3.8.2006 | 13:46
Sagan endalausa, I, II og III
Verður Schumacher með að ári, hvar ekur Raikkonen, þetta er að verða eins og sagan endalausa. Það er mikið spáð og spegulerað.
Sjálfum líst mér sem Ferrari aðdáenda ekki illa á að fá Raikkonen til liðsins. Hann er hörkuökumaður, en hefur verið einstaklega seinheppinn. Ef af verður verð ég að vona að hann skilji þá seinheppni eftir hjá McLaren, best auðvitað að hann skelli henni í fangið á Alonso.
Hvað Schumacher varðar fer auðvitað vel á því að hann hætti eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn í haust (krosslagðir fingur). En burtséð frá því hvort að titillinn næst, eður ei, þá er allt annað að hætta eftir gott gengi í ár, heldur en eftir hálfgert hneysutímabil í fyrra.
Annað og persónulegra sem vinnst ef að ráðningu Raikkonen verður til Ferrari, er að konan og ég förum hugsanlega að halda með sama liði, en hún hefur alltaf verið Hakkinen/Raikkonen manneskja, enda sterk tengsl á milli Finnlands og Eistlands, þau deila meira að segja þjóðsöng.
Þegar(ef) Raikkonen fer að raða inn sigrum fyrir Ferrari, kemur hún því til með að heyra eistneska þjóðsönginn reglulega. Nema auðvitað hún fari að halda með Rosberg, svona til að móta sér sérstöðu, Keko er ennþá "þjóðhetja" hjá "úgríonum".
Räikkönen sagður hafa samið við Ferrari til fimm ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.