesn't mean it, or they, aren't serious. Judges say this very sort of thing in charging juries every day in courtrooms across the nation: It doesn't have to be a good plan to qualify, they say, it just has to be a plan."

Hér má svo lesa viðtal við tvo þingmenn, báða múslimi.

Globe and Mail rekur svo hugsanlega atburðarás hér.

 


mbl.is Kandadíska lögreglan hefur upprætt tug hryðjuverkahópa undanfarin tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er hvað og hvað er hvurs?

Það hefur í besta falli verið grátbroslegt að horfa álengdar á þann "farsa" sem hefur verið í gangi nú undanfarna daga og snýst um formannsembætti Framsóknarflokks og forsætisráðherra embætti íslendinga.

Þetta lýtur svo klauflega út að það er með eindæmum hvernig þetta þróast.  Ef til vill eiga íslendingar bara að vera fegnir að forsætisráðherra sem missir með svo herfilegum hætti stjórn á eigin afsögn, er þó í það minnsta að hætta.

Það er hins vegar engin ástæða til að kvarta þó að mannaskipti séu í ríkisstjórn, þetta stjórnarsamstarf er búið að standa í bráðum 12 ár, og ekkert óeðlilegt við að skipt sé um menn eða stóla.  En berið nú þessa atburðarás saman við uppstokkunina sem gerð var á stjórn Tony Blair í Bretlandi, vegna slælegs gengis Verkamannaflokksins í sveitastjórnarkosningum, þar var gengið til verks á fumlausan og ákveðin máta.  En hvað er íslendingum boðið upp á?

Það er ljóst hver verður forsætisráðherra, við því embætti tekur Geir H. Haarde, en hvað svo?  Hver verður utanríkisráðherra?  Hver verður fjármálaráðherra?  Hver verður umhverfisráðherra?  Hver samgönguráðherra, og svo þar fram eftir götunum?

Íslendingum er svo boðið að horfa upp á óvissuna, stór hluti "farsans" fer fram í beinni útsendingu þar sem framsóknarmenn "skíta út" hvern annan, og enginn veit hvað tekur við hjá flokknum eða hvert hann stefnir.  Það er ekki einu sinni vitað hvenær flokksþing kemur saman til að kjósa eftirmann Halldórs.  Það kemur svo fram í fréttum að margir vilja leita eftir forystu fyrir flokkin, út fyrir þingflokkinn, telja engan þar geta valdið starfinu.

Það er ekki nema von að það sé illa komið fyrir Framsóknarflokknum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband